Entries by halfdana

“13. september“ ferð í Jökulheima/Tungnaáröræfi

Áhugi er fyrir því að endurvekja “13. september” ferð Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheima og nágrenni. Eftir snarpa áhugakönnun í facebook-hóp félagsins er afráðið að láta slag standa og blása til öræfaferðar helgina 21.-23. september nk. Brottför verður frá Reykjavík kl. 18 föstudagskvöldið 21. sept. og ekið í Jökulheima, þar sem gist verður báðar næturnar. Opinber dagskrá […]

Sumarferð JÖRFÍ 10.-12. ágúst

Sumarferð JÖRFÍ verður farin helgina 10. – 12. ágúst. Brottför verður úr bænum kl. 13 á föstudeginum fyrir þá sem komast svo snemma annars kl. 17. Ekið verður um Skeið, Flúðir, Tungufell, Svínanes, Kerlingafjöll og þaðan í Setrið en þeir sem leggja síðar af stað fara sem leið liggur um Kjöl og Kerlingafjöll í Setur. […]

Vorfundur og nýtt fréttabréf JÖRFÍ

Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 17. apríl kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Á fundinum flytur Ólafur Ingólfsson erindi um ísaldarjökulinn á Íslandi og Hallgrímur Magnússon segir frá fjögurra vikna skíðaferð um austurfjöll Grænlands. Nánar um efni vorfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Dagskrá GJÖRFÍ fram á sumar

Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og verða nú jafnaði farnar annan hvern þriðjudag kl. 17:30. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson og Þóra Karlsdóttir. Dagskráin fram á haust er hér að neðan. Dags. Áfangastaður Brottför 6. mars Kópavogsdalur Digraneskirkja 20. mars Laugardalur Áskirkja 3. apríl Elliðaárdalur Rafveituheimilið 17. apríl Hvaleyrarvatn N1 […]