Jökull er tímarit Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands. Tímaritið er jafnt fagtímarit sem og málgagn félaganna. Nýrri heimasíðu tímaritsins var hleypt af stokkunum í ágúst 2013. Fyrirspurnum vegna tímaritsins er svarað á jokull@jorfi.is, en síðan sjálf er aðgengileg á eftirfarandi slóð:
Nýjasti árgangur Jökuls frá 2017 er sá 67. í röðinni en yfirlit yfir efni Jökuls er hér að neðan. Allt efni Jökuls til og með 1971 er aðgengilegt og opið. Eftir 1971 er allt félagsefni aðgengilegt auk ágripa vísindagreina.