Jöklarannsóknafélag­ Íslands

Á DÖFINNI

Viðburðir, ferðir og fundir á döfinni

17. ágúst 2024 – „Minnumst jökla – viðburður“

 Laugardaginn 17. ágúst verður haldinn viðburður á vegum Jöklarannsóknafélags Íslands og Rice University, þar sem vakin verður athygli á jöklum sem eru að hverfa eða eru horfnir. Þetta er liður í alþjóðlegu verkefni þar sem vakin er athygli á horfnum jöklum út um allan heim og er upptaktur fyrir árið 2025 sem verður helgaður jöklum á vettvangi UNESCO (2025 International Year of Glacier Preservation). Á dagskránni verða stutt innlegg frá jöklafræðingum hvaðan æva úr heiminum, ásamt fleiri ræðumönnum.

17. ágúst 2024 – Vorferðarmyndakvöld

Hittumst og förum í gegnum myndir og myndbönd úr nýliðinni vorferð og öðrum verkefnum. Tilvalið til að hittast, spjalla og jafnvel fá sér einn öl. Staðsetning auglýst þegar nær dregur. 

18. ágúst 2024 – „Minnumst jökla – gönguferð“

Sunnudaginn 18. ágúst verður gengið á Ok og þess minnst að fimm ár eru liðin síðan gefin var út dánartilkynning fyrir Ok jökul og í leiðinni vakin athygli á því að fleiri jöklar eru horfnir eða eiga stutt eftir. Gönguferðin er skipulögð í samstarfi við Ferðafélag Íslands og boðið verður upp á rútuferð inn á Kaldadal, einnig getur fólk mætt á eigin bíl og tekið þátt í göngunni.

21. september 2024 – Sporðamælingaferð á Torfajökul

Gönguferð til sporðamælinga á Torfajökul undir leiðsögn reyndra sporðamælingamanna. Verið er að skoða möguleika á gistingu og myndi JÖRFÍ bjóða upp á kvöldmat í góðum félagsskap. Nákvæm brottför mun ráðast af veðri og gæti ferðin því hnikast eitthvað til í tíma. Skráningarblað verður sent út þegar nær dregur. 

26. september 2024 – Opnun Jöklasýnar – EISI

Formleg opnun á Jöklasýn ljósmyndaverkefni JÖRFÍ á stór-Skaftafellssvæðinu. Nánari útfærsla verður auglýst þegar nær dregur. 

30. október til 1. nóvember 2024 – IGS Nordic Branch Meeting

Ráðstefna norrænu deildar Alþjóða Jöklarannsóknafélagsins (Nordic Branch Meeting) sem haldin verður á Hellissandi í félagsheimilinu Röst dagana 30. október til 1. nóvember næstkomandi. Skráning er farin í gang á heimasíðu IGS, IGS Nordic Branch meeting 2024 | IGS (igsoc.org).

12. nóvember 2024 – Haustfundur JÖRFÍ

Haustfundur JÖRFÍ með fróðlegum erindum og myndasýningu. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.  

16. nóvember 2024 – Árshátíð JÖRFÍ 2024

Takið daginn frá, en nánari dagskrá verður auglýst í haust.