Sporðamælingar

 

1950-2022 © Joklarannsoknafelagid skalar og ferdalog @SimmiBrink

Sporðamælingar Jöklarannsóknafélagsins

eru eitt viðamesta verkefni félagsins og nær það til allra stærri jökla landsins og margra þeirra minni einnig. Fylgst er með breytingum á legu jökulsporða, hvort þeir hopa eða ganga fram. Upphaf mælinganna var árið 1930 þegar Jón Eyþórsson, einn helsti frumkvöðull jöklarannsókna á Íslandi, kom fyrir merkjum við Sólheimajökul og fékk heimamenn til að fylgjast með breytingum. Jón stóð fyrir stofnun JÖRFÍ og hefur Jöklarannsóknafélagið staðið fyrir mælingunum síðan. Um nokkurt árabil hefur lega um 40 jökulsporða verið mæld reglulega. Mælingarnar eru gerðar af félagsmönnum í sjálfboðavinnu. Þær eru besta heimild sem til er um jöklabreytingar á Íslandi á 20. öld. Umsjón með sporðamælingum hefur Hrafnhildur Hannesdóttir  á Veðurstofu Íslands.