Frekari fréttir af sumarferð

Brottför í sumarferð Jöklarannsóknafélagsins verður næsta föstudag kl. 14 frá Select Vesturlandsvegi, en farið er á einkabílum. Þeir sem hyggjast mæta í sumarferðina eru beðnir um að senda stutt tölvuskeyti þess efnis á: “sumarferd@gmail.com”.

Fyrirhuguð dagskrá er eins og áður var auglýst. Komið verður að Langasjó síðla föstudags og gist verður í tjöldum við skála Útivistar við Sveinstind en fararstjóri í ferðinni og leiðsögumaður verður Jósef Hólmjárn. Laugardagurinn verður nýttur í gönguferð um svæðið, t.d. um Sveinstind, Fögrufjöll eða útfallið en það ræðst af áhuga og stemmningu. Gert er ráð fyrir að aka í rólegheitum heimleiðis á sunnudag, skoða áhugaverða staði og velja skemmtilegar leiðir.

Minnum einnig á tilboð frá Vinum Vatnajökuls, sjá hér að neðan.