Fréttir og tilkynningar
Velkomin á Jöklavefsjá
Jöklavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands. Hún birtir mælingar og yfirlit um rannsóknir og breytingar á íslenskum jöklum. Hægt er að nálgast mæligögn og athuganir sem safnað er með reglubundnum hætti af innlendum stofnunum, fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Ritstjórn jöklavefsjárinnar uppfærir gagnasafnið jafnharðan og nýjar mælingar eru gerðar.

Skráning í félagið – Join us
Til að ganga í félagið, getur þú fyllt út formið hér til hliðar.
Félagsaðild árið 2022 kostar kr. 8000,- á ári og fylgir henni eintak af Jökli, fagtímariti Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands. Árgjald fyrir námsmenn og fjölskyldufélaga er kr. 4000,-.
To join the club, you can fill out the form.
Membership in 2022 costs ISK. 8000 per year and is accompanied by a copy of Jökull, a professional journal of the Icelandic Glaciological Society and the Icelandic Geological Society. The annual fee for students and family members is ISK 4000, -.
Styrkja Jörfa – Contribute
Styrktar reikningur Kt. 670169-3839 Nr. 515-14-102002
Minningarorð
Halldór Ólafsson, heiðursfélagi í Jöklarannsóknafélaginu, lést 20. september síðastliðinn, 86 ára að aldri. Hann vann lengi sem tæknimaður við Norrænu Eldfjallastöðina og Jarðvísindastofnun Háskólans.
Halldór fæddist í Reykjavík 22. júlí 1937. Hann lauk námi í rennismíði við Iðnskólanum í Reykjavík árið 1959 og starfaði síðan hjá Olíuverslun Íslands þar til hann var ráðinn til Norrænu Eldfjallastöðvarinnar, við stofnun hennar árið 1973. Halldór missti foreldra sína fyrir tvítugt. Eftir lát þeirra tók Jón Eyþórsson veðurfræðingur Halldór undir sinn verndarvæng og innritaði hann m.a. í Jöklarannsóknafélagið að honum forspurðum, árið 1955. Halldór kynntist þar Sigurði Þórarinssyni og gerðist aðstoðarmaður hans við öskulagarannsóknir samhliða starfi sínu hjá Olíuversluninni, við ýmsa verkstæðisvinnu og að setja upp bensínstöðvar og að leggja olíuleiðslur vítt og breytt um landið.
Halldór var náttúruunnandi og mikill útivistarmaður, virkur félagi í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og fór í vetrarferðir á skíðum yfir landið með félögum sínum úr Jöklarannsóknafélaginu. Hann fór í sína fyrstu vorferð 1957, þegar gamli skálinn var reistur á Grímsfjalli. Hann vann einnig að uppsetningu nýja skálans á Grímsfjalli í vorferðinni 1987 og tók virkan þátt í starfi og ferðum á vegum félagsins. Nýverið lét Halldór félagið fá afrit af ljósmyndum sínum og varpa þær m.a. ljósi á fyrstu vorferðir félagsins á Vatnajökul.
Halldór var mikill hagleikssmiður. Hann hannaði ýmis mælitæki til landmælinga og þróaði með raftæknimönnum Eldfjallastöðvarinnar og Raunvísindastofnunar nákvæman segulhallamælir m.a. til eftirlits með landhæðarbreytingum í Kröfluumbrotunum. Halldór vann einnig við uppsetningu hallamæla við Pozzuoli á Ítalíu, í Lúxemborg og á Azoreyjum. Fyrir utan að verka lykilmaður í útivinnu á vegum Norrænu Eldfjallastöðvarinnar, aðstoðaði Halldór við erfiðar feltferðir á vegum Raunvísindastofnunar; bjó í tjaldi við Sandmúla í Gjástykki með Páli Einarssyni í tvær vikur vorið 1977 vegna vöktunar Kröflu, því það þurfti að skipta um blöð á jarðskjálftamælunum daglega. Reynsla Halldórs í jöklaferðum kom sér og vel í jarðskjálftamælingum í Öskju sumarið 1989, bylgjubrotsmælingum yfir Mýrdalsjökul í júní 1991 og endurkastsmælingum í Kröflu um páska 1993.
Halldór var maður kvæða og sagna, söngmaður og kunni vel að segja frá. Hann gaf út bók nú á vordögum: Hormóni og fleira fólk. Missannar sögur frá síðustu öld. Þar eru margar skondnar frásagnir, m.a. úr ferðum Jöklarannsóknafélagsins fyrr á tíð. Að öðrum ólöstuðum átti Halldór mestan þátt í að varðveita og hlúa að þeim menningararfi sem falinn er í söngtextum og ljóðum Sigurðar Þórarinssonar, en margir textanna voru ortir í Vatnajökulsferðum og fjalla um jöklafólk. Þá var hann lykilmaður í gerð geisladisksins Kúnstir náttúrunnar sem kom út í tilefni því að 100 ár voru liðin frá fæðingu Sigurðar Þórarinssonar.
Við minnumst Halldórs Ólafssonar og starfa hans í þágu
Jöklarannsóknafélagsins og vottum aðstandendum innilega samúð. ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Skráning á árshátið Jöklarannsóknafélags Íslands 2023 - ... See MoreSee Less
Skráning á árshátið Jöklarannsóknafélags Íslands 2023
mailchi.mp
Nú er hægt að skrá sig á árshátíð félagsins og ganga frá miðakaupum. Hér er hlekkur á skráningarforn en þar er hægt að skrá sig auk upplýsinga um hvernig ganga má frá greiðslu....0 CommentsComment on Facebook
Haustferð JÖRFÍ í Jökulheima - ... See MoreSee Less
Minnum á haustferð JÖRFÍ í Jökulheima, enn hægt að skrá sig
mailchi.mp
0 CommentsComment on Facebook
Árshátið Jöklarannsóknafélags Íslands 2023 - Takið daginn frá - ... See MoreSee Less
Árshátið Jöklarannsóknafélags Íslands 2023 - Takið daginn frá
mailchi.mp
0 CommentsComment on Facebook
Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands á Vatnajökul var farin dagana 28. maí til 3 júní og unnið að verkefnum Jarðvísindastofnunar Háskólans, Veðurstofu Íslands auk annarra rannsóknaverkefna. Í ferðinni voru auk starfsmanna þessarra stofnana, sjálfboðaliðar á vegum félagsins, þar á meðal félagar í björgunarsveitum. Veðurspár í aðdraganda ferðarinnar gáfu til kynna að erfitt gæti orðið að komast á Grímsfjall vegna hvassviðris en brottför var frestað um tvo daga til þess að hitta á álitlegan veðurglugga. Veður var svo með besta móti meirihluta ferðarinnar. Nokkrir hópar náðu að sinna verkefnum á leið á Grímsfjall á fyrsta degi. Einn sleðahópur fór á Grendil á austanverðum jöklinum til þess að freista þess að setja upp GPS-tæki á koparnagla sem ekki hafði verið heimsóttur síðan 2005 þegar honum var komið fyrir. Snjósöfnun á austanverðum jöklinum var mikil í vetur og koparnaglinn kom því ekki í leitirnar og heldur ekki skálinn í Goðahnjúkum. Hinn sleðahópur ferðarinnar setti út jarðskjálftanema á Skálafellsjökli til þess að mæla óróa til að meta hreyfingar vatns við jökulbotn, fór með GPS-tæki í Esjufjöll og niður á Vött í Skeiðarárjökli. Skjálftastöð Veðurstofunnar á Brúarjökli var færð upp á jökulyfirborðið með aðstoð mokstursglaðra þátttakenda en önnur farartæki tóku stefnuna beint á Grímsfjall.
Afkoma var mæld í Grímsvötnum eins og venja er í vorferðum, einnig á Bárðarbungu og í Kverkfjöllum. Afkoman mældist alls staðar undir meðallagi. Nokkuð víða sást í opnar sprungur sem leiðangursmenn höfðu ekki tekið eftir áður á þessum tíma árs, enda var snjósöfnunin á vesturhluta jökulsins í minna lagi. Einnig hafði rignt talsvert í maí og snjóþekjan þar af leiðandi veikari.
Veðurstofan rekur fjölda GPS-tækja og jarðskjálftastöðva víðs vegar um jökulinn og viðhaldi á þeim er sinnt í þessum ferðum og kraftar viljugra sjálfboðaliða sem moka mörg kg af snjó og ís frá mælitækjunum eru vel nýttir. Ísþykkt var mæld með íssjá í Skaftárkötlum, við útfall Grímsvatna og einnig á brúnum Bárðarbungu. Jarðvísindastofnun bætti við GPS-tæki í Grímsvötnum á svipuðum slóðum og GPS-tæki Veðurstofunnar var staðsett og rekið í um 2 ár, en þessi hluti íshellunnar fer fyrst á flot og er næmari fyrir fyrstu breytingum á hæð hellunnar en tækið sem stofnunin hefur rekið lengi á miðju hennar. Vöttur, Húsbóndi og Esjufjöll voru GPS-mæld eins og venja er í vorferðum, en þessar mælingar eru hluti af grunngögnum fyrir öndvegisverkefnið ICEVOLC. Settir voru út 6 litlir jarðskjálftanemar í íshellu Grímsvatna, verkliður í IS-TREMOR verkefninu, sem miðar að því að fá heildrænt yfirlit yfir óróaatburði sem mælast, s.s. eldgosaóróa, jöklaóróa og jarðhitaóróa.
Einn góðviðrisdagurinn var nýttur til þess að gera út stóran leiðangur á Bárðarbungu þar sem voru m.a. gerðar snjóradarmælingar og boraðar 3 afkomuholur. Settir voru niður sex jarðskjálftamælar með aðstoð snjóbíls Hjálparsveitar skáta í Reykjavík og sjálfboðaliða félagsins. Um er að ræða samstarfsverkefni Jarðvísindastofnunar og Cambridge háskóla. Svipaðar jarðskjálftamælingar voru gerðar sumarið frá 2021, en grunnir skjálftar geta vísað á rismiðjur innan öskjunnar og einnig er hægt að kortleggja hvar kvikan safnast fyrir. Á sama degi voru gerðar gasmælingar í sigkötlum í sunnanverðri Bárðarbungu. Annar hópur hélt austur í Kárasker í mikilli veðurblíðu þar sem skjálftastöð Veðurstofunnar var endurbyggð.
Í ferðinni voru skoðaðir voru álitlegir staðir til þess að setja upp myndavélastatíf til þess að að taka ljósmyndir frá nákvæmlega sama stað og sjónarhorni, m.a. á jökulskerjum, sem hluti af hinu nýja samstarfsverkefni félagsins við James Balog. Verkefnið kallast Extreme Ice Survey Iceland (EISI). Sett var upp myndavélastatíf á norðanverðu Káraskeri með útsýni yfir Bræðrasker, Mávabyggðir, Esjufjöll og austur yfir Breiðamerkurjökul. Einnig voru endurgerðar nokkrar sögulegar ljósmyndir úr fyrri vorferðum í Kverkfjöllum og frá Brókarjökli og yfir á Þverártindsegg.
Stór hópur fór í Kverkfjöll á næstsíðasta degi í blíðskaparveðri. Gerðar voru gasmælingar í Efri-Hveradölum, viðhaldi sinnt á GPS-stöðinni sem er nokkru norðan við skála félagsins og afkoma mæld. Tilraun var gerð með að setja upp tetra-tetra gátt á fjallinu Jörfa og þannig náðist tetra-samband við Kverkfjallaskála.
Ómetanlegt samstarf félagsins og stofnanna kemur skýrt fram í vorferðinni. Öll leggjast á eitt við að leysa verkefni hvers dags á sem árangursríkastan hátt; snjóbíllinn er oft í aðalhlutverki í snjómokstri og margar hendur aðstoða við að setja niður mælitæki, koma mælitækjum upp á yfirborð aftur, hreinsa frá húsum og kamrinum. Slagkrafturinn í vorferð er mikill og hægt að manna öll verkefni, enda er hópurinn samsettur af þaulvönu jökla- og ferðafólki, sem kann til verka í línuvinnu og ýmsum tæknilegum úrlausnum. Það kom að góðum notum þegar unnið var að því að koma bilaðri 400 kg rafstöð út úr vélageymslunni síðasta kvöldið á fjallinu. Þátttakendur í ferðinni voru 29 talsins og fór vel um alla í skálum félagsins á Grímsfjalli.
Meðlimir í skálanefnd félagsins voru þátttakendur í ferðinni og tóku út skálana á Grímsfjalli til þess að skipuleggja endurbætur sem unnið verður að í vinnuferð síðsumars. Einnig var gerð úttekt á skálanum í Kverkfjöllum og hugað að möguleikum á að setja þar upp kamar.
Myndband úr ferðinni er að finna hér:
www.youtube.com/watch?v=3bZaTw5lN2E ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
This content isn't available right now ... See MoreSee Less
This content isn't available right now
When this happens, it's usually because the owner only shared it with a small group of people, changed who can see it or it's been deleted.0 CommentsComment on Facebook
Afkomumælingar á Mýrdalsjökli vorið 2023
Eins og fyrri ár hefur JÖRFÍ í samstarfi við ýmsa góða aðila farið fyrir vorferð á Mýrdalsjökul til afkomumælinga.
Nú er stefnan sett á helgina 13-14. maí til að reyna við mælingarnar. Veður mun ráði því hvort dagurinn verður fyrir valinu eða hvort að þurfi að fresta ferðinni um viku.
Til að fá yfirsýn viljum við biðja áhugasama að skrá sig hafi þeir áhuga á því að taka þátt. Skráningin er ekki bindnandi.
Hlekkur á skráningu er hér: forms.gle/LGhX8MBqMSB2XZas8
Farið er snemma af stað úr bænum, ekið um Sólheimahjáleigu og boraðir 3-5 punktar á jöklinum. Ef vel gengur er komið heim um kvöldmat.
Ferðanefnd JÖRFÍ ... See MoreSee Less
1 CommentComment on Facebook
Vegna vondrar veðurspá hefur verið ákveðið að fresta ferð á Mýrdalsjökul og horft til þess að nota góðviðrisglugga um næstu helgi -
❄️ Ný grein í Jökli, tímariti Jöklarannsóknafélags Íslands:
Continuous monitoring of ice dynamics in Iceland with Sentinel-1 satellite radar images
Radarmyndir úr gervihnöttum sýna breytilegt endurkast frá yfirborði jarðar sem endurspeglar óreglur í ýmsum eiginleikum efstu jarðlaga. Þar sem hreyfing er á lausum jarðlögum eða jöklum er unnt er að meta hraða hreyfingarinnar með því greina hliðrun í endurkastsmynstri milli radarmynda frá mismunandi tímum og nefnist aðferðin „offset-tracking“ á ensku. Nú er unnt að mæla yfirborðshraða ísskriðs á reglulegu neti yfir heilu jöklana með nokkurra daga eða vikna millibili og fylgjast með breytingum ísskriðsins í tíma og rúmi. Íslensku jöklarnir bjóða upp á einstætt tækifæri til þess að beita þessari nýju tækni. Margvísleg gögn eru tiltæk úr fyrri rannsóknum, auðvelt aðgengi er að jöklunum til mælinga, og jökulhlaup og framhlaup, sem reglulega verða í jöklunum, bjóða upp á fjölmörg áhugaverð rannsóknarefni. Evrópsku Copernicus Sentinel-1 gervitunglin hafa tekið radarmyndir af Íslandi á 6 eða 12 daga fresti síðan haustið 2014.
Hliðrunargreiningu hefur verið beitt til þess að greina skriðhraða jökla hér á landi í íslensk–austurrísku rannsóknarverkefni sem stutt er af Rannís. Hliðstæð greining hefur verið unnin fyrir ísbreiður Grænlands og Suðurskautslandsins og ýmsa aðra jökla jarðar á síðustu árum. Meðalskriðhraði íslensku jöklanna samkvæmt frumniðurstöðum þessara rannsókna er langmestur um miðbik og neðarlega í skriðjöklum sem spanna mikið hæðarbil á landsvæðum þar sem mikil úrkoma fellur. Þar getur hraðinn verið 400–800 metrar á ári þar sem hann er mestur á Skeiðarárjökli, Breiðamerkurjökli og Kötlujökli.
Hraðinn er einnig tiltölulega mikill á skriðjöklum Öræfajökuls og á skriðjöklum í suðaustanverðum Vatnajökli, mun meiri en á stóru skriðjöklunum í norðanog vestanverðum Vatnajökli. Þar mælist hraðinn víða nokkrir tugir metra á ári og upp í 50–100 metra á ári og svipaður hraði mælist á jöklum á miðhálendinu og á Vesturlandi og Vestfjörðum. Einnig má sjá að jökulísinn skriður mjög hægt í grennd við ísaskil og víðast nærri jöðrum jöklanna.
Hliðrunargreiningin gefur ekki alltaf fullnægjandi niðurstöður fyrir blautan vetrarsnjó að vor- og sumarlagi eða fyrir jökulís á sprungulitlum leysingarsvæðum að sumri. Greiningin gengur hins vegar oftast vel fyrir kaldan vetrarsnjó og fyrir leysingarsvæði þar sem nokkuð er um sprungur. ... See MoreSee Less
1 CommentComment on Facebook
Myndin sýnir meðaltal skriðhraða íslenskra jökla frá nóvember 2014 til desember 2020, á grundvelli hliðrunargreiningar á radarmyndum Copernicus Sentinel-1A/B gervi- tunglanna. Jökuljaðrar um það bil árið 2000 eru með hvítri línu. Bakgrunnsskygging er byggð á leysikortum af jöklunum frá 2007–2013 (Jóhannesson o.fl., 2013) og landlíkani af Íslandi frá Landmælingum Íslands.