Síðan 1950

Jöklarannsóknafélag­ Íslands

Markmið félagsins er að stuðla að jöklarannsóknum og ferðalögum á jöklum landsins, gefa út tímaritið Jökul, ásamt fréttabréfi og gangast fyrir fræðandi fyrirlestrum og myndasýningum.

Jöklarannsóknafélag­ Íslands

Fréttir og tilkynningar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Formleg opnun EISI/Jöklasýn

Fimmtudaginn 3. október var formleg opnun á verkefninu Jöklasýn, Extreme Ice Survey Iceland (EISI) sem er samstarf Jöklarannsóknafélags Íslands og ljósmyndarans James Balog.
Dagurinn hófst á fræðslugöngu í Skaftafelli í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarður - Vatnajökull National Park og gengið að sjónskífunni sem stendur við Sjónarnípu. Um kvöldið voru svo haldnar kynningar í húsakynnum Glacier Adventure á Hala í Suðursveit. Báðir atburðir heppnuðust vel en segja má að veðurguðirnir hafi verið með í för, í Skaftafelli var milt og fallegt haustveður.

Á Hala mættu um 50 manns og hlýddu á erindi um Jöklarannsóknafélagið og starf þess gegnum árin, helstu mælingar, gamlar ljósmyndir, sporðamælingar og sögu og þróun verkefnisins Jöklasýnar.

Við látum myndirnar tala sínu máli en því miður heppnaðist hvorki streymi né upptaka af fundinum. Kynningarnar má hins vegar nálgast í fyrstu athugasemd við fréttina.

Nánar má lesa um Jöklasýn og hvernig hægt er að taka þátt í verkefninu á www.eisi.is
... See MoreSee Less

Formleg opnun EISI/Jöklasýn

Fimmtudaginn 3. október var formleg opnun á verkefninu Jöklasýn, Extreme Ice Survey Iceland (EISI) sem er samstarf Jöklarannsóknafélags Íslands og ljósmyndarans James Balog.
Dagurinn hófst á fræðslugöngu í Skaftafelli í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarður - Vatnajökull National Park og gengið að sjónskífunni sem stendur við Sjónarnípu. Um kvöldið voru svo haldnar kynningar í húsakynnum Glacier Adventure á Hala í Suðursveit. Báðir atburðir heppnuðust vel en segja má að veðurguðirnir hafi verið með í för, í Skaftafelli var milt og fallegt haustveður.

Á Hala mættu um 50 manns og hlýddu á erindi um Jöklarannsóknafélagið og starf þess gegnum árin, helstu mælingar, gamlar ljósmyndir, sporðamælingar og sögu og þróun verkefnisins Jöklasýnar. 

Við látum myndirnar tala sínu máli en því miður heppnaðist hvorki streymi né upptaka af fundinum. Kynningarnar má hins vegar nálgast í fyrstu athugasemd við fréttina.

Nánar má lesa um Jöklasýn og hvernig hægt er að taka þátt í verkefninu á www.eisi.isImage attachmentImage attachment+8Image attachment

1 CommentComment on Facebook

Hlekkir á kynningar: Andri Gunnarsson: t.ly/KE8VQ Hrafnhildur Hannesdóttir: t.ly/rw1vA Kieran Baxter: t.ly/f4Mxc

ALMENNINGI BOÐIÐ AÐ TAKA ÞÁTT Í AÐ VAKTA JÖKLABREYTINGAR - mailchi.mp/669f55dcae5b/vorfer-jrf-17985118 ... See MoreSee Less

ALMENNINGI BOÐIÐ AÐ TAKA ÞÁTT Í AÐ VAKTA JÖKLABREYTINGAR - https://mailchi.mp/669f55dcae5b/vorfer-jrf-17985118

Minnum á Myndakvöld JÖRFÍ í kvöld - mailchi.mp/6424c656549b/vorfer-jrf-17984735 ... See MoreSee Less

Minnum á Myndakvöld JÖRFÍ í kvöld - https://mailchi.mp/6424c656549b/vorfer-jrf-17984735

Myndakvöld JÖRFÍ - 5 September kl 20:00 - mailchi.mp/34efc926b536/vorfer-jrf-17984626 ... See MoreSee Less

Myndakvöld JÖRFÍ - 5 September kl 20:00 - https://mailchi.mp/34efc926b536/vorfer-jrf-17984626
2 months ago
Jöklarannsóknafélag Íslands Iceland Glaciological Society

... See MoreSee Less

1 CommentComment on Facebook

Dásamleg mynd!

Laugardaginn 17. ágúst tók JÖRFÍ þátt í að opna vefsíðu sem geymir alþjóðlegan lista yfir 15 valda jökla sem eru horfnir eða eiga stutt eftir. Listann má finna á vefsíðunni glaciercasualtylist.rice.edu/ og var settur í loftið undir forystu vísindamann við Rice háskóla í Houston. Listinn var unninn samkvæmt tilnefningum frá jöklafræðingum og í samráði við World Glacier Monitoring Service. Tugþúsundir jökla hafa horfið á undanförnum áratugum um allan heim og hugmyndin er að bæta jafnt og þétt við listann, fulltrúum þessarra horfnu jökla. Að viðburðinum stóðu auk þess Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Marvaða og UNESCO, en opnun fór fram í húsnæði Marvaða að Fiskislóð. Dominic Boyer frá Rice háskóla kynnti vinnuna á bak við listann og þakkaði fyrir framlög allra sem að honum komu. Hrafnhildur Hannesdóttir og Guðfinna Aðalgeirsdóttir fluttu stutt erindi um jöklabreytingar á Íslandi og í heiminum. Franski sendiherrann á Íslandi tók að lokum til máls og flutti fregnir af því að frönsk yfirvöld myndu styðja enn frekar við jöklarannsóknir á árabilinu 2025-2035, en á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður árið 2025 tileinkað hörfandi jöklum. Síðan var haldið út að Gróttu á Seltjarnarnesi þar sem í túnfæti nýs húss Náttúruminjasafns Íslands, hafði verið útbúinn tímabundinn jöklagrafreitur. Þar voru lesin upp eftirmæli um alla jöklana á listanum, en meðal mælenda voru Oddur Sigurðsson jöklafræðingur, Joaquin M.C. Belart fjarkönnunarsérfræðingur, Hildigunnur H. H. Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands, Fríða Ruiz-Völudóttir framhaldsskólanemi, Gísli Pálsson sagnfræðingur og erlendir framhaldsnemar í jarðvísindum við Háskóla Íslands. Ottó Magnússon, ísskurðarmeistari (klakastyttur.is/) á heiðurinn af legsteinunum sem vöktu mikla athygli og stóðu uppréttir fram eftir kvöldi, en voru horfnir morguninn eftir.

Sunnudaginn 18. ágúst var farin hópferð á vegum JÖRFÍ, Ferðafélags Íslands (FÍ) og Rice háskóla á Ok, til þess að minnast þess að 5 ár eru liðin frá því að minningarskildi var komið fyrir á fjallinu. Boðið var upp á rútuferð upp á Kaldadal, en þar bættust við fleiri þátttakendur sem komu á eigin vegum. Oddur Sigurðsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Andri Snær Magnason, Cymene Howe, Guðfinna Aðalgeirsdóttir og Hilmar Malmquist leiddu þátttakendur í allan sannleika um áhrif hlýnandi loftslags á jökla, hvernig líf kviknar í vötnum þegar jöklar hörfa og mikilvægi þess að leiða saman ólíka hópa til þess að miðla fróðleik um jökla á hverfanda hveli. Fararstjórar FÍ héldu vel utan um hópinn sem lét sig hafa það að ganga á fjallið í stífri norðanátt með takmarkað útsýni og snjófjúk.

news.rice.edu/news/2024/glaciers-peril-worlds-first-glacier-graveyard-and-global-glacier-casualty...
... See MoreSee Less

Laugardaginn 17. ágúst tók JÖRFÍ þátt í að opna vefsíðu sem geymir alþjóðlegan lista yfir 15 valda jökla sem eru horfnir eða eiga stutt eftir. Listann má finna á vefsíðunni https://glaciercasualtylist.rice.edu/ og var settur í loftið undir forystu vísindamann við Rice háskóla í Houston. Listinn var unninn  samkvæmt tilnefningum frá jöklafræðingum og í samráði við World Glacier Monitoring Service. Tugþúsundir jökla hafa horfið á undanförnum áratugum um allan heim og hugmyndin er að bæta jafnt og þétt við listann, fulltrúum þessarra horfnu jökla. Að viðburðinum stóðu auk þess Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Marvaða og UNESCO, en opnun fór fram í húsnæði Marvaða að Fiskislóð. Dominic Boyer frá Rice háskóla kynnti vinnuna á bak  við listann og þakkaði fyrir framlög allra sem að honum komu. Hrafnhildur Hannesdóttir og Guðfinna Aðalgeirsdóttir fluttu stutt erindi um jöklabreytingar á Íslandi og í heiminum. Franski sendiherrann á Íslandi tók að lokum til máls og flutti fregnir af því að frönsk yfirvöld myndu styðja enn frekar við jöklarannsóknir á árabilinu 2025-2035, en á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður árið 2025 tileinkað hörfandi jöklum. Síðan var haldið út að Gróttu á Seltjarnarnesi þar sem í túnfæti nýs húss Náttúruminjasafns Íslands, hafði verið útbúinn tímabundinn jöklagrafreitur. Þar voru lesin upp eftirmæli um alla jöklana á listanum, en meðal mælenda voru Oddur Sigurðsson jöklafræðingur, Joaquin M.C. Belart fjarkönnunarsérfræðingur, Hildigunnur H. H. Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands, Fríða Ruiz-Völudóttir framhaldsskólanemi, Gísli Pálsson sagnfræðingur og erlendir framhaldsnemar í jarðvísindum við Háskóla Íslands. Ottó Magnússon, ísskurðarmeistari (https://klakastyttur.is/) á heiðurinn af legsteinunum sem vöktu mikla athygli og stóðu uppréttir fram eftir kvöldi, en voru horfnir morguninn eftir. 

Sunnudaginn 18. ágúst var farin hópferð á vegum JÖRFÍ, Ferðafélags Íslands (FÍ) og Rice háskóla á Ok, til þess að minnast þess að 5 ár eru liðin frá því að minningarskildi var komið fyrir á fjallinu. Boðið var upp á rútuferð upp á Kaldadal, en þar bættust við fleiri þátttakendur sem komu á eigin vegum. Oddur Sigurðsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Andri Snær Magnason, Cymene Howe, Guðfinna Aðalgeirsdóttir og Hilmar Malmquist leiddu þátttakendur í allan sannleika um áhrif hlýnandi loftslags á jökla, hvernig líf kviknar í vötnum þegar jöklar hörfa og mikilvægi þess að leiða saman ólíka hópa til þess að miðla fróðleik um jökla á hverfanda hveli. Fararstjórar FÍ héldu vel utan um hópinn sem lét sig hafa það að ganga á fjallið í stífri norðanátt með takmarkað útsýni og snjófjúk. 

https://news.rice.edu/news/2024/glaciers-peril-worlds-first-glacier-graveyard-and-global-glacier-casualty-list-unveiledImage attachmentImage attachment+Image attachment

Jöklar á hverfanda hveli - Viðburðir í Reykjavík og við minningarskjöld um Okjökul 17.–18. ágúst 2024 - mailchi.mp/802758d7b23e/vorfer-jrf-17984407 ... See MoreSee Less

Jöklar á hverfanda hveli - Viðburðir í Reykjavík og við minningarskjöld um Okjökul 17.–18. ágúst 2024 - https://mailchi.mp/802758d7b23e/vorfer-jrf-17984407

1 CommentComment on Facebook

hvaða ár er myndin tekin sen haldið er á?

Load more

Velkomin á Jöklavefsjá 

Jöklavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands. Hún birtir mælingar og yfirlit um rannsóknir og breytingar á íslenskum jöklum. Hægt er að nálgast mæligögn og athuganir sem safnað er með reglubundnum hætti af innlendum stofnunum, fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Ritstjórn jöklavefsjárinnar uppfærir gagnasafnið jafnharðan og nýjar mælingar eru gerðar.

Jöklavefsjá

Skráning í  félagið – Join us

Til að ganga í félagið, getur þú fyllt út formið hér til hliðar.

Félagsaðild árið 2024 kostar kr. 8100,- á ári og fylgir henni eintak af Jökli, fagtímariti Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands. Árgjald fyrir námsmenn og fjölskyldufélaga er kr. 4100,-.

To join the club, you can fill out the form.

Membership in 2024 costs ISK. 8100 per year and is accompanied by a copy of Jökull, a professional journal of the Icelandic Glaciological Society and the Icelandic Geological Society. The annual fee for students and family members is ISK 4100, -.

Styrkja Jörfa – Contribute

 

Styrktar reikningur Kt. 670169-3839 Nr. 515-14-102002

Fill out my online form.