Entries by halfdana

Vorfundur JÖRFÍ og nýtt fréttabréf

Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 3. maí kl. 20:00 í sal 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Efni fundarins er erindi Tómasar Jóhannessonar: “Mælingar á yfirborði og yfirborðsbreytingum íslenskra jökla með leysimælingum”. Nýtt fréttabréf JÖRFÍ má finna hér.

Aðalfundur JÖRFÍ

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 22. febrúar kl. 20:00 í sal 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um efni fundarins er í fréttabréfi.

Byggingarvinna í Jökulheimum

Vinna við stækkun nýja skála í Jökulheimum er hafin. Undirstöður voru steyptar í maí og fimmtudaginn 12. ágúst næstkomandi verður hafist handa við viðbygginguna sjálfa, ef veður leyfir. Allir sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg (eða hamar) er velkomnir. Margar hendur vinna létt verk. Kynngimagnað umhverfi og skemmtilegur félagskapur í vinnulaun. Þeir […]

Mælt á Mýrdalsjökli

Uppstigningardagur var haldinn hátíðlegur á Mýrdalsjökli þegar vetrarákoma jökulsins var mæld. Myndarlegur hópur félaga JÖRFÍ hélt snemmdegis á jökulinn og boruðu þar þrjár afkomuholur jafnframt sem reynt var að leggja mat á öskudreifinguna á jöklinum frá gosinu í Eyjafjallajökli. Mikil aska var syðst á jöklinum en minnkaði heldur eftir því sem norðar dró en jökulinn […]