Fréttir og tilkynningar
Velkomin á Jöklavefsjá
Jöklavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands. Hún birtir mælingar og yfirlit um rannsóknir og breytingar á íslenskum jöklum. Hægt er að nálgast mæligögn og athuganir sem safnað er með reglubundnum hætti af innlendum stofnunum, fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Ritstjórn jöklavefsjárinnar uppfærir gagnasafnið jafnharðan og nýjar mælingar eru gerðar.
Skráning í félagið – Join us
Til að ganga í félagið, getur þú fyllt út formið hér til hliðar.
Félagsaðild árið 2025 kostar kr. 8200,- á ári og fylgir henni eintak af Jökli, fagtímariti Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands. Árgjald fyrir námsmenn og fjölskyldufélaga er kr. 4200,-.
To join the club, you can fill out the form.
Membership in 2025 costs ISK. 8200 per year and is accompanied by a copy of Jökull, a professional journal of the Icelandic Glaciological Society and the Icelandic Geological Society. The annual fee for students and family members is ISK 4200, -.
Styrkja Jörfa – Contribute
Styrktar reikningur Kt. 670169-3839 Nr. 515-14-102002


Minnum á haustráðstefnuna á morgun - uppfærður hlekkur á streymi - mailchi.mp/2a93a9524392/vorfer-jrf-17993367 ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Jöklar á hverfanda hveli - haustráðstefna 21.nóvember 2025 - mailchi.mp/f97c83f2380b/vorfer-jrf-17993345 ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Samkvæmt GPS-hraðamælingum Jarðvísindastofnunar Háskólans er framhlaup hafið í Dyngjujökli (sjá: jardvis.hi.is/is/framhlaup-ad-hefjast-i-dyngjujokli). Dyngjujökull er þekktur framhlaupsjökull og hljóp síðast fram á árunum 1998 til 2000. Rétt er að vara við ferðum á Dyngjujökli þar sem stórar sprungur hafa líklega nú þegar myndast á áhrifasvæði framhlaupsins.
• Fólki er bent á að gæta sérstakrar varúðar á ferðalögum á Dyngjujökli þar sem sprungumyndun er líkleg á svæðum sem hafa verið greiðfær og ósprungin í 20 ár.
• Dyngjujökull er þekktur framhlaupsjökull og að jafnaði líða 20 til 30 ár á milli framhlaupa.
• Framhlaup er óregla í hreyfingu jökla sem felur í sér skyndilega hröðun á skriði og sprungumyndun á stórum svæðum.
• Umfang framhlaupsins er enn óljóst en hægt er að miða við svæðið sem síðasta framhlaup náði til og sjá má á kortinu.
• Afrennsli eykst í framhlaupum og vatn sprettur fram á stærra svæði en venjulega auk þess sem aurburður í ám vex margfalt.
• Innlendar stofnanir fylgjast með þróuninni í samstarfi við erlenda rannsóknaraðila.
🔗 Nánar á síðu Veðurstofunnar:
www.vedur.is/.../framhlaup-er-hafid-i-dyngjujokli ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
🗻Í tilefni af alþjóðaári jökla 2025 (www.un-glaciers.org/en) fékk Jöklarannsóknafélag Íslands Rán Flygenring, rit- og myndhöfund til liðs við sig til þess að semja myndasögur um nokkur af verkefnum félagsins.
❄️Myndaseríurnar fjalla um það hvernig afkomumælingar á jöklum eru gerðar, hvernig sjálfboðaliðar félagsins bera sig að við jökulsporðamælingar og um hvað verkefnið Jöklasýn fjallar.
🙌JÖRFÍ stýrir setu á Arctic Circle í fyrramálið (Akrafjall kl. 8:30) sem ber heitið Citizen Science: Glacier Vocies, þar sem Rán mun meðal annars kynna myndasögurnar.
👉Hér er hægt að lesa nánar um verkefnið og skoða myndasögurnar á íslensku og ensku. jorfi.is/jokla-myndasogur/ ... See MoreSee Less
Jökla-myndasögur - Jorfi.is
jorfi.is
Jökla-myndasögur :: Switch to English :: Í tilefni af alþjóðaári jökla 2025 (www.un-glaciers.org/en) fékk Jöklarannsóknafélag Íslands Rán Flygenring, rit- og myndhöfund til lið...0 CommentsComment on Facebook
... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands 2025 - Vatnajökulsþjóðgarður ... See MoreSee Less
Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands 2025 - Vatnajökulsþjóðgarður
www.vatnajokulsthjodgardur.is
Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands upp á Vatnajökul var farin 29. maí til 5. júní.0 CommentsComment on Facebook
Vorferð JÖRFÍ 2025
Stutt myndband af helstu verkefnum og viðfagnsefnum í vorferð Jöklarannsóknafélagsins frá því fyrr í vor. Njótið vel.
... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
JÖKULL 75 - sérhefti um jökulhlaup, uppruna, rennslisleiðir og afleiðingar í fortíð og náinni framtíð. - mailchi.mp/8065458c6fa1/vorfer-jrf-17990297 ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook