Fréttir og tilkynningar
Velkomin á Jöklavefsjá
Jöklavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands. Hún birtir mælingar og yfirlit um rannsóknir og breytingar á íslenskum jöklum. Hægt er að nálgast mæligögn og athuganir sem safnað er með reglubundnum hætti af innlendum stofnunum, fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Ritstjórn jöklavefsjárinnar uppfærir gagnasafnið jafnharðan og nýjar mælingar eru gerðar.
Skráning í félagið – Join us
Til að ganga í félagið, getur þú fyllt út formið hér til hliðar.
Félagsaðild árið 2024 kostar kr. 8100,- á ári og fylgir henni eintak af Jökli, fagtímariti Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands. Árgjald fyrir námsmenn og fjölskyldufélaga er kr. 4100,-.
To join the club, you can fill out the form.
Membership in 2024 costs ISK. 8100 per year and is accompanied by a copy of Jökull, a professional journal of the Icelandic Glaciological Society and the Icelandic Geological Society. The annual fee for students and family members is ISK 4100, -.
Styrkja Jörfa – Contribute
Styrktar reikningur Kt. 670169-3839 Nr. 515-14-102002
Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli (www.un-glaciers.org), og ákveðið að 21. mars ár hvert verði sérstakur alþjóðadagur jökla (www.un-glaciers.org/en/world-day-glaciers). Alþjóðaárið verður nýtt til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti.
Af þessu tilefni er efnt er til samkeppni á meðal barna- og ungmenna á aldrinum 10–20 ára. Óskað er eftir framlögum sem varpa ljósi á mikilvægi og eðli jökla, fegurð þeirra og hversu hverfulir þeir eru. Meðal vinninga er jöklaganga á Sólheimajökli, heimsókn í íshellinn á Langjökli og þátttaka í vorferð Jöklarannsóknafélagsins á Mýrdalsjökul. Sjá nánari upplýsingar á vef samkeppninnar (un.is/samkeppni-ungs-folks/). ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Upptaka af haustfundi komin á netið!
Vorið 2024 gerði Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið Helga Björnsson, jöklafræðing og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að heiðursfélaga sínum. Þetta er mikill heiður og viðurkenning á þeim jöklarannsóknum og brautryðjandastarfi sem Helgi hefur leitt á íslenskum jöklum. Á fundinum fór Finnur Pálsson yfir feril Helga og helstu verkefni gegnum tíðina.
Fundurinn fór fram Miðvikudaginn 20.nóvember 2024 í Öskju Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Upptökuna má nálgast hér: ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Minnum á haustfundinn okkar í kvöld í Öskju kl 19:00! ... See MoreSee Less
This content isn't available right now
When this happens, it's usually because the owner only shared it with a small group of people, changed who can see it or it's been deleted.0 CommentsComment on Facebook
Haustfundur og árshátíð JÖRFÍ - mailchi.mp/1ee2170d630b/vorfer-jrf-17985968 ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Árshátið JÖRFÍ 2024 - ... See MoreSee Less
Árshátið JÖRFÍ 2024
mailchi.mp
Takið daginn frá, dustið rykið af dansskónum og finnið til sparigallann því árshátíð Jöklarannsóknarfélagsins verður 16.nóvember Fordrykkur á Vagnhöfða hefst kl. 17. Rúta flytur h...0 CommentsComment on Facebook
Formleg opnun EISI/Jöklasýn
Fimmtudaginn 3. október var formleg opnun á verkefninu Jöklasýn, Extreme Ice Survey Iceland (EISI) sem er samstarf Jöklarannsóknafélags Íslands og ljósmyndarans James Balog.
Dagurinn hófst á fræðslugöngu í Skaftafelli í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarður - Vatnajökull National Park og gengið að sjónskífunni sem stendur við Sjónarnípu. Um kvöldið voru svo haldnar kynningar í húsakynnum Glacier Adventure á Hala í Suðursveit. Báðir atburðir heppnuðust vel en segja má að veðurguðirnir hafi verið með í för, í Skaftafelli var milt og fallegt haustveður.
Á Hala mættu um 50 manns og hlýddu á erindi um Jöklarannsóknafélagið og starf þess gegnum árin, helstu mælingar, gamlar ljósmyndir, sporðamælingar og sögu og þróun verkefnisins Jöklasýnar.
Við látum myndirnar tala sínu máli en því miður heppnaðist hvorki streymi né upptaka af fundinum. Kynningarnar má hins vegar nálgast í fyrstu athugasemd við fréttina.
Nánar má lesa um Jöklasýn og hvernig hægt er að taka þátt í verkefninu á www.eisi.is ... See MoreSee Less
1 CommentComment on Facebook
Hlekkir á kynningar: Andri Gunnarsson: t.ly/KE8VQ Hrafnhildur Hannesdóttir: t.ly/rw1vA Kieran Baxter: t.ly/f4Mxc
Minnum á Jöklarannsóknafélagið og Jöklasýn í kvöld! - ... See MoreSee Less
Minnum á Jöklarannsóknafélagið og Jöklasýn í kvöld!
mailchi.mp
Fimmtudaginn 3. október verður formleg opnun í Skaftafelli (Jöklasýn // Extreme Ice Survey Iceland (EISI) | Facebook) og á Hala í Suðursveit hjá Glacier Adventures á verkefninu Jöklasýn, E...0 CommentsComment on Facebook
ALMENNINGI BOÐIÐ AÐ TAKA ÞÁTT Í AÐ VAKTA JÖKLABREYTINGAR - mailchi.mp/669f55dcae5b/vorfer-jrf-17985118 ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Minnum á Myndakvöld JÖRFÍ í kvöld - mailchi.mp/6424c656549b/vorfer-jrf-17984735 ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook