Jöklarannsóknafélag­ Íslands

Á DÖFINNI

Viðburðir, ferðir og fundir á döfinni

September 2024 – Sporðamælingaferð á Torfajökul

Gönguferð til sporðamælinga á Torfajökul undir leiðsögn reyndra sporðamælingamanna. Nákvæm brottför mun ráðast af veðri og gæti ferðin því hnikast eitthvað til í tíma. Skráningarblað verður sent út þegar nær dregur. 

3. október 2024 – Opnun Jöklasýnar – EISI

Formleg opnun á Jöklasýn ljósmyndaverkefni JÖRFÍ á stór-Skaftafellssvæðinu. Nánari útfærsla verður auglýst þegar nær dregur. 

30. október til 1. nóvember 2024 – IGS Nordic Branch Meeting

Ráðstefna norrænu deildar Alþjóða Jöklarannsóknafélagsins (Nordic Branch Meeting) sem haldin verður á Hellissandi í félagsheimilinu Röst dagana 30. október til 1. nóvember næstkomandi. Skráning er farin í gang á heimasíðu IGS, IGS Nordic Branch meeting 2024 | IGS (igsoc.org).

12. nóvember 2024 – Haustfundur JÖRFÍ

Haustfundur JÖRFÍ með fróðlegum erindum og myndasýningu. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.  

16. nóvember 2024 – Árshátíð JÖRFÍ 2024

Takið daginn frá, en nánari dagskrá verður auglýst í haust.