Entries by halfdana

Byggingarvinna í Jökulheimum

Vinna við stækkun nýja skála í Jökulheimum er hafin. Undirstöður voru steyptar í maí og fimmtudaginn 12. ágúst næstkomandi verður hafist handa við viðbygginguna sjálfa, ef veður leyfir. Allir sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg (eða hamar) er velkomnir. Margar hendur vinna létt verk. Kynngimagnað umhverfi og skemmtilegur félagskapur í vinnulaun. Þeir […]

Mælt á Mýrdalsjökli

Uppstigningardagur var haldinn hátíðlegur á Mýrdalsjökli þegar vetrarákoma jökulsins var mæld. Myndarlegur hópur félaga JÖRFÍ hélt snemmdegis á jökulinn og boruðu þar þrjár afkomuholur jafnframt sem reynt var að leggja mat á öskudreifinguna á jöklinum frá gosinu í Eyjafjallajökli. Mikil aska var syðst á jöklinum en minnkaði heldur eftir því sem norðar dró en jökulinn […]

Mæliferð á Mýrdalsjökul

Þann 20. september verður farið og vitjað um mælistikur Jöklarannsóknafélagsins á Mýrdalsjökli. Þetta er stuttur dagstúr og farið verður á vélsleðum. Ferðin er opin áhugasömum sem eru vanir ferðalögum á jökli og mæta á eigin sleðum. Yfirmælingameistari er Eiríkur ungi (raflost hja hotmail.com).

Viðhaldsferð í Jökulheima

Næstkomandi helgi 14. – 16. ágúst verður farið í viðhaldsferð inn í Jökulheima undir forystu skálanefndamanna. Þeir sem eru áhugasamir um að leggja land undir fót og pensla á þök geta nálgast frekari upplýsinga hjá Guðbirni (Bubba) formanni skálanefndar í síma 8977946. Nefndin