Fyrstu skálarnir, á Breiðamerkursandi og í Esjufjöllum voru reistir sumarið 1951. Síðan hafa bæst við fleiri skálar en aðalaðstaða félagsins er á Grímsfjalli við Grímsvötn og í Jökulheimum við Tungnaárjökul. Húsin í Jökulheimum, hús II og III á Grímsfjalli og húsið í Esjufjöllum eru læst. Ferðamenn fá að gista í þeim ef pantað er fyrirfram og ekki eru árekstrar við notkun vegna rannsókna. Reyndin er sú að flestir sem eftir leita fá inni í skálunum í Jökulheimum og Grímsfjalli. Húsin á Grímsfjalli eru innan marka þjóðgarðsins í Skaftafelli, en brátt munu flestir skálar félagsins vera innan Vatnajökulsþjóðgarðs.

skálar JÖRFÍ