Jöklarannsóknafélag­ Íslands

JÖKLAR Í DAG

Jöklar í dag er samantekt gagna sem veita innsýn í stöðu íslenskra jökla. Gögnin eru tekin úr ýmsum gagnagrunnum og frá ýmsum stofnunum, innlendum og erlendum. Engin ábyrgð er tekin á því sem birtist hér.

 

Undir Endurkast má skoða endurkastsstuðla (e. albedo) fyrir valda jökla. Íslenska orðið fyrir albedo er „endurskinshlutfall“. Glacier albedo, eða endurskinshlutfall jökuls, vísar til mælikvarða á hversu mikið sólarljós er endurvarpað af yfirborði jökuls. Þetta hlutfall er mikilvægt fyrir að skilja orkubúskap jökla og áhrif þeirra á loftslag. Jöklar með hátt albedo endurvarpa stórum hluta sólarljóssins aftur út í geiminn, sem getur haft kælandi áhrif á loftslagið. Að sama skapi, ef albedo jökuls lækkar, t.d. vegna aukinnar mengunar eða breytinga á yfirborðinu, gleypir jökullinn meira sólarljós og bráðnar hraðar, sem hefur áhrif á jöklabreytingar og vatnsbúskap.

Undir Jöklaveður má skoða veðurathuganir á veðurstöðvum sem reknar eru á jöklum. Kortið hér að neðan sýnir staðsetningar helstu stöðvar sem settar hafa verið upp og reknar gegnum tíðina. Litur punktanna segir til um árafjöldan sem stöðvarnar hafa verið reknar. Yfir sumarið eru reknar 10-12 veðurstöðvar en 3-4 yfir veturinn. Gögnin úr stöðvunum eru birt óyfirfarin og geta innihaldið villur. Helstu breytur eru birta eins og lofthiti, geislunarþættir, vindhraði og stefna auk snjóhæða sem eru mældar. Gögnin eru uppfærð daglega.