Fyrirlestraröð JÖRFÍ

Fyrirkomulagið verður eftirfarandi:  

  • Ágrip/stutt kynning á efninu og flytjandanum mun fara á vefsíðuna nokkrum dögum fyrir fund.   
  • Vefslóð inn á fyrirlesturinn verður sett á vefsíðu JÖRFÍ kvöldið áður en fundurinn fer fram.   
  • Fundur hefst stundvíslega kl. 20:00 á fundardaginn. 
  • Hver fyrirlestur verður 30-45 mínútur. 
  • Í kjölfarið koma umræður og fyrirspurnir áheyrenda og fyrirlesari svarar. 
  • Tilkynningar um ágrip og áminningar um fundi verða sendar í tölvupósti til félagsfólks. 

Vilji fólk kaffi og kökur þarf hver og einn að sýna þá fyrirhyggju að fá sér slíkar veitingar heima, enn hafa ekki fundist aðferðir til að senda matvæli með tölvupósti. 

Stjórn JÖRFÍ