Síðan 1950

Jöklarannsóknafélag­ Íslands

Markmið félagsins er að stuðla að jöklarannsóknum og ferðalögum á jöklum landsins, gefa út tímaritið Jökul, ásamt fréttabréfi og gangast fyrir fræðandi fyrirlestrum og myndasýningum.

Jöklarannsóknafélag­ Íslands

Fréttir og tilkynningar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Photos from 66°Norður's post ... See MoreSee Less

Image attachmentImage attachment+3Image attachment

Á síðasta ári hófst samstarf Jöklarannsóknafélagsins Íslands við James Balog ljósmyndara sem rak verkefnið Extreme Ice Survey (EIS) til margra ára. Hér á landi setti hann upp myndavélar við Sólheimajökul og Svínafellsjökul sem teknar voru niður vorið 2022.

Unnið hefur verið að því að velja ákveðna staði og sjónarhorn til þess að halda áfram að skrásetja breytingar á jöklum með þátttöku almennings og vísindafólks, m.a. þar sem EIS myndavélarnar voru staðsettar.

Úr varð framhaldsverkefnið Extreme Ice Survey Iceland (EISI) en verkefnið hefur enn ekki fengið íslenskt heiti. Markmið verkefnisins er að safna ljósmyndum í aðgengilegan gagnabanka um breytingar á íslenskum jöklum næstu 100 árin og miðla þeim upplýsingum til almennings. Hugmyndafræðin er að gögn verkefnisins skapi sjónræna arfleifð til framtíðar og séu viðbót við hefðbundnar sporðamælingar félagsins.

Verkefnið er tvíþætt, annars vegar verða settar upp sérsmíðaðar sjónskífur með símastatífi á fjölförnum aðgengilegum stöðum með góðu útsýni yfir jökulinn. Hins vegar verða settir upp einfaldir sérsmíðaðir þrífætur sem hægt er að festa myndavél á og taka ljósmynd frá sama sjónarhorni á stöðum. Efnt verður til samstarfs við leiðsögumenn, landverði, ljósmyndara og fleiri til þess að taka myndir frá þessum stöðum sem ekki eru í alfaraleið.

Búið er að hanna tvær sjónskífur og Málmsteypan Hella tók að sér að smíða og útfæra sjónskífurnar en þær eru steyptar úr kopar. Hér má sjá myndir af þessari listasmíð en sérstök sjónskífa er smíðuð fyrir hvern stað og á henni má sjá einfalt kort af svæðinu með útlínum jökulsins á mismunandi tímum. Stefnt er að uppsetningu á þessum tveim skífum í haust við Skaftafellsjökul og Skálafellsjökul í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarður - Vatnajökull National Park og landeigendur.

Samhliða sjónskífunum verða sett upp skilti fyrir ferðalanga með upplýsingum um viðkomandi jökul og verkefnið sjálft með vísun í heimasíðu verkefnisins. Þátttakendur senda myndirnar með QR kóða eða tölvupósti og verða þær hluti af mikilvægum gagnabanka um jöklabreytingar.

Fyrir ljósmyndastaðina þar sem er einfaldur þrífótur fyrir myndavél eða einungis skilgreind GPS hnit verður útbúinn leiðbeiningabæklingur með gönguleiðinni að tilteknum ljósmyndastað, sögulegri ljósmynd, GPS staðsetningu og auk fleiri atriða sem auðveldar þátttöku. Til viðbótar er gert ráð fyrir drónamyndatökum á þeim stöðum þar sem ekki fæst sýn yfir jökulinn af landi.

Stefnt er að því að á næstu árum verði reistar 4-6 sjónskífur og nokkrir tugir ljósmyndastaða sem áhugasamir þátttakendur geta heimsótt og tekið þátt í að skrásetja þær breytingar sem við sjáum á jöklunum okkar.

Hægt er að kynna sér verkefnið nánar af upptöku frá því í vor, þegar verkefnið var kynnt: www.youtube.com/watch?v=rEdgBtI_5JI
... See MoreSee Less

Á síðasta ári hófst samstarf Jöklarannsóknafélagsins Íslands við James Balog ljósmyndara sem rak verkefnið Extreme Ice Survey (EIS) til margra ára. Hér á landi setti hann upp myndavélar við Sólheimajökul og Svínafellsjökul sem teknar voru niður vorið 2022.

Unnið hefur verið að því að velja ákveðna staði og sjónarhorn til þess að halda áfram að skrásetja breytingar á jöklum með þátttöku almennings og vísindafólks, m.a. þar sem EIS myndavélarnar voru staðsettar. 

Úr varð framhaldsverkefnið Extreme Ice Survey Iceland (EISI) en verkefnið hefur enn ekki fengið íslenskt heiti. Markmið verkefnisins er að safna ljósmyndum í aðgengilegan gagnabanka um breytingar á íslenskum jöklum næstu 100 árin og miðla þeim upplýsingum til almennings. Hugmyndafræðin er að gögn verkefnisins skapi sjónræna arfleifð til framtíðar og séu viðbót við hefðbundnar sporðamælingar félagsins.  

Verkefnið er tvíþætt, annars vegar verða settar upp sérsmíðaðar sjónskífur með símastatífi á fjölförnum aðgengilegum stöðum með góðu útsýni yfir jökulinn. Hins vegar verða settir upp einfaldir sérsmíðaðir þrífætur sem hægt er að festa myndavél á og taka ljósmynd frá sama sjónarhorni á stöðum. Efnt verður til samstarfs við leiðsögumenn, landverði, ljósmyndara og fleiri til þess að taka myndir frá þessum stöðum sem ekki eru í alfaraleið. 

Búið er að hanna tvær sjónskífur og Málmsteypan Hella  tók að sér að smíða og útfæra sjónskífurnar en þær eru steyptar úr kopar. Hér má sjá myndir af þessari listasmíð en sérstök sjónskífa er smíðuð fyrir hvern stað og á henni má sjá einfalt kort af svæðinu með útlínum jökulsins á mismunandi tímum. Stefnt er að uppsetningu á þessum tveim skífum í haust við Skaftafellsjökul og Skálafellsjökul í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarður - Vatnajökull National Park og landeigendur. 

Samhliða sjónskífunum verða sett upp skilti fyrir ferðalanga með upplýsingum um viðkomandi jökul og verkefnið sjálft með vísun í heimasíðu verkefnisins. Þátttakendur senda myndirnar með QR kóða eða tölvupósti og verða þær hluti af mikilvægum gagnabanka um jöklabreytingar.

Fyrir ljósmyndastaðina þar sem er einfaldur þrífótur fyrir myndavél eða einungis skilgreind GPS hnit verður útbúinn leiðbeiningabæklingur með gönguleiðinni að tilteknum ljósmyndastað, sögulegri ljósmynd, GPS staðsetningu og auk fleiri atriða sem auðveldar þátttöku. Til viðbótar er gert ráð fyrir drónamyndatökum á þeim stöðum þar sem ekki fæst sýn yfir jökulinn af landi.

Stefnt er að því að á næstu árum verði reistar 4-6 sjónskífur og nokkrir tugir ljósmyndastaða sem áhugasamir þátttakendur geta heimsótt og tekið þátt í að skrásetja þær breytingar sem við sjáum á jöklunum okkar. 

Hægt er að kynna sér verkefnið nánar af upptöku frá því í vor, þegar verkefnið var kynnt: https://www.youtube.com/watch?v=rEdgBtI_5JIImage attachmentImage attachment+Image attachment

1 CommentComment on Facebook

Spennandi verkefni 🙏

Ragnar Heiðar Þrastarson jöklamælingamaður er í story hjá okkur í dag að sýna úr árlegri ferð sinni á Hornstrandir og segja frá sporðamælingum á Drangajökli. Ragnar er þriðja kynslóð mælingamanna í Reykjarfirði þangað sem hann rekur ættir sínar en fjölskyldumeðlimir hafa mælt hop og framgang Reykjarfjarðarjökuls í yfir 75 ár. Efnið má líka finna í highlights. ... See MoreSee Less

Ragnar Heiðar Þrastarson jöklamælingamaður er í story hjá okkur í dag að sýna úr árlegri ferð sinni á Hornstrandir og  segja frá sporðamælingum á Drangajökli. Ragnar er þriðja kynslóð mælingamanna í Reykjarfirði þangað sem hann rekur ættir sínar en fjölskyldumeðlimir hafa mælt hop og framgang Reykjarfjarðarjökuls í yfir 75 ár. Efnið má líka finna í highlights.

Minningarorð

Halldór Ólafsson, heiðursfélagi í Jöklarannsóknafélaginu, lést 20. september síðastliðinn, 86 ára að aldri. Hann vann lengi sem tæknimaður við Norrænu Eldfjallastöðina og Jarðvísindastofnun Háskólans.

Halldór fæddist í Reykjavík 22. júlí 1937. Hann lauk námi í rennismíði við Iðnskólanum í Reykjavík árið 1959 og starfaði síðan hjá Olíuverslun Íslands þar til hann var ráðinn til Norrænu Eldfjallastöðvarinnar, við stofnun hennar árið 1973. Halldór missti foreldra sína fyrir tvítugt. Eftir lát þeirra tók Jón Eyþórsson veðurfræðingur Halldór undir sinn verndarvæng og innritaði hann m.a. í Jöklarannsóknafélagið að honum forspurðum, árið 1955. Halldór kynntist þar Sigurði Þórarinssyni og gerðist aðstoðarmaður hans við öskulagarannsóknir samhliða starfi sínu hjá Olíuversluninni, við ýmsa verkstæðisvinnu og að setja upp bensínstöðvar og að leggja olíuleiðslur vítt og breytt um landið.

Halldór var náttúruunnandi og mikill útivistarmaður, virkur félagi í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og fór í vetrarferðir á skíðum yfir landið með félögum sínum úr Jöklarannsóknafélaginu. Hann fór í sína fyrstu vorferð 1957, þegar gamli skálinn var reistur á Grímsfjalli. Hann vann einnig að uppsetningu nýja skálans á Grímsfjalli í vorferðinni 1987 og tók virkan þátt í starfi og ferðum á vegum félagsins. Nýverið lét Halldór félagið fá afrit af ljósmyndum sínum og varpa þær m.a. ljósi á fyrstu vorferðir félagsins á Vatnajökul.

Halldór var mikill hagleikssmiður. Hann hannaði ýmis mælitæki til landmælinga og þróaði með raftæknimönnum Eldfjallastöðvarinnar og Raunvísindastofnunar nákvæman segulhallamælir m.a. til eftirlits með landhæðarbreytingum í Kröfluumbrotunum. Halldór vann einnig við uppsetningu hallamæla við Pozzuoli á Ítalíu, í Lúxemborg og á Azoreyjum. Fyrir utan að verka lykilmaður í útivinnu á vegum Norrænu Eldfjallastöðvarinnar, aðstoðaði Halldór við erfiðar feltferðir á vegum Raunvísindastofnunar; bjó í tjaldi við Sandmúla í Gjástykki með Páli Einarssyni í tvær vikur vorið 1977 vegna vöktunar Kröflu, því það þurfti að skipta um blöð á jarðskjálftamælunum daglega. Reynsla Halldórs í jöklaferðum kom sér og vel í jarðskjálftamælingum í Öskju sumarið 1989, bylgjubrotsmælingum yfir Mýrdalsjökul í júní 1991 og endurkastsmælingum í Kröflu um páska 1993.

Halldór var maður kvæða og sagna, söngmaður og kunni vel að segja frá. Hann gaf út bók nú á vordögum: Hormóni og fleira fólk. Missannar sögur frá síðustu öld. Þar eru margar skondnar frásagnir, m.a. úr ferðum Jöklarannsóknafélagsins fyrr á tíð. Að öðrum ólöstuðum átti Halldór mestan þátt í að varðveita og hlúa að þeim menningararfi sem falinn er í söngtextum og ljóðum Sigurðar Þórarinssonar, en margir textanna voru ortir í Vatnajökulsferðum og fjalla um jöklafólk. Þá var hann lykilmaður í gerð geisladisksins Kúnstir náttúrunnar sem kom út í tilefni því að 100 ár voru liðin frá fæðingu Sigurðar Þórarinssonar.

Við minnumst Halldórs Ólafssonar og starfa hans í þágu
Jöklarannsóknafélagsins og vottum aðstandendum innilega samúð.
... See MoreSee Less

Minningarorð

Halldór Ólafsson, heiðursfélagi í Jöklarannsóknafélaginu, lést 20. september síðastliðinn, 86 ára að aldri.  Hann vann lengi sem tæknimaður við Norrænu Eldfjallastöðina og Jarðvísindastofnun Háskólans.

Halldór fæddist í Reykjavík 22. júlí 1937. Hann lauk námi í rennismíði við Iðnskólanum í Reykjavík árið 1959 og starfaði síðan hjá Olíuverslun Íslands þar til hann var ráðinn til Norrænu Eldfjallastöðvarinnar, við stofnun hennar árið 1973. Halldór missti foreldra sína fyrir tvítugt. Eftir lát þeirra tók Jón Eyþórsson veðurfræðingur Halldór undir sinn verndarvæng og innritaði hann m.a. í Jöklarannsóknafélagið að honum forspurðum, árið 1955. Halldór kynntist þar Sigurði Þórarinssyni og gerðist aðstoðarmaður hans við öskulagarannsóknir samhliða starfi sínu hjá Olíuversluninni, við ýmsa verkstæðisvinnu og að setja upp bensínstöðvar og að leggja olíuleiðslur vítt og breytt um landið. 

Halldór var náttúruunnandi og mikill útivistarmaður, virkur félagi í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og fór í vetrarferðir á skíðum yfir landið með félögum sínum úr Jöklarannsóknafélaginu. Hann fór í sína fyrstu vorferð 1957, þegar gamli skálinn var reistur á Grímsfjalli. Hann vann einnig að uppsetningu nýja skálans á Grímsfjalli í vorferðinni 1987 og tók virkan þátt í starfi og ferðum á vegum félagsins. Nýverið lét Halldór félagið fá afrit af ljósmyndum sínum og varpa þær m.a. ljósi á fyrstu vorferðir félagsins á Vatnajökul.

Halldór var mikill hagleikssmiður. Hann hannaði ýmis mælitæki til landmælinga og þróaði með raftæknimönnum Eldfjallastöðvarinnar og Raunvísindastofnunar nákvæman segulhallamælir m.a. til eftirlits með landhæðarbreytingum í Kröfluumbrotunum. Halldór vann einnig við uppsetningu hallamæla við Pozzuoli á Ítalíu, í Lúxemborg og á Azoreyjum. Fyrir utan að verka lykilmaður í útivinnu á vegum Norrænu Eldfjallastöðvarinnar, aðstoðaði Halldór við erfiðar feltferðir á vegum Raunvísindastofnunar; bjó í tjaldi við Sandmúla í Gjástykki með Páli Einarssyni í tvær vikur vorið 1977 vegna vöktunar Kröflu, því það þurfti að skipta um blöð á jarðskjálftamælunum daglega.  Reynsla Halldórs í jöklaferðum kom sér og vel í jarðskjálftamælingum í Öskju sumarið 1989, bylgjubrotsmælingum yfir Mýrdalsjökul í júní 1991 og endurkastsmælingum í Kröflu um páska 1993.

Halldór var maður kvæða og sagna, söngmaður og kunni vel að segja frá. Hann gaf út bók nú á vordögum: Hormóni og fleira fólk. Missannar sögur frá síðustu öld.  Þar eru margar skondnar frásagnir, m.a. úr ferðum Jöklarannsóknafélagsins fyrr á tíð.  Að öðrum ólöstuðum átti Halldór mestan þátt í að varðveita og hlúa að þeim menningararfi sem falinn er í söngtextum og ljóðum Sigurðar Þórarinssonar, en margir textanna voru ortir í Vatnajökulsferðum og fjalla um jöklafólk.  Þá var hann lykilmaður í gerð geisladisksins Kúnstir náttúrunnar sem kom út í tilefni því að 100 ár voru liðin frá fæðingu Sigurðar Þórarinssonar. 

Við minnumst Halldórs Ólafssonar og starfa hans í þágu 
Jöklarannsóknafélagsins og vottum aðstandendum innilega samúð.Image attachmentImage attachment+Image attachment
Load more

Velkomin á Jöklavefsjá 

Jöklavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands. Hún birtir mælingar og yfirlit um rannsóknir og breytingar á íslenskum jöklum. Hægt er að nálgast mæligögn og athuganir sem safnað er með reglubundnum hætti af innlendum stofnunum, fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Ritstjórn jöklavefsjárinnar uppfærir gagnasafnið jafnharðan og nýjar mælingar eru gerðar.

Jöklavefsjá

Skráning í  félagið – Join us

Til að ganga í félagið, getur þú fyllt út formið hér til hliðar.

Félagsaðild árið 2022 kostar kr. 8000,- á ári og fylgir henni eintak af Jökli, fagtímariti Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands. Árgjald fyrir námsmenn og fjölskyldufélaga er kr. 4000,-.

To join the club, you can fill out the form.

Membership in 2022 costs ISK. 8000 per year and is accompanied by a copy of Jökull, a professional journal of the Icelandic Glaciological Society and the Icelandic Geological Society. The annual fee for students and family members is ISK 4000, -.

Styrkja Jörfa – Contribute

 

Styrktar reikningur Kt. 670169-3839 Nr. 515-14-102002

Fill out my online form.