Entries by halfdana

Afkomumæliferð á Mýrdalsjökull

Fyrirhugað er að fara dagsferð á Mýrdalsjökul til afkomumælinga, helgina 15. – 16. maí. Ferðin er sem fyrr opin áhugasömum, en vegna Covid-19 verður ekki hægt að sameinast í bíla og verður ferðafólk því nú að mæta á eigin jöklabílum. Frekari upplýsingar birtast hér á vefsíðu félagsins er nær dregur.

Fyrirlestur um stuttmyndina “After Ice”

Þriðjudaginn 23. mars næstkomandi kl. 20:00 munu Kieran Baxter, Þorvarður Árnason og M Jackson segja sögu stuttmyndarinnar “After Ice”, sem er samstarfsverkefni höfundanna þriggja. Eins og áður verður erindið flutt rafrænt en hlekkurinn á streymið opnar kl. 19:45 á: “https://eu01web.zoom.us/j/61000506511” Stuttmyndin After Ice er afurð fjögurra ára fjölþjóðlegs og þverfaglegs samstarfs á milli Kieran Baxters, […]

Aðalfundur JÖRFÍ og nýtt fréttabréf

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar kl. 20:00. Fundurinn mun fara fram með rafrænum hætti vegna Covid 19 og samkomutakmarkana. Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ. Hlekkur með aðgangi á rafrænan aðalfund verður sendur á félaga tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Hafi rafræn aðalfundarboð ekki þegar borist í tölvuskeyti þann 11. febrúar […]

JÖRFÍ í Lestinni á Rás 1

Í tilefni 70 ára afmælis Jöklarannsóknafélagsins verður fjallað um félagið næstu fimmtudaga í Lestinni á Rás 1. Í pistlunum mun Anna Marsibil ræða við fólk um félagið, ferðir, rannsóknir, sovét og vatikanið. Pistlaröðin hefst á fimmtudaginn kemur 8. október með viðtali við Magnús Tuma, formann. Þættirnir verða aðgengilegir á hlaðvarpi Rúv og jafnvel lengri útgáfa […]

Afmælisferð JÖRFÍ í Jökulheima

Nú styttist í afmælisferð félagsins í Jökulheima um næstu helgi. Tilkynna þarf um þátttöku í síðasta lagi annað kvöld, þriðjudagskvöld í tölvupósti eða í síma til Þóru Karlsdóttur (thorakarls@gmail.com, sími: 866-3370). Í ferðinni munum við fara yfir sögu Jökulheima og hvernig Jöklarannsóknafélagið byggði þessa bækistöð fyrir Vatnajökulsferðir. Við skoðum sögu hörfunar Tungnaárjökuls frá því að […]