Síðan 1950

Jöklarannsóknafélag­ Íslands

Markmið félagsins er að stuðla að jöklarannsóknum og ferðalögum á jöklum landsins, gefa út tímaritið Jökul, ásamt fréttabréfi og gangast fyrir fræðandi fyrirlestrum og myndasýningum.

Jöklarannsóknafélag­ Íslands

Fréttir og tilkynningar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Á döfinni næstu misserin hjá JÖRFÍ - mailchi.mp/affad8648e90/vorfer-jrf-17980741 ... See MoreSee Less

Á döfinni næstu misserin hjá JÖRFÍ - https://mailchi.mp/affad8648e90/vorfer-jrf-17980741

Minnum á sumarferð JÖRFÍ í Þakgil um næstu helgi - mailchi.mp/f20592043114/vorfer-jrf-17979621 ... See MoreSee Less

Minnum á sumarferð JÖRFÍ í Þakgil um næstu helgi - https://mailchi.mp/f20592043114/vorfer-jrf-17979621

Stór áfangi náðist á dögunum í samstarfsverkefni JÖRFÍ og ljósmyndarans James Balog, sem ber heitið „Jöklasýn“ eða Extreme Ice Survey Iceland (EISI), þegar tvær sjónskífur voru reistar við sunnanverðan Vatnajökul. Önnur sjónskífan er staðsett á Sjónarnípu á Skaftafellsheiði með útsýni yfir Skaftafellsjökul og hin er rétt við veginn upp í Jöklasel, norðan við Þormóðarhnútu með útsýni yfir Skálafellsjökul.

Sjónskífurnar eru með einföldu yfirlitskorti af jöklinum og útlínum hans á mismunandi tímum og sérstöku statífi sem sími er lagður í þannig að sama sjónarhorn fáist þegar mynd er tekin. Auk þess eru á skífunni hvatningarorð rituð af Andra Snæ Magnasyni til að vekja athygli á þeim jöklabreytingum sem hafa orðið og eru að eiga sér stað á Ísland og um allan heim. Sjónskífurnar eru mikil listasmíð en þær eru úr brons og smíðaðar af Málmsteypan Hella. Samhliða uppsetningu á sjónskífunum voru sett upp upplýsingaskilti með samanburðarmyndum af viðkomandi jökli og leiðbeiningum um hvernig gestir geta tekið þátt í verkefninu.

Á undanförnum 2 árum hefur verið unnið að því að velja ákveðna staði og sjónarhorn til þess að skrásetja breytingar á jöklum með þátttöku almennings og vísindafólks. Markmið verkefnisins er að safna ljósmyndum í aðgengilegan gagnabanka um breytingar á íslenskum jöklum næstu 100 árin og miðla þeim upplýsingum til almennings. Hugmyndafræðin er að gögn verkefnisins skapi sjónræna arfleifð til framtíðar og eru viðbót við hefðbundnar jökulsporðamælingar félagsins. Lesa má nánar um verkefnið hér: jokull.jorfi.is/articles/jokull2023.73/jokull2023.73.099o.pdf, eisi.jorfi.is/ og www.youtube.com/watch?v=rEdgBtI_5JI


An important milestone was reached within EISI, the co-operative project between of JÖRFÍ and James Balog, was reached a few days ago when two view discs (toposcopes) were installed by two outlet glaciers of southern Vatnajökull. They are located at Sjónarsker in Skaftafellsheiði with a view towards Skaftafellsjökull and right next to the road up to Jöklasel, north of mt. Þormóðarhnúta with a view towards Skálafellsjökull. The toposcopes are made out of bronze and designed and manufactured at Málmsteypan Hella. The toposcopes have a simple topographic map with glacier outlines from various times and a specific phone cradle in order to take photographs with the same angle. Additionally there is an encouraging message to visitors, written by Andri Snær Magnason, about glacier changes that are taking place. Next to the toposcopes are information signs with repeat photographs and instructions for visitors on how to participate in the project.

For the last 2 years specific locations have been chosen to document glacier changes through the camera lense. The goal is to document and communicate about glacier changes and provide an accessible photo archive, organized in a chronological and geographic continuum. Citizens and scientists now team up to continue this visual legacy for centuries to come and is an addition to the traditional glacier termini measurements of JÖRFÍ. More information about the project can be found here jokull.jorfi.is/articles/jokull2023.73/jokull2023.73.099o.pdf, eisi.jorfi.is/ and www.youtube.com/watch?v=rEdgBtI_5JI
... See MoreSee Less

Stór áfangi náðist á dögunum í samstarfsverkefni JÖRFÍ og ljósmyndarans James Balog, sem ber heitið „Jöklasýn“ eða Extreme Ice Survey Iceland (EISI), þegar tvær sjónskífur voru reistar við sunnanverðan Vatnajökul. Önnur sjónskífan er staðsett á Sjónarnípu á Skaftafellsheiði með útsýni yfir Skaftafellsjökul og hin er rétt við veginn upp í Jöklasel, norðan við Þormóðarhnútu með útsýni yfir Skálafellsjökul. 

Sjónskífurnar eru með einföldu yfirlitskorti af jöklinum og útlínum hans á mismunandi tímum og sérstöku statífi sem sími er lagður í þannig að sama sjónarhorn fáist þegar mynd er tekin. Auk þess eru á skífunni hvatningarorð rituð af Andra Snæ Magnasyni til að vekja athygli á þeim jöklabreytingum sem hafa orðið og eru að eiga sér stað á Ísland og um allan heim. Sjónskífurnar eru mikil listasmíð en þær eru úr brons og smíðaðar af Málmsteypan Hella.  Samhliða uppsetningu á sjónskífunum voru sett upp upplýsingaskilti með samanburðarmyndum af viðkomandi jökli og leiðbeiningum um hvernig gestir geta tekið þátt í verkefninu.
 
Á undanförnum 2 árum hefur verið unnið að því að velja ákveðna staði og sjónarhorn til þess að skrásetja breytingar á jöklum með þátttöku almennings og vísindafólks. Markmið verkefnisins er að safna ljósmyndum í aðgengilegan gagnabanka um breytingar á íslenskum jöklum næstu 100 árin og miðla þeim upplýsingum til almennings. Hugmyndafræðin er að gögn verkefnisins skapi sjónræna arfleifð til framtíðar og eru viðbót við hefðbundnar jökulsporðamælingar félagsins. Lesa má nánar um verkefnið hér: https://jokull.jorfi.is/articles/jokull2023.73/jokull2023.73.099o.pdf, http://eisi.jorfi.is/ og https://www.youtube.com/watch?v=rEdgBtI_5JI
 
 
An important milestone was reached within EISI, the co-operative project between of JÖRFÍ and James Balog, was reached a few days ago when two view discs (toposcopes) were installed by two outlet glaciers of southern Vatnajökull. They are located at Sjónarsker in Skaftafellsheiði with a view towards Skaftafellsjökull and right next to the road up to Jöklasel, north of mt. Þormóðarhnúta with a view towards Skálafellsjökull. The toposcopes are made out of bronze and designed and manufactured at Málmsteypan Hella. The toposcopes have a simple topographic map with glacier outlines from various times and a specific phone cradle in order to take photographs with the same angle. Additionally there is an encouraging message to visitors, written by Andri Snær Magnason, about glacier changes that are taking place. Next to the toposcopes are information signs with repeat photographs and instructions for visitors on how to participate in the project.
 
For the last 2 years specific locations have been chosen to document glacier changes through the camera lense. The goal is to document and communicate about glacier changes and provide an accessible photo archive, organized in a chronological and geographic continuum. Citizens and scientists now team up to continue this visual legacy for centuries to come and is an addition to the traditional glacier termini measurements of JÖRFÍ. More information about the project can be found here https://jokull.jorfi.is/articles/jokull2023.73/jokull2023.73.099o.pdf, http://eisi.jorfi.is/ and https://www.youtube.com/watch?v=rEdgBtI_5JIImage attachmentImage attachment+Image attachment

3 CommentsComment on Facebook

Love this project and well done but bitter sweet what it will capture.

Vá en flott til hamingju og takk fyrir!

Glæsilegt framtak.

Sumarferð JÖRFÍ í Þakgil - mailchi.mp/b2c6e826035c/vorfer-jrf-17978973 ... See MoreSee Less

Sumarferð JÖRFÍ í Þakgil - https://mailchi.mp/b2c6e826035c/vorfer-jrf-17978973

Vorferð JÖRFÍ 2024

Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands var farin 8.-14. júní síðastliðinn. Upphaflegt plan var að fara á jökul 31.maí-7. júní en röð veðurviðvaranna varð til þess að ferðinni var ítrekað frestað. Farið var um Skálafellsjökul en á leiðinni austur stoppaði vorferðin í Skaftárstofu hjá Vatnajökulsþjóðgarður - Vatnajökull National Park og leit við á sýningu Þjóðgarðsins um Vorferð Jöklarannsóknafélagsins.

Vorferðar vikan reyndist vera sú veðursælasta í langan tíma en fystu fjóra dagana var heiðskírt og sól um allan jökul en svo tóku við tveir hálfir dagar með lítillega lakara veðri. Slíkt góðviðri varð til þess að öllum verkefnum var hægt að sinna víða um jökulinn, frá Hamrinum í vestri, Kverkfjalla í norðri, austur til Goðahnjúka, og allt þar á milli.

Hefðbundin verkefni voru unnin, svo sem afkomuborun í Grímsvötnum, Kverkfjöllum og Bárðarbungu auk þess sem hefðbundið mælaviðhald átti sér stað, m.a. á veðurstöðvum, jarðskjálftamælistöðvum og GPS stöðvum víða um jökulinn sem reknar eru af Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans og Landsvirkjun.

Snjókjarnar til plastsýnatöku voru teknir, en sýnatakan er hluti af verkefni sem unnið er við Háskólann í Reykjavík og drónamyndatökur af Grímsfjalli voru gerðar til jarðfræðikortlagningar.

Gasmælingar voru gerðar í kötlum Bárðarbungu og á Saltaranum og sett voru upp ljósmyndastatíf í Jöklasýn ljósmyndaverkefni JÖRFÍ og endurgerðar nokkrar sögulegar ljósmyndir, m.a. úr vorferðum á 6. og 7. áratugnum. Sett voru upp viðmiðunarmerki á jökulskerjum víðs vegar um jökulinn á vegum Landmælinga Íslands en stefnt er að loftmyndatöku af öllu landinu á næstu misserum, en merkin nýtast til að sannreyna og kvarða myndatökuna.

Íssjármælingar eru fastur liður í vorferð en gerðar voru mælingar af botni jökulsins við útfall Grímsvatna og í Bárðarbungu til að auka á þekkingu á ferðaleiðum vatns við jökulbotn á þessum svæðum. Mynd í færslunni sýnir hversu umfangsmikið mælinet íssjármælinga í raun og veru getur verið.

Ýmsum verkefnum á Grímsfjalli var einnig sinnt, m.a. áfyllingu á eldsneyti, Valdabotnar voru tæmdir, snjó og ís mokað frá húsum, þrifið og tekið til og viðhaldi sinnt á veðurstöð á fjallinu. Tekin voru mál af brotnum rúðum og fleiru til þess að undirbúa viðhaldsferð á fjallið seinna í sumar.

Í viðhengi eru myndir úr ferðinni sem gefa góða innsýn í vorferðina og þau fjölbreyttu verkefni sem unnin eru.
... See MoreSee Less

Vorferð JÖRFÍ 2024

Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands var farin 8.-14. júní síðastliðinn. Upphaflegt plan var að fara á jökul 31.maí-7. júní en röð veðurviðvaranna varð til þess að ferðinni var ítrekað frestað. Farið var um Skálafellsjökul en á leiðinni austur stoppaði vorferðin í Skaftárstofu hjá Vatnajökulsþjóðgarður - Vatnajökull National Park og leit við á sýningu Þjóðgarðsins um Vorferð Jöklarannsóknafélagsins. 

Vorferðar vikan reyndist vera sú veðursælasta í langan tíma en fystu fjóra dagana var heiðskírt og sól um allan jökul en svo tóku við tveir hálfir dagar með lítillega lakara veðri. Slíkt góðviðri varð til þess að öllum verkefnum var hægt að sinna víða um jökulinn, frá Hamrinum í vestri, Kverkfjalla í norðri, austur til Goðahnjúka, og allt þar á milli. 

Hefðbundin verkefni voru unnin, svo sem afkomuborun í Grímsvötnum, Kverkfjöllum og Bárðarbungu auk þess sem hefðbundið mælaviðhald átti sér stað, m.a. á veðurstöðvum, jarðskjálftamælistöðvum og GPS stöðvum víða um jökulinn sem reknar eru af Veðurstofa Íslands,  Jarðvísindastofnun Háskólans og Landsvirkjun.

Snjókjarnar til plastsýnatöku voru teknir, en sýnatakan er hluti af verkefni sem unnið er við Háskólann í Reykjavík og drónamyndatökur af Grímsfjalli voru gerðar til jarðfræðikortlagningar. 

Gasmælingar voru gerðar í kötlum Bárðarbungu og á Saltaranum og sett voru upp ljósmyndastatíf í Jöklasýn ljósmyndaverkefni JÖRFÍ og endurgerðar nokkrar sögulegar ljósmyndir, m.a. úr vorferðum á 6. og 7. áratugnum. Sett voru upp viðmiðunarmerki á jökulskerjum víðs vegar um jökulinn á vegum Landmælinga Íslands en stefnt er að loftmyndatöku af öllu landinu á næstu misserum, en merkin nýtast til að sannreyna og kvarða myndatökuna. 

Íssjármælingar eru fastur liður í vorferð en gerðar voru mælingar af botni jökulsins við útfall Grímsvatna og í Bárðarbungu til að auka á þekkingu á ferðaleiðum vatns við jökulbotn á þessum svæðum. Mynd í færslunni sýnir hversu umfangsmikið mælinet íssjármælinga í raun og veru getur verið. 

Ýmsum verkefnum á Grímsfjalli var einnig sinnt, m.a. áfyllingu á eldsneyti, Valdabotnar voru tæmdir, snjó og ís mokað frá húsum, þrifið og tekið til og viðhaldi sinnt á veðurstöð á fjallinu. Tekin voru mál af brotnum rúðum og fleiru til þess að undirbúa viðhaldsferð á fjallið seinna í sumar. 

Í viðhengi eru myndir úr ferðinni sem gefa góða innsýn í vorferðina og þau fjölbreyttu verkefni sem unnin eru.Image attachmentImage attachment+Image attachment
1 month ago
Jöklarannsóknafélag Íslands Iceland Glaciological Society

... See MoreSee Less

Afkomumælingar á Mýrdalsjökul vorið 2024 - mailchi.mp/3c9540ff5d1c/vorfer-jrf-17970741 ... See MoreSee Less

Afkomumælingar á Mýrdalsjökul vorið 2024 - https://mailchi.mp/3c9540ff5d1c/vorfer-jrf-17970741

1 CommentComment on Facebook

Ha? Gamli Jöklarauður vorið 2024?

Góðir gestir á Fjallinu um helgina. ... See MoreSee Less

Góðir gestir á Fjallinu um helgina.Image attachmentImage attachment+Image attachment

Vorfundur JÖRFÍ 9.apríl 2024 - mailchi.mp/d2b0c02e478c/vorfer-jrf-17968274 ... See MoreSee Less

Vorfundur JÖRFÍ 9.apríl 2024 - https://mailchi.mp/d2b0c02e478c/vorfer-jrf-17968274
Load more

Velkomin á Jöklavefsjá 

Jöklavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands. Hún birtir mælingar og yfirlit um rannsóknir og breytingar á íslenskum jöklum. Hægt er að nálgast mæligögn og athuganir sem safnað er með reglubundnum hætti af innlendum stofnunum, fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Ritstjórn jöklavefsjárinnar uppfærir gagnasafnið jafnharðan og nýjar mælingar eru gerðar.

Jöklavefsjá

Skráning í  félagið – Join us

Til að ganga í félagið, getur þú fyllt út formið hér til hliðar.

Félagsaðild árið 2024 kostar kr. 8100,- á ári og fylgir henni eintak af Jökli, fagtímariti Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands. Árgjald fyrir námsmenn og fjölskyldufélaga er kr. 4100,-.

To join the club, you can fill out the form.

Membership in 2024 costs ISK. 8100 per year and is accompanied by a copy of Jökull, a professional journal of the Icelandic Glaciological Society and the Icelandic Geological Society. The annual fee for students and family members is ISK 4100, -.

Styrkja Jörfa – Contribute

 

Styrktar reikningur Kt. 670169-3839 Nr. 515-14-102002

Fill out my online form.