Síðan 1950

Jöklarannsóknafélag­ Íslands

Markmið félagsins er að stuðla að jöklarannsóknum og ferðalögum á jöklum landsins, gefa út tímaritið Jökul, ásamt fréttabréfi og gangast fyrir fræðandi fyrirlestrum og myndasýningum.

Jöklarannsóknafélag­ Íslands

Fréttir og tilkynningar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
4 vikur síðan
Jöklarannsóknafélag Íslands Iceland Glaciological Society

Vorferð 2022

Vorverk Jöklarannsóknarfélagsins eru löngu hafin en einn liður í þeim er hin árlega vorferð á Vatnajökul en þá er gert út frá skálum félagsins á Grímsfjalli. Vorferð JÖRFÍ hefur verið farin nánast óslitin frá stofnun félagsins en er í ár tvískipt vegna mikillar ásóknar. Fyrri hópurinn lagði af staði í leiðangur á síðasta miðvikudag en seinni hlutinn skiptir nú á þriðjudaginn. Alls eru rúmlega 50 manns sem taka þátt í vorferðinni í ár og leysa hin ýmsu verkefni en m.a. er viðhaldi hinna ýmsu mælitækja sem vakta jökulinn sinnt, settir eru út ýmiss mælitæki og gerðar GPS mælingar, nokkrar afkomuholur eru boraðar og svo stendur til að taka upp efni vegna þáttargerðar. Bæði erlendir og innlendir vísindamenn taka þátt auk þess að almennt félagsfólk skipar stórann sess.

Veðrið hefur heldur betur leikið við fyrri hópinn sem sendi þessar mögnuðu myndir í bæinn í gær þegar hópurinn var í vinnu í Kverkfjöllum og komst í símasamband. Við látum myndirnar tala sínu máli.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi félagsins er bent á afmælissýningu JÖRFÍ í Dropanum í Perlunni í samstarfi við Náttúruminjasafn Ísla en þar er m.a. fjallað um vorferð.
... Sjá meiraSjá minna

Afkomuferð á Mýrdalsjökul vorið 2022

Sunnudaginn 22. Maí fór tæplega 30 manna hópur til mælinga á vetrarafkomu Mýrdalsjökuls. Lagt var snemma af stað úr Reykjavík og ekið leið sem liggur að Sólheimahjáleigu og þaðan upp á jökulrönd. Eftir stutt stopp við jökulrönd til að raða fólki í tæki og bíla lagði leiðangurinn af stað. Verkefnið var að mæla 3 afkomupunkta sem mældir hafa verið á annan áratug, koma upp einni veðurstöð, sem gefur rauntímamat á orkubúskap jökulsins, og aka nokkrar sniðlínur með íssjá.

Borun gekk hægt en almennt vel enda eru afkomuholur að vori á Mýrdalsjökli með þeim dýpri sem boraðar eru á Íslandi. Dýpst var borað um 18.5 m en árlagið var á milli 10.5 til 14.5 m dýpi þetta árið, sem er nærri meðaltali. Nánar má skoða eldri afkomugögn fyrir Mýrdalsjökul á nýlegri jöklavefjá, www.islenskirjoklar.is

Færið var almennt frekar þungt fyrir bíla enda búin að vera hlýtt það sem af er maí mánuði. Nýr bíll Jöklarannsóknarfélagsins var í sinni fyrstu ferð á jökul og stóð sig með eindæmum vel. Hann getur flutt 9 farþegar þegar öll sæti eru tekin og er með stórum palli til flutninga á tækjum og tólum. Með í för voru líka vélsleðar og íssjá Jarðvísindastofnunar en þar á bæ er mikill áhugi á breytingum á botni jökulsins.

Ekki er hægt að segja annað en veðurguðirnir hafi verið með hópnum í liði en nánast heiðskýrt, logn og sól var allan tímann en réttast er að láta myndirnar tala sínu máli. Hópurinn kom niður af jökli um kvöldmatarleyti og ók til baka til Reykjavíkur með ísstoppi á Hvolsvelli.
... Sjá meiraSjá minna

Jöklarannsóknafélag Íslands (JÖRFÍ) og 66°Norður gengu til samstarfs á síðasta ári með það að markmiði að standa vörð um íslensku jöklana með því að mæla afkomu þeirra og stuðla að aukinni vitundarvakningu um breytingarnar sem eru að eiga sér stað á þeim vegna hlýnunar andrúmslofts. Jöklarannsóknafélagið hefur sinnt mælingum á breytingum á stöðu jökulsporða undanfarin 90 ár en þær mælingar eru mikilvægt framlag til vöktunar umhverfisbreytinga sem nú eiga sér stað víða um heim vegna hlýnandi loftslags.

Í vor fékk félagið afhentan styrk frá 66° Norður, að upphæð 1,6 milljón króna en fjárhæðin er afrakstur 25% sölu í vefverslun á svokölluðum Jöklaföstudegi sem haldinn var þann 26.nóvember síðastliðinn. Styrkurinn verður nýttur til að mæla afkomu á smærri jöklum Suðurlands en sunnudaginn 24. apríl síðastliðinn fór Jöklarannsóknafélagið í Tindfjöll til afkomumælinga á Tindfjallajökli.

Jökullinn hefur verið sporðamældur í nokkur ár en afkomumælingar hafa ekki verið gerðar síðan um 1960. Finna má gögn um mælingar á vetrarsnjó á Tindfjallajökli frá 1953 og með stopulum hætti í nokkur ár þar á eftir. Mjög áhugavert verður að setja mælingar frá vorinu 2022 í samhengi við eldri mælingar.

Í ferðinni nú voru alls voru boraðar fimm afkomuholur til að mæla vetrarsnjó og stikur skildar eftir sem lesið verður á í haust, að sumri loknu. Þannig má meta hversu mikinn snjó og ís leysir yfir sumarið og leggja mat á heildarafkomu jökulsins, þ.e. hvort hann sé að tapa eða bæta við sig massa. Neðst á sporðum mældist rúmlega 3 m snjódýpt, sem í samhengi við aðra jökla er nokkuð mikið og efst á safnsvæði jökulsins var vetrarsnjóþykkt um 7 m. Stefnt er að því að þvera Tindfjallajökul í haust til að lesa af afkomustikunum en með því fæst heildstæð mynd af afkomu jökulsins.

Nánar má kynna sér sporða- og afkomumælingar sem gerðar hafa verið á íslenskum jöklum á nýrri jöklavefsjá, www.islenskirjoklar.is en þar má líka finna almennan fróðleik um afkomumælingar og hvernig þær eru gerðar. Einnig má finna mikinn fróðleik á heimasíðu Hörfandi Jökla sem Vatnajökulsþjóðgarður heldur úti, www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/svaedin/horfandi-joklar

Næstu verkefni félagsins eru m.a. afkomumælingar á Eyjafjalla- og Mýrdalsjökli og svo er vorferð félagsins á Vatnajökul um mánaðarmótin maí/júní. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi félagsins er bent á afmælissýningu JÖRFÍ í Dropanum í Perlunni í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands en þar er m.a. fjallað um vorferð.
... Sjá meiraSjá minna

Hlaða niður meira

Á döfinni

Júlí. Ferð í Þórsmörk

Endurgera 120 ára ljósmyndir af Tungnakvíslárjökli

12-14 ágúst. Sumarferð í Jökulheima

Slóðaskoðunarferð inn að Tungnaárjökli

26-28 ágúst. Ferð í tindfjöll

Lesa af afkomuvírum í samstarfi við 66° Norður

2-4 september. Ferð á eyjafjallajökul

Lesa af afkomuvírum í samstarfi við 66° Norður

25 október. Haustfundur

30 ára saga afkomumælinga á Vatnajökli

12 nóvember. Árshátíð

LOKSINS !

Velkomin á Jöklavefsjá 

Jöklavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands. Hún birtir mælingar og yfirlit um rannsóknir og breytingar á íslenskum jöklum. Hægt er að nálgast mæligögn og athuganir sem safnað er með reglubundnum hætti af innlendum stofnunum, fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Ritstjórn jöklavefsjárinnar uppfærir gagnasafnið jafnharðan og nýjar mælingar eru gerðar.

Jöklavefsjá

Skráning í  félagið – Join us

Til að ganga í félagið, getur þú fyllt út formið hér til hliðar.

Félagsaðild árið 2022 kostar kr. 7.800,- á ári og fylgir henni eintak af Jökli, fagtímariti Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands. Árgjald fyrir námsmenn og fjölskyldufélaga er kr. 3.900,-.

To join the club, you can fill out the form.

Membership in 2022 costs ISK. 7,800 per year and is accompanied by a copy of Jökull, a professional journal of the Icelandic Glaciological Society and the Icelandic Geological Society. The annual fee for students and family members is ISK 3.900, -.

Styrkja Jörfa – Contribute

 

Styrktar reikningur Kt. 670169-3739 Nr. 515-14-102002

Fill out my online form.