Síðan 1950

Jöklarannsóknafélag­ Íslands

Markmið félagsins er að stuðla að jöklarannsóknum og ferðalögum á jöklum landsins, gefa út tímaritið Jökul, ásamt fréttabréfi og gangast fyrir fræðandi fyrirlestrum og myndasýningum.

Jöklarannsóknafélag­ Íslands

Fréttir og tilkynningar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Ný grein í Jökli, tímariti Jöklarannsóknafélags Íslands.

Sources of continuous tremor associated with jökulhlaups and eruptions of Grímsvötn volcano, Iceland

Grímsvatnaeldstöðin er meðal virkustu eldstöðva landsins. Hún er að mestu leyti hulin jökli. Samspil jarðhita, eldvirkni og jökulsins býður upp á fjölbreytilega hegðun og náttúrufyrirbrigði sem óvíða er hægt að rannsaka. Jarðhitinn bræðir jökulinn og bræðsluvatnið auk yfirborðsbráðar af vatnasviði Grímsvatna safnast fyrir í öskju eldstöðvarinnar. Vatnshæðin vex þar til vatnið brýst undir jökulstífluna og úr verða jökulhlaup sem ryðja sér leið undir jöklinum og koma undan honum á Skeiðarársandi. Auk þess safnast kvika í kvikuhólf eldstöðvarinnar undir öskjunni með reglubundnum hætti og leiðir kvikusöfnunin til eldgosa þegar ákveðnum þrýstingi er náð. Stundum geta jökulhlaupin verkað eins og gikkur á eldvirknina. Ef kvikuþrýstingur er hár getur þrýstingslækkun í öskjuvatninu hleypt af stað eldgosi. Þetta gerðist í gosunum 1922, 1934 og 2004. Jökulhlaup áttu hins vegar ekki þátt í gosunum 1983, 1998 og 2011. Flest hlaup verða þó án þess að gos fylgi, t.d. 2008 og 2010. Allri þessari virkni fylgir svokallaður skjálftaórói, þ.e. stöðugur titringur sem kemur fram á skjálftamælum. Sérstaklega mælist óróinn vel á skjálftamæli á Grímsfjalli sem er staðsettur á öskjubarminum, rétt við útfall vatnsflóðanna úr öskjunni. Borin hafa verið kennsl á a.m.k. þrjár tegundir af óróa. Vegna þess hve fjölbreytileg virknin í Grímsvötnum er má tengja þessar tegundir við ákveðnar tegundir virkni.

Hlekkur á greina er hér: jokull.jorfi.is/articles/jokull2023.73/jokull2023.73.055.pdf

Nánar má heyra höfund greinarinnar, Pál Einarsson, gera grein fyrir innihaldi hennar á upptöku frá aðalfundi JÖRFÍ í Febrúar síðastliðnum en upptakan er aðgengileg hér: www.youtube.com/watch?v=kIQmQjiEZgM&t=2360s
... See MoreSee Less

Ný grein í Jökli, tímariti Jöklarannsóknafélags Íslands.

Sources of continuous tremor associated with jökulhlaups and eruptions of Grímsvötn volcano, Iceland

Grímsvatnaeldstöðin er meðal virkustu eldstöðva landsins. Hún er að mestu leyti hulin jökli. Samspil jarðhita, eldvirkni og jökulsins býður upp á fjölbreytilega hegðun og náttúrufyrirbrigði sem óvíða er hægt að rannsaka. Jarðhitinn bræðir jökulinn og bræðsluvatnið auk yfirborðsbráðar af vatnasviði Grímsvatna safnast fyrir í öskju eldstöðvarinnar. Vatnshæðin vex þar til vatnið brýst undir jökulstífluna og úr verða jökulhlaup sem ryðja sér leið undir jöklinum og koma undan honum á Skeiðarársandi. Auk þess safnast kvika í kvikuhólf eldstöðvarinnar undir öskjunni með reglubundnum hætti og leiðir kvikusöfnunin til eldgosa þegar ákveðnum þrýstingi er náð. Stundum geta jökulhlaupin verkað eins og gikkur á eldvirknina. Ef kvikuþrýstingur er hár getur þrýstingslækkun í öskjuvatninu hleypt af stað eldgosi. Þetta gerðist í gosunum 1922, 1934 og 2004. Jökulhlaup áttu hins vegar ekki þátt í gosunum 1983, 1998 og 2011. Flest hlaup verða þó án þess að gos fylgi, t.d. 2008 og 2010. Allri þessari virkni fylgir svokallaður skjálftaórói, þ.e. stöðugur titringur sem kemur fram á skjálftamælum. Sérstaklega mælist óróinn vel á skjálftamæli á Grímsfjalli sem er staðsettur á öskjubarminum, rétt við útfall vatnsflóðanna úr öskjunni. Borin hafa verið kennsl á a.m.k. þrjár tegundir af óróa. Vegna þess hve fjölbreytileg virknin í Grímsvötnum er má tengja þessar tegundir við ákveðnar tegundir virkni.

Hlekkur á greina er hér: https://jokull.jorfi.is/articles/jokull2023.73/jokull2023.73.055.pdf

Nánar má heyra höfund greinarinnar, Pál Einarsson, gera grein fyrir innihaldi hennar á upptöku frá aðalfundi JÖRFÍ í Febrúar síðastliðnum en upptakan er aðgengileg hér: https://www.youtube.com/watch?v=kIQmQjiEZgM&t=2360sImage attachmentImage attachment+1Image attachment

1 CommentComment on Facebook

Góð samantekt

Ný grein í Jökli, tímariti Jöklarannsóknafélags Íslands.

Geodetic mass balance of Mýrdalsjökull ice cap, 1999–2021
Landlíkanafkoma Mýrdalsjökuls 1999–2021

Afkomu Mýrdalsjökuls, fjórða stærsta jökuls landsins (520 ferkílómetrar árið 2019), hefur verið minni gaumur gefinn en afkomu þriggja stærstu jöklanna, Vatnajökuls, Hofsjökuls og Langjökuls. Hér eru notuð hæðarlíkön byggð á SPOT5 gervihnattaljósmyndum (2003– 2017), leysimælingum úr flugvél (lidar, 2010), Pléiades gervihnattaljósmyndum (2014–2021) og loftmyndum frá 1999, og ArcticDEM landlíkanasafnið (2010–2018) til þess að meta afkomu Mýrdalsjökuls.

Frumúrvinnsla hæðarlíkananna fólst í láréttri og lóðréttri samstillingu, síun og fyllingu í eyður. Síðan var svokallaðri Gaussian tölfræðigreiningu (Gaussian Process, GP) beitt til þess að reikna samfellda tímaröð landlíkana með 15×15 m lárétta upplausn og 30 daga millibili fyrir tímabilið 1999 til 2021. Breytingar í rúmmáli og afkoma voru reiknaðar yfir 5 og 6 ára tímabil og þær túlkaðar með samanburði við mælingar á afkomu Vatnajökuls, Hofsjökuls og Langjökuls.

Meðalafkoma Mýrdalsjökuls á tímabilinu 1999– 2021 er áætluð −1,23±0,10 m vatnsgildis á ári, og hefur farið lækkandi að tölugildi frá −1,83±0,13 m vatnsgildis á ári (1999–2005) til −0,41±0,03 m vatnsgildis á ári (2016–2021).

Greining afkomu fyrir þrjú mismunandi ísflæðisvið á Mýrdalsjökli (norðurhluti jökulsins, suðurhluti jökulsins og Kötlujökull) sýnir nokkurn mun milli svæðanna en svipaðar breytingar með tíma.

Hlekkur á greina er hér: jokull.jorfi.is/articles/jokull2023.73/jokull2023.73.035.pdf
... See MoreSee Less

Ný grein í Jökli, tímariti Jöklarannsóknafélags Íslands.

Geodetic mass balance of Mýrdalsjökull ice cap, 1999–2021
Landlíkanafkoma Mýrdalsjökuls 1999–2021 

Afkomu Mýrdalsjökuls, fjórða stærsta jökuls landsins (520 ferkílómetrar árið 2019), hefur verið minni gaumur gefinn en afkomu þriggja stærstu jöklanna, Vatnajökuls, Hofsjökuls og Langjökuls. Hér eru notuð hæðarlíkön byggð á SPOT5 gervihnattaljósmyndum (2003– 2017), leysimælingum úr flugvél (lidar, 2010), Pléiades gervihnattaljósmyndum (2014–2021) og loftmyndum frá 1999, og ArcticDEM landlíkanasafnið (2010–2018) til þess að meta afkomu Mýrdalsjökuls.

Frumúrvinnsla hæðarlíkananna fólst í láréttri og lóðréttri samstillingu, síun og fyllingu í eyður. Síðan var svokallaðri Gaussian tölfræðigreiningu (Gaussian Process, GP) beitt til þess að reikna samfellda tímaröð landlíkana með 15×15 m lárétta upplausn og 30 daga millibili fyrir tímabilið 1999 til 2021. Breytingar í rúmmáli og afkoma voru reiknaðar yfir 5 og 6 ára tímabil og þær túlkaðar með samanburði við mælingar á afkomu Vatnajökuls, Hofsjökuls og Langjökuls. 

Meðalafkoma Mýrdalsjökuls á tímabilinu 1999– 2021 er áætluð −1,23±0,10 m vatnsgildis á ári, og hefur farið lækkandi að tölugildi frá −1,83±0,13 m vatnsgildis á ári (1999–2005) til −0,41±0,03 m vatnsgildis á ári (2016–2021). 

Greining afkomu fyrir þrjú mismunandi ísflæðisvið á Mýrdalsjökli (norðurhluti jökulsins, suðurhluti jökulsins og Kötlujökull) sýnir nokkurn mun milli svæðanna en svipaðar breytingar með tíma.

Hlekkur á greina er hér: https://jokull.jorfi.is/articles/jokull2023.73/jokull2023.73.035.pdfImage attachmentImage attachment

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands var haldinn þriðjudaginn 28. febrúar 2024 kl. 19:00 í sal 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Tómas Jóhannesson var fundarstjóri og Finnur Pálsson fundarritari.

Engar tillögur komu fram um kjör heiðursfélaga þetta árið. Því næst var flutt skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins starfsárið 2023 en hana má nálgast sem viðhengi við aðalfundargerð. Nína Aradóttir gjaldkeri lagði fram og kynnti endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar.

Kosning stjórnar og varastjórnar var skv. 4. grein laga félagsins.
Stjórn Jöklarannsóknafélags Íslands árið 2024 skipa:

Andri Gunnarsson, formaður
Hrafnhildur Hannesdóttir
Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir
Nína Aradóttir
Magnús F. Sigurkarlsson

Varastjórn:
Sigurrós Arnardóttir, Eyjólfur Magússon, Siguður Vignisson og Salka Kolbeinsdóttir

Úr stjórn gekk Kristín Jónsdóttir. Rétt er að þakka henni vel og innilega fyrir góð störf í þágu félagsins.
Nánar má lesa um niðurstöður aðalfundar í fundargerð sem aðgengileg er á heimasíðu félagsins.

Að loknum hefðbundnum aðalfundar störfum sagði Páll Einarsson frá uppruna skjálftaóróa í Grímsvötnum.. Skjálftaórói, þ.e. samfelldur titringur jarðar, fylgir oft virkni eldstöðva og getur nýst vel til eftirlits með virkninni. Með samanburði á óróamælingum á Grímsfjalli í tengslum við nokkur hlaup og gos í Grímsvötnum má greina þrjár tegundir óróa og rekja þær til ferla í eldstöðinni, þ.e. hlaupa, suðu í jarðhitakerfi og eldgosa.

Upptaka frá kynningunni er aðgengilega á Youtube rás félagsins:
... See MoreSee Less

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands var haldinn þriðjudaginn 28. febrúar 2024 kl. 19:00 í sal 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Tómas Jóhannesson var fundarstjóri og Finnur Pálsson fundarritari. 

Engar tillögur komu fram um kjör heiðursfélaga þetta árið. Því næst var flutt skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins starfsárið 2023 en hana má nálgast sem viðhengi við aðalfundargerð.  Nína Aradóttir gjaldkeri lagði fram og kynnti endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar. 

Kosning stjórnar og varastjórnar var skv. 4. grein laga félagsins.
Stjórn Jöklarannsóknafélags Íslands árið 2024 skipa:

Andri Gunnarsson, formaður
Hrafnhildur Hannesdóttir
Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir
Nína Aradóttir
Magnús F. Sigurkarlsson

Varastjórn:
Sigurrós Arnardóttir, Eyjólfur Magússon, Siguður Vignisson og Salka Kolbeinsdóttir
 
Úr stjórn gekk Kristín Jónsdóttir.  Rétt er að þakka henni vel og innilega fyrir góð störf í þágu félagsins.
Nánar má lesa um niðurstöður aðalfundar í fundargerð sem aðgengileg er á heimasíðu félagsins. 

Að loknum hefðbundnum aðalfundar störfum sagði Páll Einarsson frá  uppruna skjálftaóróa í Grímsvötnum.. Skjálftaórói, þ.e. samfelldur titringur jarðar, fylgir oft virkni eldstöðva og getur nýst vel til eftirlits með virkninni. Með samanburði á óróamælingum á Grímsfjalli í tengslum við nokkur hlaup og gos í Grímsvötnum má greina þrjár tegundir óróa og rekja þær til ferla í eldstöðinni, þ.e. hlaupa, suðu í jarðhitakerfi og eldgosa.

Upptaka frá kynningunni er aðgengilega á Youtube rás félagsins:

Minnum á aðalfundinn í kvöld í Öskju kl 19:00.Áminning - Aðalfundur JÖRFÍ á morgun, miðvikudag kl 19:00 - mailchi.mp/07e5ef8db04e/arshatijoklarannsoknafelagsins-12-november-17079574 ... See MoreSee Less

Minnum á aðalfundinn í kvöld í Öskju kl 19:00.

Áminning - Aðalfundur JÖRFÍ á morgun, miðvikudag kl 19:00 - mailchi.mp/07e5ef8db04e/arshatijoklarannsoknafelagsins-12-november-17079574 ... See MoreSee Less

Áminning - Aðalfundur JÖRFÍ á morgun, miðvikudag kl 19:00 - https://mailchi.mp/07e5ef8db04e/arshatijoklarannsoknafelagsins-12-november-17079574

Alþjóðlega jöklarannsóknarfélagið (e.International Glaciological Society, IGS) hefur valið Helga Björnsson jöklafræðing sem heiðursmeðlim í félaginu. Þetta eru ein helstu verðlaunin sem IGS veitir en aðeins fáir hafa hlotið þau gegnum tíðina. Verðlaunin hljóta einstaklingar fyrir framúrskarandi framlag til jöklafræða á sínum ferli, hvort sem er á landsvísu eða alþjóðlega.

Helgi leiddi rannsóknarstarf á íslenskum jöklum í marga áratugi, var hvatamaður að vöktun afkomu og orkuskiptum við yfirborð jökla, verkefni sem enn eru unnin í dag á þeim grunni sem Helgi byggði upp. Helgi leiddi einnig rannsóknir á jökulhlaupum, botnkortagerð auk fjölda annarra rannsóknarverkefna.

Helgi var formaður JÖRFÍ í níu ár, frá 1989 til 1998, var ritstjóri Jökuls, tímarits Jöklarannsóknafélagsins en auk þess hefur hann setið í ritstjórn tímaritsins um langt skeið. Helgi var einnig mjög virkur í starfi IGS, og sat í stjórn IGS 1978-1981, 1984, 1990-1993 og varaformaður 1999-2001.

Jöklarannsóknafélagið óskar Helga innilega til hamingju!

Nánar má lesa um Helga í samantekt IGS, þar sem farið er stuttlega yfir feril hans:

www.igsoc.org/about/awards/honorary-membership/helgi-bjornsson
... See MoreSee Less

Alþjóðlega jöklarannsóknarfélagið (e.International Glaciological Society, IGS) hefur valið Helga Björnsson jöklafræðing sem heiðursmeðlim í félaginu. Þetta eru ein helstu verðlaunin sem IGS veitir en aðeins fáir hafa hlotið þau gegnum tíðina. Verðlaunin hljóta einstaklingar fyrir framúrskarandi framlag til jöklafræða á sínum ferli, hvort sem er á landsvísu eða alþjóðlega.

Helgi leiddi rannsóknarstarf á íslenskum jöklum í marga áratugi, var hvatamaður að vöktun afkomu og orkuskiptum við yfirborð jökla, verkefni sem enn eru unnin í dag á þeim grunni sem Helgi byggði upp. Helgi leiddi einnig rannsóknir á jökulhlaupum, botnkortagerð auk fjölda annarra rannsóknarverkefna.

Helgi var formaður JÖRFÍ í níu ár, frá 1989 til 1998, var ritstjóri Jökuls, tímarits Jöklarannsóknafélagsins en auk þess hefur hann setið í ritstjórn tímaritsins um langt skeið. Helgi var einnig mjög virkur í starfi IGS, og sat í stjórn IGS 1978-1981, 1984, 1990-1993 og varaformaður 1999-2001.

Jöklarannsóknafélagið óskar Helga innilega til hamingju!

Nánar má lesa um Helga í samantekt IGS, þar sem farið er stuttlega yfir feril hans:

https://www.igsoc.org/about/awards/honorary-membership/helgi-bjornssonImage attachmentImage attachment+4Image attachment

3 CommentsComment on Facebook

Hamingjuóskir!

Til hamingju Helgi

Til hamingju Helgi þú átt þetta algerlega skilið.

4 weeks ago
Jöklarannsóknafélag Íslands Iceland Glaciological Society

... See MoreSee Less

1 CommentComment on Facebook

Dásamleg mynd!

2 months ago
Jöklarannsóknafélag Íslands Iceland Glaciological Society

Tungnahryggsjökull er einn af stærri jöklum á Tröllaskaga og situr hátt innst í afdölum Kolbeinsdals, og samanstendur af Vestari Tungnahryggsjökli (hægra megin) og Eystri Tungnahryggsjökli (vinstra megin) og Barkárdalsjökli (sem tengist þeim Vestari).

Mynd: Oddur Sigurðsson
... See MoreSee Less

Tungnahryggsjökull er einn af stærri jöklum á Tröllaskaga og situr hátt innst í afdölum Kolbeinsdals, og samanstendur af Vestari Tungnahryggsjökli (hægra megin) og Eystri Tungnahryggsjökli (vinstra megin) og Barkárdalsjökli (sem tengist þeim Vestari).

Mynd: Oddur Sigurðsson

1 CommentComment on Facebook

Þjóðbraut til forna. Hólamannavegur og Hólamannaskarð

Load more

Velkomin á Jöklavefsjá 

Jöklavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands. Hún birtir mælingar og yfirlit um rannsóknir og breytingar á íslenskum jöklum. Hægt er að nálgast mæligögn og athuganir sem safnað er með reglubundnum hætti af innlendum stofnunum, fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Ritstjórn jöklavefsjárinnar uppfærir gagnasafnið jafnharðan og nýjar mælingar eru gerðar.

Jöklavefsjá

Skráning í  félagið – Join us

Til að ganga í félagið, getur þú fyllt út formið hér til hliðar.

Félagsaðild árið 2022 kostar kr. 8000,- á ári og fylgir henni eintak af Jökli, fagtímariti Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands. Árgjald fyrir námsmenn og fjölskyldufélaga er kr. 4000,-.

To join the club, you can fill out the form.

Membership in 2022 costs ISK. 8000 per year and is accompanied by a copy of Jökull, a professional journal of the Icelandic Glaciological Society and the Icelandic Geological Society. The annual fee for students and family members is ISK 4000, -.

Styrkja Jörfa – Contribute

 

Styrktar reikningur Kt. 670169-3839 Nr. 515-14-102002

Fill out my online form.