Síðan 1950

Jöklarannsóknafélag­ Íslands

Markmið félagsins er að stuðla að jöklarannsóknum og ferðalögum á jöklum landsins, gefa út tímaritið Jökul, ásamt fréttabréfi og gangast fyrir fræðandi fyrirlestrum og myndasýningum.

Jöklarannsóknafélag­ Íslands

Fréttir og tilkynningar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

📢 Ný rannsókn sýnir að rýrnun jökla á jörðinni herðir á sér! ❄️🌍

Sem hluti af samfélagsverkefninu Glacier Mass Balance Intercomparison Exercise (Glambie) hefur verið safnað saman öllum helstu rannsóknum sem byggja á fjölbreyttum mælingaaðferðum til að meta breytingar á massa jökla heimsins síðustu tvo áratugi.
Niðurstöðurnar, sem birtar voru í vísindaritinu Nature, sýna að bráðnun jökla um allan heim dregur úr ferskvatnsbirgðum á svæðisbundnum mælikvarða og stuðlar að sívaxandi hækkun sjávarborðs á heimsvísu.

Samkvæmt greininni hafa jöklar jarðar, að frátöldum stóru jökulbreiðunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu, tapað að meðaltali 273 milljörðum tonna af ís árlega frá aldamótum. Það samsvarar 273 rúmkílómetrum vatns á ári! 📉💧

Rýrnunin hefur aukist hratt undanfarin ár og hefur mikil áhrif á sjávarborð og vatnafar um allan heim. Þessi þróun hefur verið sérstaklega hröð í Mið-Evrópu og sunnanverðum Andesfjöllum, en einnig hér á Íslandi, þar sem jöklar hafa þynnst að meðaltali um 93 cm á ári frá 2000 til 2023. 🇮🇸🧊

Athyglisvert er að rýrnun íslensku jöklanna hægist eftir 2010, líklega vegna staðbundinnar kólnunar á Norður-Atlantshafi. Þó er ljóst að jöklarnir okkar eru meðal þeirra sem rýrna hvað hraðast í heiminum.

🔬 Rannsóknin er hluti af Glambie-verkefninu, alþjóðlegu samstarfi jöklafræðinga, og styður við átak Sameinuðu þjóðanna sem hefur tileinkað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli.

Í viðhengi er myndband sem sýnir helstu niðurstöður og hvernig gagna er aflað um afkomu jökla. Gaman er að segja frá því að Vatnajökull leikur stórt hlutverk í myndbandinu svo við hvetjum fólk til að horfa á það.
... See MoreSee Less

📢 Ný rannsókn sýnir að rýrnun jökla á jörðinni herðir á sér! ❄️🌍

Sem hluti af samfélagsverkefninu Glacier Mass Balance Intercomparison Exercise (Glambie) hefur verið safnað saman öllum helstu rannsóknum sem byggja á fjölbreyttum mælingaaðferðum til að meta breytingar á massa jökla heimsins síðustu tvo áratugi. 
Niðurstöðurnar, sem birtar voru í vísindaritinu Nature, sýna að bráðnun jökla um allan heim dregur úr ferskvatnsbirgðum á svæðisbundnum mælikvarða og stuðlar að sívaxandi hækkun sjávarborðs á heimsvísu. 

Samkvæmt greininni hafa jöklar jarðar, að frátöldum stóru jökulbreiðunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu, tapað að meðaltali 273 milljörðum tonna af ís árlega frá aldamótum. Það samsvarar 273 rúmkílómetrum vatns á ári! 📉💧

Rýrnunin hefur aukist hratt undanfarin ár og hefur mikil áhrif á sjávarborð og vatnafar um allan heim. Þessi þróun hefur verið sérstaklega hröð í Mið-Evrópu og sunnanverðum Andesfjöllum, en einnig hér á Íslandi, þar sem jöklar hafa þynnst að meðaltali um 93 cm á ári frá 2000 til 2023. 🇮🇸🧊

Athyglisvert er að rýrnun íslensku jöklanna hægist eftir 2010, líklega vegna staðbundinnar kólnunar á Norður-Atlantshafi. Þó er ljóst að jöklarnir okkar eru meðal þeirra sem rýrna hvað hraðast í heiminum.

🔬 Rannsóknin er hluti af Glambie-verkefninu, alþjóðlegu samstarfi jöklafræðinga, og styður við átak Sameinuðu þjóðanna sem hefur tileinkað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli.

Í viðhengi er myndband sem sýnir helstu niðurstöður og hvernig gagna er aflað um afkomu jökla. Gaman er að segja frá því að Vatnajökull leikur stórt hlutverk í myndbandinu svo við hvetjum fólk til að horfa á það.Image attachment

1 CommentComment on Facebook

Greinin er í opnu aðgengi hér: www.nature.com/articles/s41586-024-08545-z

Samantekt af aðalfundi Jöklarannsóknafélags Íslands 2025 - mailchi.mp/cff50215a8c3/arshatijoklarannsoknafelagsins-12-november-17987918 ... See MoreSee Less

Samantekt af aðalfundi Jöklarannsóknafélags Íslands 2025 - https://mailchi.mp/cff50215a8c3/arshatijoklarannsoknafelagsins-12-november-17987918
2 weeks ago
Jöklarannsóknafélag Íslands Iceland Glaciological Society

... See MoreSee Less

🇮🇸 Ljósmynd vikunnar
Ferð í Grímsvötn í Vatnajökli með Jöklarannsóknarfélaginu um Hvítasunnu 1972.

🇬🇧 Photo of the week
A trip to Grímsvötn in Vatnajökull with the Glacier Research Society during Pentecost in 1972.

📷 Soffía Vernharðsdóttir

#ljósmyndasafnreykjavíkur #reykjavíkmuseumofphotography #ljósmyndvikunnar #reykjavíkurborg #reykjavikcity
... See MoreSee Less

Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli (www.un-glaciers.org), og ákveðið að 21. mars ár hvert verði sérstakur alþjóðadagur jökla (www.un-glaciers.org/en/world-day-glaciers). Alþjóðaárið verður nýtt til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti.

Af þessu tilefni er efnt er til samkeppni á meðal barna- og ungmenna á aldrinum 10–20 ára. Óskað er eftir framlögum sem varpa ljósi á mikilvægi og eðli jökla, fegurð þeirra og hversu hverfulir þeir eru. Meðal vinninga er jöklaganga á Sólheimajökli, heimsókn í íshellinn á Langjökli og þátttaka í vorferð Jöklarannsóknafélagsins á Mýrdalsjökul. Sjá nánari upplýsingar á vef samkeppninnar (un.is/samkeppni-ungs-folks/).

FRÆÐSLA OG ÍTAREFNI:

Jöklavefsjáin (www.islenskirjoklar.is, www.icelandicglaciers.is)

Skilaboð frá Sameinuðu þjóðunum á ári jökla (www.un-glaciers.org/en/key-messages)

Fræðslusíða Vatnajökulsþjóðgarðs (www.vatnajokulsthjodgardur.is/fraedsla/horfandi-joklar/um-horfandi-jokla)

Fræðslubæklingur (vatnajokulsthjodgardur.cdn.prismic.io/vatnajokulsthjodgardur/175f4057-c0d1-4af2-b126-d519d8da55e2...)

Ljósmyndasíða JÖRFÍ (www.flickr.com/photos/196815796@N03/albums)

Myndbandssíða JÖRFÍ (www.youtube.com/@joklarannsoknafelag)

Alþjóðlegur listi horfinna jökla
(glaciercasualtylist.rice.edu)

Jöklavefsíða
(glacierchange.com/en/iceland/)
... See MoreSee Less

Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli (www.un-glaciers.org), og ákveðið að 21. mars ár hvert verði sérstakur alþjóðadagur jökla (www.un-glaciers.org/en/world-day-glaciers). Alþjóðaárið verður nýtt til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti.

Af þessu tilefni er efnt er til samkeppni á meðal barna- og ungmenna á aldrinum 10–20 ára. Óskað er eftir framlögum sem varpa ljósi á mikilvægi og eðli jökla, fegurð þeirra og hversu hverfulir þeir eru. Meðal vinninga er jöklaganga á Sólheimajökli, heimsókn í íshellinn á Langjökli og þátttaka í vorferð Jöklarannsóknafélagsins á Mýrdalsjökul. Sjá nánari upplýsingar á vef samkeppninnar (https://un.is/samkeppni-ungs-folks/).

FRÆÐSLA OG ÍTAREFNI:

Jöklavefsjáin (www.islenskirjoklar.is, www.icelandicglaciers.is)

Skilaboð frá Sameinuðu þjóðunum á ári jökla (https://www.un-glaciers.org/en/key-messages)

Fræðslusíða Vatnajökulsþjóðgarðs (https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/fraedsla/horfandi-joklar/um-horfandi-jokla)

Fræðslubæklingur (https://vatnajokulsthjodgardur.cdn.prismic.io/vatnajokulsthjodgardur/175f4057-c0d1-4af2-b126-d519d8da55e2_horfandi-joklar_2017_pdf-af-baekling.pdf)

Ljósmyndasíða JÖRFÍ (https://www.flickr.com/photos/196815796@N03/albums)

Myndbandssíða JÖRFÍ (https://www.youtube.com/@joklarannsoknafelag)

Alþjóðlegur listi horfinna jökla 
(https://glaciercasualtylist.rice.edu)

Jöklavefsíða 
(https://glacierchange.com/en/iceland/)

Upptaka af haustfundi komin á netið!

Vorið 2024 gerði Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið Helga Björnsson, jöklafræðing og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að heiðursfélaga sínum. Þetta er mikill heiður og viðurkenning á þeim jöklarannsóknum og brautryðjandastarfi sem Helgi hefur leitt á íslenskum jöklum. Á fundinum fór Finnur Pálsson yfir feril Helga og helstu verkefni gegnum tíðina.

Fundurinn fór fram Miðvikudaginn 20.nóvember 2024 í Öskju Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Upptökuna má nálgast hér:
... See MoreSee Less

Video image

0 CommentsComment on Facebook

Load more

Velkomin á Jöklavefsjá 

Jöklavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands. Hún birtir mælingar og yfirlit um rannsóknir og breytingar á íslenskum jöklum. Hægt er að nálgast mæligögn og athuganir sem safnað er með reglubundnum hætti af innlendum stofnunum, fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Ritstjórn jöklavefsjárinnar uppfærir gagnasafnið jafnharðan og nýjar mælingar eru gerðar.

Jöklavefsjá

Skráning í  félagið – Join us

Til að ganga í félagið, getur þú fyllt út formið hér til hliðar.

Félagsaðild árið 2024 kostar kr. 8100,- á ári og fylgir henni eintak af Jökli, fagtímariti Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands. Árgjald fyrir námsmenn og fjölskyldufélaga er kr. 4100,-.

To join the club, you can fill out the form.

Membership in 2024 costs ISK. 8100 per year and is accompanied by a copy of Jökull, a professional journal of the Icelandic Glaciological Society and the Icelandic Geological Society. The annual fee for students and family members is ISK 4100, -.

Styrkja Jörfa – Contribute

 

Styrktar reikningur Kt. 670169-3839 Nr. 515-14-102002

Fill out my online form.