Fréttir og tilkynningar
Velkomin á Jöklavefsjá
Jöklavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands. Hún birtir mælingar og yfirlit um rannsóknir og breytingar á íslenskum jöklum. Hægt er að nálgast mæligögn og athuganir sem safnað er með reglubundnum hætti af innlendum stofnunum, fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Ritstjórn jöklavefsjárinnar uppfærir gagnasafnið jafnharðan og nýjar mælingar eru gerðar.
Skráning í félagið – Join us
Til að ganga í félagið, getur þú fyllt út formið hér til hliðar.
Félagsaðild árið 2024 kostar kr. 8100,- á ári og fylgir henni eintak af Jökli, fagtímariti Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands. Árgjald fyrir námsmenn og fjölskyldufélaga er kr. 4100,-.
To join the club, you can fill out the form.
Membership in 2024 costs ISK. 8100 per year and is accompanied by a copy of Jökull, a professional journal of the Icelandic Glaciological Society and the Icelandic Geological Society. The annual fee for students and family members is ISK 4100, -.
Styrkja Jörfa – Contribute
Styrktar reikningur Kt. 670169-3839 Nr. 515-14-102002
Minnum á Myndakvöld JÖRFÍ í kvöld - mailchi.mp/6424c656549b/vorfer-jrf-17984735 ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Myndakvöld JÖRFÍ - 5 September kl 20:00 - mailchi.mp/34efc926b536/vorfer-jrf-17984626 ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
... See MoreSee Less
1 CommentComment on Facebook
Dásamleg mynd!
Laugardaginn 17. ágúst tók JÖRFÍ þátt í að opna vefsíðu sem geymir alþjóðlegan lista yfir 15 valda jökla sem eru horfnir eða eiga stutt eftir. Listann má finna á vefsíðunni glaciercasualtylist.rice.edu/ og var settur í loftið undir forystu vísindamann við Rice háskóla í Houston. Listinn var unninn samkvæmt tilnefningum frá jöklafræðingum og í samráði við World Glacier Monitoring Service. Tugþúsundir jökla hafa horfið á undanförnum áratugum um allan heim og hugmyndin er að bæta jafnt og þétt við listann, fulltrúum þessarra horfnu jökla. Að viðburðinum stóðu auk þess Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Marvaða og UNESCO, en opnun fór fram í húsnæði Marvaða að Fiskislóð. Dominic Boyer frá Rice háskóla kynnti vinnuna á bak við listann og þakkaði fyrir framlög allra sem að honum komu. Hrafnhildur Hannesdóttir og Guðfinna Aðalgeirsdóttir fluttu stutt erindi um jöklabreytingar á Íslandi og í heiminum. Franski sendiherrann á Íslandi tók að lokum til máls og flutti fregnir af því að frönsk yfirvöld myndu styðja enn frekar við jöklarannsóknir á árabilinu 2025-2035, en á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður árið 2025 tileinkað hörfandi jöklum. Síðan var haldið út að Gróttu á Seltjarnarnesi þar sem í túnfæti nýs húss Náttúruminjasafns Íslands, hafði verið útbúinn tímabundinn jöklagrafreitur. Þar voru lesin upp eftirmæli um alla jöklana á listanum, en meðal mælenda voru Oddur Sigurðsson jöklafræðingur, Joaquin M.C. Belart fjarkönnunarsérfræðingur, Hildigunnur H. H. Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands, Fríða Ruiz-Völudóttir framhaldsskólanemi, Gísli Pálsson sagnfræðingur og erlendir framhaldsnemar í jarðvísindum við Háskóla Íslands. Ottó Magnússon, ísskurðarmeistari (klakastyttur.is/) á heiðurinn af legsteinunum sem vöktu mikla athygli og stóðu uppréttir fram eftir kvöldi, en voru horfnir morguninn eftir.
Sunnudaginn 18. ágúst var farin hópferð á vegum JÖRFÍ, Ferðafélags Íslands (FÍ) og Rice háskóla á Ok, til þess að minnast þess að 5 ár eru liðin frá því að minningarskildi var komið fyrir á fjallinu. Boðið var upp á rútuferð upp á Kaldadal, en þar bættust við fleiri þátttakendur sem komu á eigin vegum. Oddur Sigurðsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Andri Snær Magnason, Cymene Howe, Guðfinna Aðalgeirsdóttir og Hilmar Malmquist leiddu þátttakendur í allan sannleika um áhrif hlýnandi loftslags á jökla, hvernig líf kviknar í vötnum þegar jöklar hörfa og mikilvægi þess að leiða saman ólíka hópa til þess að miðla fróðleik um jökla á hverfanda hveli. Fararstjórar FÍ héldu vel utan um hópinn sem lét sig hafa það að ganga á fjallið í stífri norðanátt með takmarkað útsýni og snjófjúk.
news.rice.edu/news/2024/glaciers-peril-worlds-first-glacier-graveyard-and-global-glacier-casualty... ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Jöklar á hverfanda hveli - Viðburðir í Reykjavík og við minningarskjöld um Okjökul 17.–18. ágúst 2024 - mailchi.mp/802758d7b23e/vorfer-jrf-17984407 ... See MoreSee Less
1 CommentComment on Facebook
hvaða ár er myndin tekin sen haldið er á?
Á döfinni næstu misserin hjá JÖRFÍ - mailchi.mp/affad8648e90/vorfer-jrf-17980741 ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Minnum á sumarferð JÖRFÍ í Þakgil um næstu helgi - mailchi.mp/f20592043114/vorfer-jrf-17979621 ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Stór áfangi náðist á dögunum í samstarfsverkefni JÖRFÍ og ljósmyndarans James Balog, sem ber heitið „Jöklasýn“ eða Extreme Ice Survey Iceland (EISI), þegar tvær sjónskífur voru reistar við sunnanverðan Vatnajökul. Önnur sjónskífan er staðsett á Sjónarnípu á Skaftafellsheiði með útsýni yfir Skaftafellsjökul og hin er rétt við veginn upp í Jöklasel, norðan við Þormóðarhnútu með útsýni yfir Skálafellsjökul.
Sjónskífurnar eru með einföldu yfirlitskorti af jöklinum og útlínum hans á mismunandi tímum og sérstöku statífi sem sími er lagður í þannig að sama sjónarhorn fáist þegar mynd er tekin. Auk þess eru á skífunni hvatningarorð rituð af Andra Snæ Magnasyni til að vekja athygli á þeim jöklabreytingum sem hafa orðið og eru að eiga sér stað á Ísland og um allan heim. Sjónskífurnar eru mikil listasmíð en þær eru úr brons og smíðaðar af Málmsteypan Hella. Samhliða uppsetningu á sjónskífunum voru sett upp upplýsingaskilti með samanburðarmyndum af viðkomandi jökli og leiðbeiningum um hvernig gestir geta tekið þátt í verkefninu.
Á undanförnum 2 árum hefur verið unnið að því að velja ákveðna staði og sjónarhorn til þess að skrásetja breytingar á jöklum með þátttöku almennings og vísindafólks. Markmið verkefnisins er að safna ljósmyndum í aðgengilegan gagnabanka um breytingar á íslenskum jöklum næstu 100 árin og miðla þeim upplýsingum til almennings. Hugmyndafræðin er að gögn verkefnisins skapi sjónræna arfleifð til framtíðar og eru viðbót við hefðbundnar jökulsporðamælingar félagsins. Lesa má nánar um verkefnið hér: jokull.jorfi.is/articles/jokull2023.73/jokull2023.73.099o.pdf, eisi.jorfi.is/ og www.youtube.com/watch?v=rEdgBtI_5JI
An important milestone was reached within EISI, the co-operative project between of JÖRFÍ and James Balog, was reached a few days ago when two view discs (toposcopes) were installed by two outlet glaciers of southern Vatnajökull. They are located at Sjónarsker in Skaftafellsheiði with a view towards Skaftafellsjökull and right next to the road up to Jöklasel, north of mt. Þormóðarhnúta with a view towards Skálafellsjökull. The toposcopes are made out of bronze and designed and manufactured at Málmsteypan Hella. The toposcopes have a simple topographic map with glacier outlines from various times and a specific phone cradle in order to take photographs with the same angle. Additionally there is an encouraging message to visitors, written by Andri Snær Magnason, about glacier changes that are taking place. Next to the toposcopes are information signs with repeat photographs and instructions for visitors on how to participate in the project.
For the last 2 years specific locations have been chosen to document glacier changes through the camera lense. The goal is to document and communicate about glacier changes and provide an accessible photo archive, organized in a chronological and geographic continuum. Citizens and scientists now team up to continue this visual legacy for centuries to come and is an addition to the traditional glacier termini measurements of JÖRFÍ. More information about the project can be found here jokull.jorfi.is/articles/jokull2023.73/jokull2023.73.099o.pdf, eisi.jorfi.is/ and www.youtube.com/watch?v=rEdgBtI_5JI ... See MoreSee Less
3 CommentsComment on Facebook
Love this project and well done but bitter sweet what it will capture.
Vá en flott til hamingju og takk fyrir!
Glæsilegt framtak.
Sumarferð JÖRFÍ í Þakgil - mailchi.mp/b2c6e826035c/vorfer-jrf-17978973 ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook