Entries by halfdana

Mælt á Mýrdalsjökli

Laugardaginn 9. maí héldu félagar í Jöklarannsóknafélaginu til mælinga á Mýrdalsjökli. Eins og í fyrri ferðum var ætlunin að bora þrjár holur og kanna vetrarákomuna á jökulinn. Á jökulinn lögðu fjórir bílar, 10 mælingarmenn og einn jöklahundur. Leiðangursmenn bora fyrstu holuna á Mýrdalsjökli vorið 2009 og Björn kyndir reyk(gufu)vélina. Mynd: Símon Halldórsson. Veðurspáin gaf fyrirheit […]

Afkomumælingar á Mýrdalsjökli

Undanfarin tvö ár hefur afkoma verið mæld á Mýrdalsjökli eftir nokkuð stopular mælingar árin á undan. Í fyrra fór stór hópur á jökulinn og boraði 3 holur sem náðu 9, 10 og 12 metra dýpi sem er svipað og árið á undan. Í ár verður haldið í hefðina og aftur mælt á Mýrdalsjökli. Ferðin er […]

Árshátíð JÖRFÍ laugardaginn 8. nóvember 2008

Lagt verður upp frá nágrenni Select við Vesturlandsveg, hvar Ölgerð Egils Skallagrímssonar býður til fordrykkjar í húsakynnum sínum stundvíslega kl. 17.30. Að þeirri stund lokinni verður haldið með langferðabíl á vit ævintýranna þar sem okkar bíður veislumatur og dansiball með lifandi tónlist í þéttbýli innan Stór-Kópavogssvæðisins… Fólk ber ábyrgð á eigin veigum til hátíðarhaldanna sem […]

Vetrarákoma mæld á Mýrdalsjökli

Á laugardaginn var fór stór hópur jöklamanna á 10 bílum í mælinga- og skemmtiferð á Mýrdalsjökul. Tilgangur ferðarinnar var að bora þrjár afkomuholur og njóta þess jafnframt að vera á jöklinum. Færið neðst á jöklinum var verulega þungt en ofar á honum var færið prýðilegt og ferðin sóttist vel. Veðrið hentaði vel til vinnu en […]