Entries by Katla

Fyrirlestur Þorsteins Sæmundssonar þriðjudaginn 20. apríl 2021 kl. 20:00

Þorsteinn Sæmundssson – fyrirlestur JÖRFÍ:  Ofanflóð á Íslandi – aurskriður og berghlaup. Hver er staðan á rannsóknum og kortlagningu á Íslandi í dag?  Fundurinn hefst kl. 20:00 en hlekkurinn opnast kl. 19:45. Hér er hlekkur á fundinn: https://eu01web.zoom.us/j/62125093634 Í fyrirlestri sínum mun Þorsteinn fara yfir rannsóknir á ofanflóðum á Íslandi og þá sér í lagi þess […]

Pétur Þorleifsson, heiðursfélagi JÖRFÍ, 2. júlí 1933 – 6. janúar 2021

Mánudaginn 25. janúar, voru borin til grafar hjónin Guðbjörg Jóna Hjálmarsdóttir og Pétur Þorleifsson.  Pétur var fjalla- og jöklamaður og heiðursfélagi í Jöklarannsóknafélaginu.  Þau létust með 10 daga millibili en bæði áttu við vanheilsu að stríða síðustu misserin.  Pétur var fæddur 1933 og því á 88. aldursári þegar hann lést.  Hann var allra manna víðförlastur og fróðastur þegar […]

Fyrirlestur Sigrúnar Helgadóttur þriðjudaginn 12.1.2021

Fjarfundur JÖRFÍ þriðjudag 12. janúar kl. 20-21Sigrún Helgadóttir – fyrirlestur JÖRFÍ:  Sigurður Þórarinsson, fyrstu ferðir hans á jökla.Hér er hlekkur á fundinn, hann opnast kl. 19:45: https://eu01web.zoom.us/j/68720181437 Ágrip fyrirlestursins: Sigurður Þórarinsson, fyrstu ferðir hans á jökla. Störf Sigurðar fyrir Jöklarannsóknafélagið þarf vart að kynna félögum þess. Hann sat í stjórn félagsins í 30 ár, leiðangursstjóri […]

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík 70 ára

JÖRFÍ á sér jafnaldra þar sem er Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík.  Sveitin var stofnuð í nóvember 1950, í kjölfar Geysisslyssins.  JÖRFÍ og FBS hafa löngum átt samleið og úr röðum sveitarinnar hafa komið margir þeirra sem unnið hafa mikið starf fyrir JÖRFÍ.  Félagið óskar Flugbjörgunarsveitinni til hamingju með tímamótin.  Í tilefni af afmæli FBS varð til […]

Afmæliskveðja – 22. nóvember 2020 – 70 ár frá stofnun JÖRFÍ

Vegna strangra samkomutakmarkana hefur félagið þurft að fresta mestallri afmælisdagskrá. Þess vegna er til kominn þessi fátæklegi pistill hér á vefsíðu félagsins.  Opnun sýningar í Perlunni í samvinnu við Náttúruminjasafn Íslands er frestað fram á næsta ár.  Árshátíð er einnig frestað; vonandi verður hægt að halda hana í mars á næsta ári.  Þrátt fyrir covid höfðum við vonast […]