Yfirlit yfir fréttir og færslur skrifaðar á vef félagsins

Nothing Found

Sorry, no posts matched your criteria

Fyrirlestur Þorsteins Sæmundssonar þriðjudaginn 20. apríl 2021 kl. 20:00

Þorsteinn Sæmundssson – fyrirlestur JÖRFÍ:  Ofanflóð á Íslandi – aurskriður og berghlaup.

Hver er staðan á rannsóknum og kortlagningu á Íslandi í dag? 

Fundurinn hefst kl. 20:00 en hlekkurinn opnast kl. 19:45. Hér er hlekkur á fundinn: https://eu01web.zoom.us/j/62125093634

Í fyrirlestri sínum mun Þorsteinn fara yfir rannsóknir á ofanflóðum á Íslandi og þá sér í lagi þess hluta sem flokka mætti til aurskriðna og berghlaupa. Miklar breytingar hafa orðið og eru að eiga sér stað í náttúru Íslands. Skriðjöklar hopa hratt, jökullón sem eru og hafa verið að myndast við sporði skriðjökla stækka að sama skapi. Fjallshlíðar fyrir ofan þessa hörfandi jökla og jökullón þeirra standa eftir, oft á tíðum óstöðugar. Samfara hlýnandi veðurfari hefur orðið vart við að sífreri í fjöllum er að þiðna og láta undan og hafa stór skriðuföll fallið hér á landi undanfarin áratug sem rekja má til þiðnunar sífrera. Vísbendingar eru um að breytingar hafi orðið á úrkomumynstur og úrkomuákefð samfara hlýnandi veðurfari og má hugsanlega rekja stór skriðuföll sem fallið hafa hér á landi á undanförnum árum til þeirra breytinga. Aurskriður og berghlaup eru þó engin nýlunda eins og glöggt má sjá á samantekt Ólafs Jónssonar. Fjölmörg dauðsföll má rekja til þessarar tegundar ofanflóða á síðustu öld og segja má að hurð hafa skollið nærri hælum á Seyðisfirði í desember síðastliðinn, en einhvern vegin hefur þessi málaflokkur almennt fengið mjög litla athygli hingað til hér á landi. Í fyrirlestri sínum mun Þorsteinn fara yfir hvernig staðið er að rannsóknum, skráningu og kortlagningu á aurskriðum og berghlaupum á Íslandi í dag og mun fjalla um nokkur nýleg dæmi skriðufalla á undanförnum áratugum. 

Þorsteinn lauk Bs prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1988 og fjórða árs prófi í jarðfræði frá HÍ sama ár. Þorsteinn hóf nám við Háskólann í Lundi árið 1989 og lauk þaðan Fil.lic prófi í ísaldarjarðfræði árið 1992 og doktorsprófi á sama sviði árið 1995. Vorið 1995 fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Íslands og hóf störf við snjóflóðadeild Veðurstofu Íslands vorið 1995 og starfaði þar til loka árs árið 1999. Í byrjun árs 2000 hóf hann störf sem forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra og byggði hana upp frá grunni. Þorsteinn starfaði sem þar til byrjun árs 2014 og hefur síðan þá starfað við kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands, en árið 2020 starfaði hann við afleysingar sem sérfræðingur í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 

Frá því að Þorsteinn snéri heim úr námi hefur hann unnið töluvert að rannsóknum á ofanflóðum. Störf hans á Veðurstofunni snéru að miklu leiti að snjóflóðum og uppbyggingu snjóflóðaeftirlits á landinu. Orsakir og eðli skriðufalla, auk rannsókna á jarðfræðilegum ummerkjum bæði snjóflóða og skriðufalla hefur þó alltaf skipað stóran sess í rannsóknum hans. 

Fyrirlestur um stuttmyndina “After Ice”

Þriðjudaginn 23. mars næstkomandi kl. 20:00 munu Kieran Baxter, Þorvarður Árnason og M Jackson segja sögu stuttmyndarinnar “After Ice”, sem er samstarfsverkefni höfundanna þriggja.

Eins og áður verður erindið flutt rafrænt en hlekkurinn á streymið opnar kl. 19:45 á: “https://eu01web.zoom.us/j/61000506511

Stuttmyndin After Ice er afurð fjögurra ára fjölþjóðlegs og þverfaglegs samstarfs á milli Kieran Baxters, Þorvarðar Árnasonar og M Jacksons. Myndin tengir saman þrívíddar- endurgerðir loftljósmynda frá fyrri tímum úr safni Landmælinga Íslands við drónamyndskeið sem tekin eru í samtímanum, í þeim tilgangi að gera hörfun jökla, sem hröðuð hefur verið af manna völdum, sýnilega og aðgengilega fyrir almenna áhorfendur. Í þessu erindi munum við líta um öxl og ræða um vinnuferil og markmið myndarinnar eins og þetta þróaðist yfir tíma. Við munum kanna möguleika á nýstárlegri notkun sjónrænna aðferða, bæði í þágu vísindamiðlunar og sem ákveðið form vísindarannsókna í sjálfu sér. Einnig munum við ræða hvernig listir og vísindi geta unnið saman að þróun farsælla leiða til þekkingarmiðlunar um áhrif loftslagsbreytinga.

Hægt er að horfa á myndina (12 mín) áður en erindið er haldið með því að fara á eftirfarandi slóð: climatevis.com/after-ice 

Þorvarður Árnason er líffræðingur, heimspekingur, kvikmyndagerðarmaður, ljósmyndari og forstöðumaður rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði

Kieran Baxter er skoskur vísindamaður og kennari í samskiptahönnun við Háskólann í Dundee í Skotlandi og jafnframt nýdoktor við Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði.

M. Jackson er bandarískur landfræðingur, jöklafræðingur og rithöfundur og hefur dvalið tvívegis á Hornafirði sem Fulbright-styrkþegi.

After Ice is a short film which emerged from a four-year international and interdisciplinary collaboration between Kieran Baxter, Þorvarður Árnason and M Jackson. The film combines three-dimensional reconstructions of historical aerial photographs from Landmælingar Íslands with current-day drone filming, with the aim of making the last 30 years of anthropogenically accelerated glacier melt visible and accessible to a public audience. In this talk we will reflect on the process and purpose behind the film. We will explore the potential of novel applications of visual media methods, both for outreach purposes and as a form of scientific research in themselves. We will also discuss how artistic and scientific disciplines can work together towards developing successful climate change communication.

We invite you to watch the short (12 minute) film After Ice online ahead of the talk: climatevis.com/after-ice 

Þorvarður Árnason is a biologist, film maker, photographer and the director of the Research Centre of the University of Iceland in Hornafjörður

Kieran Baxter is a scientists, lecturer in communication design at the University of Dundee and a post-doc researcher at the Research Centre of the University of Iceland in Hornafjörður

M. Jackson is an American geographer, glaciologist, writer and a National Geographic Explorer and has worked in Hornafjörður during her Fulbright scholarship program.

Aðalfundur JÖRFÍ og nýtt fréttabréf

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar kl. 20:00. Fundurinn mun fara fram með rafrænum hætti vegna Covid 19 og samkomutakmarkana.

Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Hlekkur með aðgangi á rafrænan aðalfund verður sendur á félaga tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Hafi rafræn aðalfundarboð ekki þegar borist í tölvuskeyti þann 11. febrúar þá þarf að athuga hvort rétt netfang sé skráð í félagatali JÖRFÍ. Félagar án netfangs, sem fá fréttabréf jafnan í bréfpósti, geta upplýst okkur um netfang sem við munum senda hlekkinn á rafræna fundinn á. Frekari leiðbeiningar eru í nýju fréttabréf.