Fyrirlestur um stuttmyndina „After Ice“

Þriðjudaginn 23. mars næstkomandi kl. 20:00 munu Kieran Baxter, Þorvarður Árnason og M Jackson segja sögu stuttmyndarinnar „After Ice“, sem er samstarfsverkefni höfundanna þriggja.

Eins og áður verður erindið flutt rafrænt en hlekkurinn á streymið opnar kl. 19:45 á: „https://eu01web.zoom.us/j/61000506511

Stuttmyndin After Ice er afurð fjögurra ára fjölþjóðlegs og þverfaglegs samstarfs á milli Kieran Baxters, Þorvarðar Árnasonar og M Jacksons. Myndin tengir saman þrívíddar- endurgerðir loftljósmynda frá fyrri tímum úr safni Landmælinga Íslands við drónamyndskeið sem tekin eru í samtímanum, í þeim tilgangi að gera hörfun jökla, sem hröðuð hefur verið af manna völdum, sýnilega og aðgengilega fyrir almenna áhorfendur. Í þessu erindi munum við líta um öxl og ræða um vinnuferil og markmið myndarinnar eins og þetta þróaðist yfir tíma. Við munum kanna möguleika á nýstárlegri notkun sjónrænna aðferða, bæði í þágu vísindamiðlunar og sem ákveðið form vísindarannsókna í sjálfu sér. Einnig munum við ræða hvernig listir og vísindi geta unnið saman að þróun farsælla leiða til þekkingarmiðlunar um áhrif loftslagsbreytinga.

Hægt er að horfa á myndina (12 mín) áður en erindið er haldið með því að fara á eftirfarandi slóð: climatevis.com/after-ice 

Þorvarður Árnason er líffræðingur, heimspekingur, kvikmyndagerðarmaður, ljósmyndari og forstöðumaður rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði

Kieran Baxter er skoskur vísindamaður og kennari í samskiptahönnun við Háskólann í Dundee í Skotlandi og jafnframt nýdoktor við Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði.

M. Jackson er bandarískur landfræðingur, jöklafræðingur og rithöfundur og hefur dvalið tvívegis á Hornafirði sem Fulbright-styrkþegi.

After Ice is a short film which emerged from a four-year international and interdisciplinary collaboration between Kieran Baxter, Þorvarður Árnason and M Jackson. The film combines three-dimensional reconstructions of historical aerial photographs from Landmælingar Íslands with current-day drone filming, with the aim of making the last 30 years of anthropogenically accelerated glacier melt visible and accessible to a public audience. In this talk we will reflect on the process and purpose behind the film. We will explore the potential of novel applications of visual media methods, both for outreach purposes and as a form of scientific research in themselves. We will also discuss how artistic and scientific disciplines can work together towards developing successful climate change communication.

We invite you to watch the short (12 minute) film After Ice online ahead of the talk: climatevis.com/after-ice 

Þorvarður Árnason is a biologist, film maker, photographer and the director of the Research Centre of the University of Iceland in Hornafjörður

Kieran Baxter is a scientists, lecturer in communication design at the University of Dundee and a post-doc researcher at the Research Centre of the University of Iceland in Hornafjörður

M. Jackson is an American geographer, glaciologist, writer and a National Geographic Explorer and has worked in Hornafjörður during her Fulbright scholarship program.