Entries by halfdana

Mæliferð á Mýrdalsjökul

Þann 20. september verður farið og vitjað um mælistikur Jöklarannsóknafélagsins á Mýrdalsjökli. Þetta er stuttur dagstúr og farið verður á vélsleðum. Ferðin er opin áhugasömum sem eru vanir ferðalögum á jökli og mæta á eigin sleðum. Yfirmælingameistari er Eiríkur ungi (raflost hja hotmail.com).

Viðhaldsferð í Jökulheima

Næstkomandi helgi 14. – 16. ágúst verður farið í viðhaldsferð inn í Jökulheima undir forystu skálanefndamanna. Þeir sem eru áhugasamir um að leggja land undir fót og pensla á þök geta nálgast frekari upplýsinga hjá Guðbirni (Bubba) formanni skálanefndar í síma 8977946. Nefndin

Mælt á Mýrdalsjökli

Laugardaginn 9. maí héldu félagar í Jöklarannsóknafélaginu til mælinga á Mýrdalsjökli. Eins og í fyrri ferðum var ætlunin að bora þrjár holur og kanna vetrarákomuna á jökulinn. Á jökulinn lögðu fjórir bílar, 10 mælingarmenn og einn jöklahundur. Leiðangursmenn bora fyrstu holuna á Mýrdalsjökli vorið 2009 og Björn kyndir reyk(gufu)vélina. Mynd: Símon Halldórsson. Veðurspáin gaf fyrirheit […]

Afkomumælingar á Mýrdalsjökli

Undanfarin tvö ár hefur afkoma verið mæld á Mýrdalsjökli eftir nokkuð stopular mælingar árin á undan. Í fyrra fór stór hópur á jökulinn og boraði 3 holur sem náðu 9, 10 og 12 metra dýpi sem er svipað og árið á undan. Í ár verður haldið í hefðina og aftur mælt á Mýrdalsjökli. Ferðin er […]