Yfirlit yfir fréttir og færslur skrifaðar á vef félagsins

Nothing Found

Sorry, no posts matched your criteria

Haustfundur JÖRFÍ í kvöld

Við minnum á haustfund JÖRFÍ kl. 20 í kvöld, í Öskju, jarðvísindahúsi Háskóla Íslands. Fundinum verður einnig streymt á netinu, og hlekkurinn hér á eftir opnast stuttu fyrir fundinn: “https://eu01web.zoom.us/j/63571036479“.

Á fundinum mun Guðfinna Aðalgeirsdóttir kynna helstu niðurstöður er varða Ísland, jöklabreytingar og sjávarstöðubreytingar, úr nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC). Eftir kaffihlé munu Hrafnhildur Hannesdóttir og Oddur Sigurðsson segja sögu sporðamælinga JÖRFÍ. Frekari upplýsingar eru í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Haustfundur og nýtt fréttabréf JÖRFÍ

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 26. október kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Fundinum verður einnig streymt á netinu en frekari upplýsingar berast á vef félagsins er nær dregur.

Á fundinum mun Guðfinna Aðalgeirsdóttir kynna helstu niðurstöður er varða Ísland, jöklabreytingar og sjávarstöðubreytingar, úr nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC). Eftir kaffihlé munu Hrafnhildur Hannesdóttir og Oddur Sigurðsson segja sögu sporðamælinga JÖRFÍ.

Nánar um efni fundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Árshátíð JÖRFÍ 2020 og 2021 – Tvöföld gleði

Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldin með sérstökum hátíðarbrag þann 13. nóvember, 2021. Tilefnið er að fagna 70 (og 71 árs) afmæli félagsins.

Dagskráin hefst í Perlunni kl. 17 með opnun á sýningunni VORFERÐ sem fjallar um starfssemi félagsins og verður sýnd í “Dropanum“, sýningarrými Náttúruminjasafnsins á 2. hæð.

Þaðan verður gestum boðið uppá rútuferð á veislustaðinn sjálfan, sal Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í Leirdalnum. Boðið verður upp á spennandi þriggja rétta matseðil, þar á meðal grænmetisrétti. Aðgengi að veislusalnum er mjög gott og nægt pláss til þess að ræða málin og dansa af sér skóna.

Takið daginn frá og pússið dansskóna, við hlökkum til að samfagna með ykkur öllum!

🕺

Árshátíðar- og sýningarnefndin