GJÖRFÍ á Úlfarsfell

Nú hefjast gönguferðir GJÖRFÍ á ný og annað kvöld, þriðjudaginn 4. október, verður gengið á Úlfarsfell. Lagt verður af stað kl. 17:30 frá bílastæðinu við Hamrahlíð við Vesturlandsveg. Munið vasa- eða ennisljós.

Ferðir GJÖRFÍ verða aðra hverja viku og eftir tvær vikur er stefnt á gönguferð um Heiðmörk.