Haustfundur og nýtt fréttabréf

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 21. október í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskólans. Á fundinum flytja Kristín Jónsdóttir og Guðrún Larsen erindi um vöktun umbrotana við Bárðarbungu og eldgosasögu Bárðarbungukerfisins. Nánar um fundinn í nýútkomnu fréttabréfi JÖRFÍ sem aðgengilegt er hér á vef félagsins: “Fréttabréf október 2014”.