Í tilefni af sumarferð – Leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð

Í tilefni af sumarferð Jöklarannsóknarfélagsins að Langasjó þá vilja samtökin “Vinir Vatnajökuls” bjóða meðlimum JÖRFÍ afslátt af bók samtakanna “Leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð” eftir Hjörleif Guttormsson. Bókin kom út fyrir síðustu áramót og býðst félögum JÖRFÍ að kaupa bókina á kr. 2.500,- í stað kr. 3.999,-. Til að nálgast bókina er hægt að senda tölvuskeyti á Kristbjörgu Hjaltadóttur, framkvæmdastjóra Vina Vatnajökuls, á netfangið “ksh hjá vinirvatnajokuls punktur is”.