Mælt á Mýrdalsjökli

Uppstigningardagur var haldinn hátíðlegur á Mýrdalsjökli þegar vetrarákoma jökulsins var mæld. Myndarlegur hópur félaga JÖRFÍ hélt snemmdegis á jökulinn og boruðu þar þrjár afkomuholur jafnframt sem reynt var að leggja mat á öskudreifinguna á jöklinum frá gosinu í Eyjafjallajökli. Mikil aska var syðst á jöklinum en minnkaði heldur eftir því sem norðar dró en jökulinn var mjög ósléttur og ferðin sóttist seint. Að jafnaði mældist vetrarákoman um 20-30% minni en síðustu ár. Síðasti hluti hópsins var kominn aftur í bæinn eftir nær 20 klukkustunda ferð.

Hluti hópsins á Mýrdalsjökli (mynd: Hálfdán Ágústsson).

Hluti hópsins á Mýrdalsjökli (mynd: Hálfdán Ágústsson).

Á leid á jökul (mynd: Marius O. Jonassen)

Á leid á jökul (mynd: Marius O. Jonassen)