Byggingarvinna í Jökulheimum

Vinna við stækkun nýja skála í Jökulheimum er hafin. Undirstöður voru steyptar í maí og fimmtudaginn 12. ágúst næstkomandi verður hafist handa við viðbygginguna sjálfa, ef veður leyfir. Allir sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg (eða hamar) er velkomnir. Margar hendur vinna létt verk. Kynngimagnað umhverfi og skemmtilegur félagskapur í vinnulaun.

Þeir sem vilja aðstoða við skálabygginguna er beðnir að hafa samband við Guðbjörn Þórðarsson í síma 897-7946 eða á netfangið bubbipipari@simnet.is.

Eins fram kom í síðasta fréttabréfi verður skálinn stækkaður um 28 fermetra til austurs og þar verður svefnpláss fyrir 16 manns í 8 tvíbreiðum kojum.

Byggingarnefndin