Upptaka frá erindi Joaquins á fjarfundi

Gerð var upptaka að erindi Joaquins á vorfundi Jöklarannsóknafélagsins og er upptakan aðgengileg hér að neðan.

Erindi Joaquins

Tengill á streymi á erindi vorfundar

Að þessu sinni heldur Jöklarannsóknafélag Íslands ekki hefðbundinn vorfund heldur verður haldinn veffundur þar sem streymt verður erindi Joaquín Belart um afkomu íslenskra jökla á tímabilinu 1945 – 2017. Streymið hefst á morgun, þriðjudagskvöld, kl. 20. Til að tengjast er smellt á tengilinn hér að neðan í vafra, ýmist á tölvu eða snjalltæki. Á snjalltæki getur þurft að hlaða niður zoom-appinu áður en tenging verður virk, en skilaboðin þess efnis ættu þá að birtast þegar smellt er á tengilinn. Auðkennisnúmer fundar og aðgangsorð eru einnig hér að neðan en ekki ætti að vera nauðsynlegt að nota þau.

Erindið sjálft fer fram á ensku en glærur eru að mestu á íslensku. Við bendum á að gerð verður upptaka að erindinu og verður hún aðgengileg um einhvern tíma af vefsíðu félagsins.

Joaquín Belart,
afkoma 14 íslenskra jökla á tímabilinu  1945 – 2017
kl. 20:00, 5. maí 2020.

Tengill: “
https://eu01web.zoom.us/j/69211072780?pwd=Vm9MVW45b1VuMHdyUFNNS0RSR25sUT09

Meeting ID: 692 1107 2780
Password: 232323

Vorfundur og nýtt fréttabréf JÖRFÍ

Vegna Covid-19 og takmarkana á samkomum þá heldur Jöklarannsóknafélag Íslands ekki hefðbundinn vorfund. Þess í stað verður fræðsluerindi Joaquín Muñoz-Cobo um jöklabreytingar 1945 – 2017 streymt á netinu. Streymið hefst kl. 20 þriðjudagskvöldið 5. maí 2020, og verður erindið aðgengilegt um tíma eftir að beinu streymi lýkur. Leiðbeiningar um hvernig tengjast á streyminu verða birtar hér á vefsíðunni þegar nær dregur.

Nánar um efni vorfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Aðalfundur og nýtt fréttabréf JÖRFÍ

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 25. febrúar kl. 20:00.

Að loknum aðalfundarstörfum þá mun Halldór Ólafsson segja í máli og myndum frá upphafsárum félagsins, Jóni Eyþórssyni stofnanda þess og því fólki sem með honum starfaði.

Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Dagskrá GJÖRFÍ til hausts 2020

Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og eru í vetur að jafnaði farnar annan hvern fimmtudag kl. 17:30. Í skammdeginu verður gengið eftir upplýstum göngustígum, ennisljós geta þó komið að gagni. Gönguferðirnar taka ca 1 1/2 – 2 klst. Oft er farið á veitingastað að lokinni göngu, (upplagt fyrir þá sem ekki komast í göngu að hitta hópinn þar). Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson (sími 822-2581) og Þóra Karlsdóttir, en frekari upplýsingar má nálgast hjá Þóru í síma 866-3370.

Dags.ÁfangastaðurBrottför
20. febrúarKópavogsdalurDigraneskirkja
5. marsElliðaárdalurRafveituheimilið
19. marsLaugardalurÁskirkja
2. aprílStraumurN1 Hafnarfirði
16. aprílRauðavatnMbl, hádegismóum
30. aprílHeiðmörkVífilsstaðahlíð
14. maíBúrfellsgjáHeiðmörk
28. maíHvaleyravatnN1 Hafnarfirði
Sumarfrí

6. ágústMosfellMosfellskirkja
20. ágústHelgufossGljúrfrasteinn
3. septemberÚlfarsfellÚlfarsárdalur
17. septemberTröllafoss