Nothing Found
Sorry, no posts matched your criteria
Sorry, no posts matched your criteria
Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 24. febrúar kl:20:00 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla
Íslands.
Efni fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf.
Að loknum aðalfundarstörfum mun Oddur Sigurðsson sýna flugmyndir af ýmsum jöklum hér á landi og ræða um nöfn þeirra, en nýlega kom út bók í Bandríkjunum um nöfn íslenskra jökla. Oddur er annar tveggja höfunda bókarinnar.
Lagt verður upp frá nágrenni Select við Vesturlandsveg, hvar Ölgerð Egils Skallagrímssonar býður til fordrykkjar í húsakynnum sínum stundvíslega kl. 17.30. Að þeirri stund lokinni verður haldið með langferðabíl á vit ævintýranna þar sem okkar bíður veislumatur og dansiball með lifandi tónlist í þéttbýli innan Stór-Kópavogssvæðisins…
Fólk ber ábyrgð á eigin veigum til hátíðarhaldanna sem koma má fyrir í til þess ætluðum álkistum sem verða til reiðu í fjallabílum fyrir utan Ölgerðina. Fyrir þá sem velja léttvín, gæti hvítvín verið viðeigandi.
Miðinn kostar 4.500,- íslenskar nýkrónur og fæst í Öskju (hjá Hrafnhildi: 849-7824 eða Finni: 525-4936), á Dalbrautinni (hjá Valda rakara: 568-6312) og í Orkugarði (hjá Hálfdáni veðurfréttamanni: 865-9551).
Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn 21.október næstkomandi klukkan 20:00 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Erindi: “Grímsvatnagosið 2004: Gjóska, útbreiðsla og upphleðsla í Grímsvötnum.” Björn Oddsson.
Myndasýning: Breytingar á Grímsvötnum á undanförnum árum. Magnús Tumi Guðmundsson.