Haustfundur og nýtt fréttabréf

Nýtt fréttabréf Jöklarannsóknafélagsins er komið út og er aðgengilegt hér.

Haustfundur félagsins verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans þriðjudaginn 22. október kl. 20. Í tilefni útgáfu bókarinnar “Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar” þá verður fjallað um vá af völdum jarðskjálfta og eldgosa á Íslandi og sýndar myndir af eldstöðvum og gosum í jöklum. Nánar um efni haustfundarins í nýútkomnu fréttabréfi.