Entries by hrafnha

Verkefnið “Hörfandi jöklar”

Á undanförnum misserum hefur verið unnið að miðlun upplýsingum um jökla og loftslagsbreytinga í gegnum verkefnið Hörfandi jöklar,  í samstarfi Umhverfis-og auðlindaráðuneytisins, Vatnajökulsþjóðgarðs, Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Náttúrustofu Suðausturlands og Gagaríns. Ein af afurðum þess verkefnis er fræðslubæklingur sem gefur innsýn í þær breytingar sem hlýnandi loftslag hefur á skriðjökla Vatnajökuls.  Bæklingurinn er á íslensku og […]

skálinn að Breiðá tekinn í gegn um Verslunarmannahelgina

Nokkrir félagar JÖRFÍ halda austur í sveitir um helgina og ætla að dytta að elsta skála félagsins á Breiðamerkursandi. Einnig stendur til að setja upp GPS tæki á sporði Breiðamerkurjökuls og kortleggja nokkra jökulgarða í sýslunni. Hvetjum félagsmenn til þess að líta við, leggja mat á framkvæmdirnar og fagna góða veðrinu.