Tengill á streymi á erindi vorfundar

Að þessu sinni heldur Jöklarannsóknafélag Íslands ekki hefðbundinn vorfund heldur verður haldinn veffundur þar sem streymt verður erindi Joaquín Belart um afkomu íslenskra jökla á tímabilinu 1945 – 2017. Streymið hefst á morgun, þriðjudagskvöld, kl. 20. Til að tengjast er smellt á tengilinn hér að neðan í vafra, ýmist á tölvu eða snjalltæki. Á snjalltæki getur þurft að hlaða niður zoom-appinu áður en tenging verður virk, en skilaboðin þess efnis ættu þá að birtast þegar smellt er á tengilinn. Auðkennisnúmer fundar og aðgangsorð eru einnig hér að neðan en ekki ætti að vera nauðsynlegt að nota þau.

Erindið sjálft fer fram á ensku en glærur eru að mestu á íslensku. Við bendum á að gerð verður upptaka að erindinu og verður hún aðgengileg um einhvern tíma af vefsíðu félagsins.

Joaquín Belart,
afkoma 14 íslenskra jökla á tímabilinu  1945 – 2017
kl. 20:00, 5. maí 2020.

Tengill: “
https://eu01web.zoom.us/j/69211072780?pwd=Vm9MVW45b1VuMHdyUFNNS0RSR25sUT09

Meeting ID: 692 1107 2780
Password: 232323

Vorfundur og nýtt fréttabréf JÖRFÍ

Vegna Covid-19 og takmarkana á samkomum þá heldur Jöklarannsóknafélag Íslands ekki hefðbundinn vorfund. Þess í stað verður fræðsluerindi Joaquín Muñoz-Cobo um jöklabreytingar 1945 – 2017 streymt á netinu. Streymið hefst kl. 20 þriðjudagskvöldið 5. maí 2020, og verður erindið aðgengilegt um tíma eftir að beinu streymi lýkur. Leiðbeiningar um hvernig tengjast á streyminu verða birtar hér á vefsíðunni þegar nær dregur.

Nánar um efni vorfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Aðalfundur og nýtt fréttabréf JÖRFÍ

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 25. febrúar kl. 20:00.

Að loknum aðalfundarstörfum þá mun Halldór Ólafsson segja í máli og myndum frá upphafsárum félagsins, Jóni Eyþórssyni stofnanda þess og því fólki sem með honum starfaði.

Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Dagskrá GJÖRFÍ til hausts 2020

Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og eru í vetur að jafnaði farnar annan hvern fimmtudag kl. 17:30. Í skammdeginu verður gengið eftir upplýstum göngustígum, ennisljós geta þó komið að gagni. Gönguferðirnar taka ca 1 1/2 – 2 klst. Oft er farið á veitingastað að lokinni göngu, (upplagt fyrir þá sem ekki komast í göngu að hitta hópinn þar). Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson (sími 822-2581) og Þóra Karlsdóttir, en frekari upplýsingar má nálgast hjá Þóru í síma 866-3370.

Dags.ÁfangastaðurBrottför
20. febrúarKópavogsdalurDigraneskirkja
5. marsElliðaárdalurRafveituheimilið
19. marsLaugardalurÁskirkja
2. aprílStraumurN1 Hafnarfirði
16. aprílRauðavatnMbl, hádegismóum
30. aprílHeiðmörkVífilsstaðahlíð
14. maíBúrfellsgjáHeiðmörk
28. maíHvaleyravatnN1 Hafnarfirði
Sumarfrí

6. ágústMosfellMosfellskirkja
20. ágústHelgufossGljúrfrasteinn
3. septemberÚlfarsfellÚlfarsárdalur
17. septemberTröllafoss

Upplýsingar um árshátíðina

Nú eru einungis 4 dagar í partý ársins!

Árshátíðin verður haldin á laugardaginn 16. nóvember og er mæting í fordrykk kl. 18 í Öskju, húsi Háskóla Íslands. Þaðan verður svo rúta sem mun keyra okkur að veislusalnum þar sem dýrindis kvöldverður verður á boðstólnum ásamt mikilli gleði og söng.

Það verður enginn bar í veislunni, kjörið tækifæri til að taka með sína uppáhalds drykki til að súpa á allt kvöldið.

Miðasalan er enn í fullum gangi og hægt er að kaupa miða á 6500 kr. hjá Baldri (s. 773-4045), Dísu (s. 525-5862) og Garðari (s. 893-0785).