Dagskrá GJÖRFÍ í upphafi vetrar

Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og verða í vetur að jafnaði farnar annan hvern fimmtudag kl. 17:30. Í skammdeginu verður gengið eftir upplýstum göngustígum, ennisljós geta þó komið að gagni. Gönguferðirnar taka ca 1 1/2 – 2 klst. Oft er farið á veitingastað að lokinni göngu, (upplagt fyrir þá sem ekki komast í göngu að hitta hópinn þar). Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson og Þóra Karlsdóttir, en frekari upplýsingar má nálgast hjá Þóru í síma 866-3370.

Dagskráin fram að jólum er hér að neðan.

Dags. Áfangastaður Brottför frá
4. október Fossvogsdalur Austan Borgarspítala
18. október Korpúlfsstaðir Korpúlfsstaðir
1. nóvember Laugardalur Áskirkja
15. nóvember Nauthólsvík Nauthóll
29. nóvember Kópavogsdalur Digraneskirkja
13. desember Vatnsmýri Norræna húsið