Entries by hrafnha

Dagskrá JÖRFÍ

Á síðasta stjórnarfundi voru ákveðnar dagsetningar fyrir ferðir og aðra viðburði sem eru á dagskrá hjá félaginu. Haustgönguferðir í aflestur á sumarleysingu í samstarfi við 66°Norður eru settar fram með bráðabirgðadagsetningum, enda mjög háðar veðri. Einnig þarf gott veður og skyggni til þess að fara í Þórsmörk í ljósmyndaleiðangur, hér má skoða myndirnar sem fyrirhugað […]

Afkomumælingaferð á Mýrdalsjökul 15. maí frestað

Í ljósi lélegrar veðurspár fyrir bæði laugardag og sunnudag, þar sem stefnir í talsverða ofankomu og hvassviðri höfum við ákveðið að fresta ferð á Mýrdalsjökul sem fyrirhuguð var um helgina. Við munum endurmeta stöðuna í byrjun næstu viku og horft til þess að reyna við næsta góða veðurglugga. Við sendum svo í framhaldinu nýja ferðáætlun! Undirbúningsnefndin,Andri, […]

Hulda Filppusdóttir (1924-2022)

Hulda Filippusdóttir, heiðursfélagi JÖRFÍ, lést þann 29. mars á 98. aldursári og útför hennar var 7. apríl.  Hulda stundaði svifflug á yngri árum, útilegur og fjallaferðir alla tíð og tók þátt í fjölda ferða á Vatnajökul. Hún var virk fram undir það síðasta, fór m.a. þyrluferð að eldgosinu við Fagradalsfjall á síðasta ári. Þegar þau Árni […]

Ný stjórn JÖRFÍ og nýtt fólk í nefndir

Aðalfundur Jöklarannsóknafélagsins var haldin 22. febrúar síðastliðinn í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands . Aðalfundarstörf fóru fram með hefðbundnum hætti eins og fyrri ár. Fundarstjóri var Tómas Jóhannesson og fundarritari Finnur Pálsson en gerður var góður rómur að þeirra störfum. Skýrsla stjórnar var flutt og endurskoðaðir reikningar lagðir fram. Magnús Tumi Guðmundsson hefur verið formaður félagsins í […]