Velkomin á Jöklavefsjá
Jöklavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands. Hún birtir mælingar og yfirlit um rannsóknir og breytingar á íslenskum jöklum. Hægt er að nálgast mæligögn og athuganir sem safnað er með reglubundnum hætti af innlendum stofnunum, fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Ritstjórn jöklavefsjárinnar uppfærir gagnasafnið jafnharðan og nýjar mælingar eru gerðar.

Skráning í félagið – Join us
Til að ganga í félagið, getur þú fyllt út formið hér til hliðar.
Félagsaðild árið 2022 kostar kr. 7.800,- á ári og fylgir henni eintak af Jökli, fagtímariti Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands. Árgjald fyrir námsmenn og fjölskyldufélaga er kr. 3.900,-.
To join the club, you can fill out the form.
Membership in 2022 costs ISK. 7,800 per year and is accompanied by a copy of Jökull, a professional journal of the Icelandic Glaciological Society and the Icelandic Geological Society. The annual fee for students and family members is ISK 3.900, -.
Styrkja Jörfa – Contribute
Styrktar reikningur Kt. 670169-3739 Nr. 515-14-102002
❄️ Ný grein í Jökli, tímariti Jöklarannsóknafélags Íslands:
Samstarf Landsvirkjunar og Jarðvísindastofnunar Háskólans um jöklarannsóknir 1978 til 2022: Stiklað á stóru.
Samstarf Landsvirkjunar (LV) og jöklahóps Raunvísindastofnunar (RH) og síðar Jarðvísindastofnunar Háskólans (JH), hefur staðið í nærri fjóra áratugi, og á margan hátt lagt grunn að alhliða og sértækri þekkingu á jöklum Íslands, eðli þeirra, stærð og langtíma breytingum. Við upphaf þessa samstarfs um miðjan áttunda áratug 20. aldar var þekking á jöklum landsins mjög takmörkuð.
Flatarmál jöklanna var sæmilega þekkt en hæð þeirra og lögun síður og ísþykkt aðeins í stöku punktum frá því jarðsveiflumælingar höfðu verið gerðar um miðja 20. öld. Hæðarlínur á landakortum voru enn þær sömu og dregnar voru á kort Dana og Bandaríkjamanna skömmu fyrir og eftir seinni heimsstyrjöld. Fyrir ofan 1000 m hæð höfðu kortin reyndar aldrei sýnt annað en grófar ágiskanir um hæð og lögun yfirborðs. Jaðrar jöklanna höfðu þó öðru hvoru verið endurskoðaðir þegar kort voru endurprentuð, en þó sjaldan svo að greinilega kæmi fram frá hvaða tíma nýr jaðar væri. Eftir 1970 voru síðan gerð kort af blásporðum nokkurra skriðjökla með nákvæmum landmælingum, ýmist á vegum LV eða Raforkumálastjóra (síðar Orkustofnunar).
Umfangsmestu og best túlkuðu afkomumælingarnar um 1970 voru enn þær sem sænsk-íslenski leiðangurinn hafðu safnað á SA-Vatnajökli 1935 til 1937. Ef frá eru taldar ítarlegar mælingar á veðurþáttum og orkubúskap á Bægisárjökli sumurin 1967–8 (sjá greinar Helga Björnssonar í Jökli 1971 og 1972) og skráningu veðurþátta við borstað á Bárðarbungu 1972, höfðu nær engar veðurathuganir þá verið gerðar á jöklum. Stakar afkomumælingar voru þó til á Vatnajökli allt frá sjötta áratugnum, flestar unnar í ferðum Jöklarannsóknafélag Íslands (JÖRFI), einkum í Grímsvötnum, þó nær eingöngu af snjósöfnun að vetri, örfáar af sumarleysingu. Þannig voru gögn sem nota mætti til að meta stærð vatnasviða og afrennsli frá jöklum til jökulánna afar takmörkuð á sama tíma og aukin þörf var á upplýsingum um afrennsli frá jöklum, samhliða því sem fleiri og stærri virkjanir nýttu jökulvatn til rafmagnsframleiðslu. Úr þessum málum vildu virkjanaaðilar og tengdar stofnanir bæta (Landsvirkjun, RARIK, Skrifstofa Raforkumálastjóra, síðar Orkustofnun).
Greinina sem heild má lesa hér: jokull.jorfi.is/articles/jokull2022.72/jokull2022.72.087o.pdf
Fleiri greinar úr nýjasta hefti Jökuls auk eldra efnis má finna á www.jokull.jorfi.is ... See MoreSee Less
Comment on Facebook
Torfajökull er farinn að láta á sjá og ekki eiginlegt safnsvæði að sjá.
Snævarr Guðmundsson 05.09.2020 ... See MoreSee Less
Comment on Facebook
Wov
❄️ Ný grein í Jökli, tímariti Jöklarannsóknafélags Íslands:
Afkoma íslenskra jökla 2021–2022
Jökulárið 2021–2022 var afkoma mæld á 123 stöðum á stærri jöklum landsins. Mælt var í 67 punktum á Vatnajökli (frá 1992), 20 punktum á Hofsjökli (frá 1988), 25 punktum á Langjökli (frá 1997), fjórum á Mýrdalsjökli (frá 2001), fimm í Tindfjöllum, og
tveimur á Eyjafjallajökli. Einnig voru þrír jöklar á Tröllaskaga mældir í 10–20 mælipunktum hver (mismargir mælipunktar á hverjum jökli). Afkoma hefur verið mæld frá árinu 2008 á Búrfellsjökli, en skemur annars staðar. Vetrarafkoma er metin með mælingu rúmmáls og massa kjarna í gegnum vetrarsnjóinn, en sumarafkoma útfrá aflestri á lengd stiku eða vírs sem
komið er fyrir í borholu að vori.
Um þessar mundir má líta svo á að nýtt jökulár hefjist um 1. október, enda eru þá fyrstu snjóar yfirleitt fallnir á jökla landsins. Oftast er nú farið til haustmælinga á leysingu um það leyti. Ákoma vetrarins er svo mæld í vorleiðöngrum um mánaðamótin apríl/maí.
Niðurstöður afkomumælinga eru yfirleitt gefnar upp sem meðalþykkt vatnslags á allan flöt viðkomandi jökuls.
Afkoma Vatnajökuls jökulárið 2021–2022 var lítillega neikvæð (-0,08 m vatnsgildis). Þetta er í fimmta skipti frá 2011 sem ársafkoma Vatnajökuls mælist nærri jafnvægi eða jákvæð (1. mynd). Þetta jökulár má að mestu rekja það til vetrarafkomu um 27% yfir meðaltali með vatnsgildi að jafnaði 2,05 m. Afkoma Hofsjökuls mældist -0.29 m (vatnsgildi) á jökulárinu 2021–2022 og var því einnig neikvæð. Afkoma Langjökuls á jökulárinu 2021–2022 var lítillega jákvæð (+0,05 m). Þetta er annað árið sem jákvæð afkoma mælist þau 26 ár sem liðin eru frá því mælingar hófust jökulárið 1996–1997. Auk Vatnajökuls, Hofsjökuls og Langjökuls voru gerðar mælingar á Mýrdalsjökli, Tindfjöllum, Eyjafjallajökli og Tröllaskaga.
Greininn gerir grein fyrir helstu niðurstöðum ársins en afkomugögn ásamt skilgreiningum á aðferðarfræði og hugtökum eru aðgengileg á vefsíðunni islenskirjoklar.is.
Greinina sem heild má lesa hér: jokull.jorfi.is/wp-content/uploads/2023/02/jokull2022.72.081.pdf
Fleiri greinar úr nýjasta hefti Jökuls auk eldra efnis má finna á www.jokull.jorfi.is ... See MoreSee Less
Comment on Facebook
Til hamingjuuu!
This content isn't available right now ... See MoreSee Less
This content isn't available right now
When this happens, it's usually because the owner only shared it with a small group of people, changed who can see it or it's been deleted.Comment on Facebook
❄️ Ný grein í Jökli, tímariti Jöklarannsóknafélags Íslands:
Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995, 1995–2020 og 2020–2021
Samantekt: Sjálfboðaliðar félagsins fóru til sporðamælinga á haustmánuðum 2021. Alls bárust upplýsingar frá rúmlega 30 sporðamælistöðum. Langflestir sporðar hopa og er hörfunin mest á Tungnaárjökli og austanverðum Skeiðarárjökli þar sem hluti af sporðunum hefur losnað frá og hafa þeir hvor um sig styst um 400 m þar sem mælilínan liggur. Sporðlónin framan jöklanna valda erfiðleikum við mælingar eins og undanfarin ár.
Greinina sem heild má lesa hér: jokull.jorfi.is/library/?tsr=J%C3%B6klabreytingar&yr=2022&type=&tgid=&auth=370&tps_button=Search
Fleiri greinar úr nýjasta hefti Jökuls auk eldra efnis má finna á www.jokull.jorfi.is ... See MoreSee Less
Comment on Facebook
Aðalfundur JÖRFÍ 2023
Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands var haldinn þriðjudaginn 28. febrúar 2023 kl. 20:00 í sal 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Tómas Jóhannesson var fundarstjóri og Finnur Pálsson fundarritari.
Engar tillögur komu fram um kjör heiðursfélaga þetta árið. Því næst var flutt skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins starfsárið 2022 en hana má nálgast sem viðhengi við aðalfundargerð. Sjöfn Sigsteinsdóttir gjaldkeri lagði fram og kynnti endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar. Nokkrar lítils háttar breytingar á lögum félagsins voru lagðar til sem samþykktar voru án mótmæla. Lögin hafa verið uppfærð á heimasíðu félagsins. Nánar má lesa um breytingarnar í aðalfundargerð.
Kosning stjórnar og varastjórnar var skv. 4. grein laga félagsins.
Stjórn Jöklarannsóknafélags Íslands árið 2023 skipa:
Andri Gunnarsson, formaður
Hrafnhildur Hannesdóttir
Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir
Nína Aradóttir
Magnús F. Sigurkarlsson
Varastjórn:
Kristín Jónsdóttir
Eyjólfur Magússon
Siguður Vignisson
Salka Kolbeinsdóttir
Úr stjórn gengu Sjöfn Sigsteinsdóttir (fyrst kosin 2015), Þóra Karlsdóttir (fyrst kosin 2005) og Hlynur Axelsson (fyrst kosinn 2021). Rétt er að þakka þeim vel og innilega fyrir góð störf í þágu félagsins gegnum árin. Nánar má lesa um niðurstöður aðalfundar í fundargerð sem aðgengileg er á heimasíðu félagsins.
Að loknum aðalfundarstörfum tóku Kieran Baxter og Hrafnhildur Hannesdóttir til máls og sögðu frá nýju samstarfsverkefni JÖRFÍ, Vatnajökulsþjóðgarðs og James Balog auk annara stuðningsaðila sem nefnist Extreme Ice Survey Iceland. Verkefnis hverfist um að skrásetja breytingar á jöklum landsins með myndavélar og síma að vopni. Verkefnið er hugsað til næstu 100 ára, sem viðbót við vöktun á jöklum landsins. Upptaka frá kynnngunni er að finna á Youtube rás félagsins: ... See MoreSee Less
Comment on Facebook
Nokkuð seint fram komið !
Minnum á aðalfund Jöklarannsóknafélags Íslands á morgun, þriðjudaginn 28. febrúar 2022 kl. 20:00 í sal 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Streymt verður frá hefðbundnum aðalfundarstörfum og erindinu eftir hlé en ekki verður hægt að greiða atkvæði gegnum fjarfund.
Að loknum aðalfundarstörfum munu Kieran Baxter og Hrafnhildur Hannesdóttir segja frá nýju samstarfsverkefni JÖRFÍ, Vatnajökulsþjóðgarðs og James Balog, ljósmyndara, sem nefnist Extreme Ice Survey Iceland.
Verkefnið hverfist um að skrásetja breytingar á jöklum landsins með myndavélar og síma að vopni. Verkefnið er hugsað til næstu 100 ára, sem viðbótar vöktun á jöklum landsins, til hliðar við sporðamælingar félagsins.
hvetjum allt félagsfólk til að mæta ... See MoreSee Less
Comment on Facebook
Horft til suðvesturs yfir Þrándarjökull, Hofsjökull eystri hægra megin og jöklarnir utan í Jökulgilstindum sunnan hans.
Ljósmynd: Snævar Guðmundsson 16.08.2006 ... See MoreSee Less
Comment on Facebook
Maður þarf nú að kíkja á þennan jökul ...25 ár síðan ég fór síðast á Þrándarjökul ...🙈
Er það Sunnutindur sem stendur eins og út úr jöklinum fjær?
Jú það er rétt.
JÖRFÍ félagar munu taka vel á móti gestum og gangandi í kvöld í Dropanum í Perlunni í tilefni af Safnanótt. Þar verða til sýnis bútar af Breiðamerkurjökli, hægt að fletta í gegnum jöklavefsjána og njóta sýningarinnar um JÖRFÍ áður en hún heldur á vit nýrra ævintýra, en á vormánuðum er áætlað að hún flytji austur í Skaftafell. Hvetjum alla til þess að líta við www.facebook.com/events/495416839442334 ... See MoreSee Less
This content isn't available right now
When this happens, it's usually because the owner only shared it with a small group of people, changed who can see it or it's been deleted.Comment on Facebook