Síðan 1950

Jöklarannsóknafélag­ Íslands

Markmið félagsins er að stuðla að jöklarannsóknum og ferðalögum á jöklum landsins, gefa út tímaritið Jökul, ásamt fréttabréfi og gangast fyrir fræðandi fyrirlestrum og myndasýningum.

Jöklarannsóknafélag­ Íslands

Fréttir og tilkynningar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
7 klst síðan
Jöklarannsóknafélag Íslands Iceland Glaciological Society

Bláfellsjökull á Kili.

Mynd: Snævarr Guðmundsson 09.08.2010
... Sjá meiraSjá minna

Bláfellsjökull á Kili.

Mynd: Snævarr Guðmundsson 09.08.2010

Gera athugasemd

Hér sést hvernig jökullinn á Bláfelli hefur þróast. Það eru ekki til línur frá 1945/46 og 1970/80. Jökullinn væntanlega myndaði þessa garða við hámarksútbreiðslu litlu ísaldar sem var ekki langt frá 1900. Svo er hann að hopa frá þeim eftir það. En þetta eru æðislega flottir jökulgarðar að sjá á þessari mynd! islenskirjoklar.is/index.html#/page/map

Fallegegur jökulgarður rammar inn hve stór jökullinn var fyrrum

6 dagar síðan
Jöklarannsóknafélag Íslands Iceland Glaciological Society

Horft til suðvesturs yfir Þrándarjökull, Hofsjökull eystri hægra megin og jöklarnir utan í Jökulgilstindum sunnan hans.

Mynd: Snævarr Guðmundsson 16.08.2006
... Sjá meiraSjá minna

Horft til suðvesturs yfir Þrándarjökull, Hofsjökull eystri hægra megin og jöklarnir utan í Jökulgilstindum sunnan hans.

Mynd: Snævarr Guðmundsson 16.08.2006
2 vikur síðan
Jöklarannsóknafélag Íslands Iceland Glaciological Society

Eiríksjökull

Tveir nafngreindir jöklar skríða til austurs frá Eiríksjökli, Þorvaldsjökull er stærri jökullinn fyrir miðju og Ögmundarjökull er minni jökultungan til vinstri.

Mynd: Snævarr Guðmundsson 09.08.2011
... Sjá meiraSjá minna

Eiríksjökull

Tveir nafngreindir jöklar skríða til austurs frá Eiríksjökli, Þorvaldsjökull er stærri jökullinn fyrir miðju og Ögmundarjökull er minni jökultungan til vinstri.

Mynd: Snævarr Guðmundsson 09.08.2011

Jöklarannsóknafélag Íslands (JÖRFÍ) og 66°Norður gengu til samstarfs á síðasta ári með það að markmiði að standa vörð um íslensku jöklana með því að mæla afkomu smærri jökla á Suðurlandi og stuðla að aukinni vitundarvakningu um jöklabreytingarnar vegna hlýnunar andrúmsloftsins. Jöklarannsóknafélagið hefur sinnt mælingum á breytingum á stöðu jökulsporða undanfarin 90 ár en þær mælingar eru mikilvægt framlag til vöktunar umhverfisbreytinga sem nú eiga sér stað víða um heim. Félagið nýtti styrkinn frá 66° Norður til að mæla vetrar- og sumarafkomu á Tindfjallajökli og Eyjafjallajökli og stefnt að því að endurtaka mælingarnar á næsta ári.

Í byrjun september var farið til að vitja mælipunkta á Tindfjallajökli og fá mat á leysingu sumarsins. Farið var á jökulinn í tveimur hópum, alls 8 félagar og jöklahundurinn Tinna í afkomupunktana 5 sem settir voru út í lok apríl þegar vetrarafkoman var mæld. Veðrið var milt og gott, skyggnið hefði mátt vera betra en leiðangursmenn nutu útsýnisins til hins ítrasta þegar þokunni létti inn á milli. Óhætt er að segja að Tindfjallajökull sé mikil töfraveröld þar sem öskufall í Heklugosinu 1947 hefur mikil áhrif á landslag jökulsins, en mjög víða eru þykkir og umfangsmiklir öskubunkar sem hlífa yfirborði jökulsins fyrir leysingu. Drýli af öllum stærðum, svelgir og önnur fögur form móta stóran hluta jökulsins. Alls voru gengnir um 19 km, allir komu þreyttir heim og ánægðir að hafa tekist ætlunarverkið. Stefnt er að því að vitja um afkomupunkta á Eyjafjallajökli á næstu vikum.

Á haustfundi JÖRFÍ, 25.október næstkomandi, er stefnt að því að kynna verkefnið betur, sýna myndir úr ferðunum og setja afkomumælingarnar í samhengi við afkomumælingar á öðrum jöklum og einnig mat sem hefur fengist á þessar breytingar með fjarkönnun að vopni.

Nánar má kynna sér sporða- og afkomumælingar sem gerðar hafa verið á íslenskum jöklum á nýrri jöklavefsjá, www.islenskirjoklar.is en þar má líka finna almennan fróðleik um afkomumælingar og hvernig þær eru gerðar. Einnig má finna mikinn fróðleik á heimasíðu Hörfandi Jökla sem Vatnajökulsþjóðgarður heldur úti, www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/svaedin/horfandi-joklar
... Sjá meiraSjá minna

Jöklarannsóknafélag Íslands (JÖRFÍ) og 66°Norður gengu til samstarfs á síðasta ári með það að markmiði að standa vörð um íslensku jöklana með því að mæla afkomu smærri jökla á Suðurlandi og stuðla að aukinni vitundarvakningu um jöklabreytingarnar vegna hlýnunar  andrúmsloftsins. Jöklarannsóknafélagið hefur sinnt mælingum á breytingum á stöðu jökulsporða undanfarin 90 ár en þær mælingar eru mikilvægt framlag til vöktunar umhverfisbreytinga sem nú eiga sér stað víða um heim. Félagið nýtti styrkinn frá 66° Norður til að mæla vetrar- og sumarafkomu á Tindfjallajökli og Eyjafjallajökli og stefnt að því að endurtaka mælingarnar á næsta ári.   

Í byrjun september var farið til að vitja mælipunkta á Tindfjallajökli og fá mat á leysingu sumarsins. Farið var á jökulinn í tveimur hópum, alls 8 félagar og jöklahundurinn Tinna í afkomupunktana 5 sem settir voru út í lok apríl þegar vetrarafkoman var mæld. Veðrið var milt og gott, skyggnið hefði mátt vera betra en leiðangursmenn nutu útsýnisins til hins ítrasta þegar þokunni létti inn á milli. Óhætt er að segja að Tindfjallajökull sé mikil töfraveröld þar sem öskufall í Heklugosinu 1947 hefur mikil áhrif á landslag jökulsins, en mjög víða eru þykkir og umfangsmiklir öskubunkar sem hlífa yfirborði jökulsins fyrir leysingu. Drýli af öllum stærðum, svelgir og önnur fögur form móta stóran hluta jökulsins. Alls voru gengnir um 19 km, allir komu þreyttir heim og ánægðir að hafa tekist ætlunarverkið. Stefnt er að því að vitja um afkomupunkta á Eyjafjallajökli á næstu vikum.    

Á haustfundi JÖRFÍ, 25.október næstkomandi, er stefnt að því að kynna verkefnið betur, sýna myndir úr ferðunum og setja afkomumælingarnar í samhengi við afkomumælingar á öðrum jöklum og einnig mat sem hefur fengist á þessar breytingar með fjarkönnun að vopni.   

Nánar má kynna sér sporða- og afkomumælingar sem gerðar hafa verið á íslenskum jöklum á nýrri jöklavefsjá, www.islenskirjoklar.is en þar má líka finna almennan fróðleik um afkomumælingar og hvernig þær eru gerðar. Einnig má finna mikinn fróðleik á heimasíðu Hörfandi Jökla sem Vatnajökulsþjóðgarður heldur úti, https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/svaedin/horfandi-joklarImage attachmentImage attachment+Image attachment
3 vikur síðan
Jöklarannsóknafélag Íslands Iceland Glaciological Society

Akstaðajökull er í norðvestanverðum Eyjafjallajökli og liggur vestan megin við Skerin. Öskjurimann ber við himinn, Fremri-Skoltur er til vinstri þar sem Gígjökull steypist niður. Sést yfir á Mýrdalsjökul í fjarska.

Mynd: Snævarr Guðmundsson 05.09.2020
... Sjá meiraSjá minna

Akstaðajökull er í norðvestanverðum Eyjafjallajökli og liggur vestan megin við Skerin. Öskjurimann ber við himinn, Fremri-Skoltur er til vinstri þar sem Gígjökull steypist niður. Sést yfir á Mýrdalsjökul í fjarska.

Mynd: Snævarr Guðmundsson 05.09.2020

Gera athugasemd

Úr Akstaðajöklinum koma tvær ár sem vel má sjá þarna á myndinni. Innri og Fremri Akstaðaá. Milli þeirra er Akstaðaheiðin. Brött og frekar ill til smalamennsku. Fremri áin fellur í mjög háum fossi niður í djúpt og þröngt Fremra Akstaðagilið. Fossinn er vel falin en sést frá Þórsmerkurveginum á svona 10 metra kafla. Ef fossinn var illúðlegur mátti reikna með að mikið væri í Krossá. Fremri áin gat orðið býsna vatnsmikil í vatnavöxtum og grafið sig illa niður. Lengi vel framan af 20 öldinni lá Innri áin rétt innan við þá Fremri niður á láglendi. Svo færði hún sig innar/austar og rennur nú saman við Grýtánna rétt ofan vaðs. Tekur nafn Grýtárinnar við sameiningu þó Vegagerðin sé á öðru máli 🙂

2 mánuðir síðan
Jöklarannsóknafélag Íslands Iceland Glaciological Society

... Sjá meiraSjá minna

Spennandi ráðstefna í næstu viku um alla þætti freðhvolfsins. Myndasýningar og fræðslukvöld ætluð almenningi eru á dagskrá frá sunnudegi til þriðjudags, sjá nánar: www.cryosphere2022.is/public-eventsJöklar hafa undanfarin ár rýrnað um alla jörð og hinar stóru ísbreiður Grænlands og Suðurskautslandsins leggja sífellt meira til hækkunar heimshafanna. Snjóa leysir fyrr að vori á norðurslóðum, bráðnun sífrera í fjöllum leiðir til aukinnar skriðuhættu og útbreiðsla hafíss fer minnkandi í Norðurhöfum. Þessi ummerki hlýnandi loftslags eru vel þekkt og á ráðstefnunni Cryosphere 2022, sem haldin verður í Hörpu dagana 21. –26. ágúst nk. munu vísindamenn frá flestum heimsálfum kynna nýjustu niðurstöður rannsókna á þessu sviði. Nánar á vefnum okkar: www.vedur.is/um-vi/frettir/radstefnan-cryosphere-2022-hefst-i-naestu-viku ... Sjá meiraSjá minna

Spennandi ráðstefna í næstu viku um alla þætti freðhvolfsins.  Myndasýningar og fræðslukvöld ætluð almenningi eru á dagskrá frá sunnudegi til þriðjudags, sjá nánar: https://www.cryosphere2022.is/public-events
Hlaða niður meira

Á döfinni

30 september - 2 október

Sumarferð í Jökulheima

25 október. Haustfundur

30 ára saga afkomumælinga á Vatnajökli

12 nóvember. Árshátíð

LOKSINS !

Velkomin á Jöklavefsjá 

Jöklavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands. Hún birtir mælingar og yfirlit um rannsóknir og breytingar á íslenskum jöklum. Hægt er að nálgast mæligögn og athuganir sem safnað er með reglubundnum hætti af innlendum stofnunum, fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Ritstjórn jöklavefsjárinnar uppfærir gagnasafnið jafnharðan og nýjar mælingar eru gerðar.

Jöklavefsjá

Skráning í  félagið – Join us

Til að ganga í félagið, getur þú fyllt út formið hér til hliðar.

Félagsaðild árið 2022 kostar kr. 7.800,- á ári og fylgir henni eintak af Jökli, fagtímariti Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands. Árgjald fyrir námsmenn og fjölskyldufélaga er kr. 3.900,-.

To join the club, you can fill out the form.

Membership in 2022 costs ISK. 7,800 per year and is accompanied by a copy of Jökull, a professional journal of the Icelandic Glaciological Society and the Icelandic Geological Society. The annual fee for students and family members is ISK 3.900, -.

Styrkja Jörfa – Contribute

 

Styrktar reikningur Kt. 670169-3839 Nr. 515-14-102002

Fill out my online form.