Entries by hannakata

Ráðstefna til heiðurs Sigfúsi Johnsen jöklafræðingi

Athygli er vakin á ráðstefnu til heiðurs Sigfúsi Johnsen jöklafræðingi sem haldin verður í lok ágúst næstkomandi  í tilefni af 70 ára afmæli Sigfúsar. Áður var ráðgert að halda ráðstefnuna í lok apríl en henni frestað vegna áhrifa eldgoss í Eyjafjallajökli á samgöngur. Sigfús Johnsen eðlis- og jöklafræðingur við Hafnarháskóla er einn af kunnustu vísindamönnum Íslendinga […]

Helgi Björnsson hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin

Helgi Björnsson hlaut þann 10. febrúar Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka fyrir bók sína Jöklar á Íslandi. Helgi er vel að verðlaununum komin enda bókin mikið og glæsilegt rit, byggt á áratuga rannsóknum Helga og samstarfsmanna hans við Háskóla Íslands og víðar. Í henni er lýst „jöklum þessa lands og sambúð þjóðarinnar við þá frá […]

Aðalfundur og fréttabréf

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar 2010 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Efni fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf. Að loknum aðalfundarstörfum sýna Gísli og Freyr Jónssynir myndir úr leiðangri á Suðurskautslandið í nóvember síðastliðinn. Nánari upplýsingar um aðalfund er að finna í nýútkomnu fréttabréfi sem má nálgast hér.

Jöklar á Íslandi – Helgi Björnsson

Í tilefni af nýútkominni bók Helga Björnssonar Jöklar á Íslandi munu Jöklarannsóknafélag Íslands og Hið íslenska náttúrufræðafélag standa að sameiginlegum fundi mánudaginn 30. nóvember. Þar mun Helgi Björnsson jöklafræðingur halda fyrirlestur undir yfirskriftinni Jöklar á Íslandi við upphaf 21. aldar og framtíðarhorfur. Fundurinn verður haldinn í Salnum í Kópavogi og hefst klukkan 17:15. Bókin verður […]

Árshátíð JÖRFÍ 14. nóvember í Þórsmörk

Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldin í Básum á Goðalandi helgina 14.-15. nóvember næstkomandi. Lagt verður af stað frá Select við Vesturlandsveg á laugardagsmorgni á bílum félagsmanna JÖRFÍ. Einnig verður boðið upp á sætaferðir frá Stóru-Mörk kl. 17. Dagskrá: -Lagt af stað frá Select við Vesturlandsveg kl. 10 laugardaginn 14. nóvember -Gönguferð um Goðaland undir leiðsögn Madame […]