Entries by halfdana

Streymt frá aðalfundi í kvöld.

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 22. febrúar 2022 kl. 20:00 í sal 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Streymt verður frá fundinum fyrir kaffihlé, en ekki verður hægt að greiða atkvæði. Hlekkur á streymið: „https://eu01web.zoom.us/j/65541794022„. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum og kaffihléi verður sýnd heimildakvikmyndin, “Hinn stóri samhljómur sandsins“ sem lýsir hinni stórbrotnu […]

Aðalfundur JÖRFÍ og nýtt fréttabréf

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 22. febrúar kl. 20:00, í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ: „https://jorfi.is/wp-content/uploads/2022/02/151_2022-02.pdf„.

Frá formanni JÖRFÍ

Nú í febrúar verða liðin 24 ár síðan ég var kosinn formaður Jöklarannsóknafélagsins og 26 ár frá því ég kom inn í stjórn þess.  Þessi tími er búinn að líða hratt og margt á dagana drifið.  Félag eins og okkar byggist á vinnu margra.  Það hefur verið gæfa félagsins að í það hefur sótt duglegt […]

Fyrirlestrar annað kvöld um Grímsvatnahlaup og skjálftamælingar á Vatnajökli

Við minnum á fjarfundinn annað kvöld, miðvikudaginn 19. janúar, kl. 20 – 22. Eyjólfur Magnússon mun segja frá Grímsvatnahlaupi sem varð í lok árs 2021 og Kristín Jónsdóttir ásamt Sölva Þrastarsyni segja frá óhefðbundnum jarðskjálftamælingum með ljósleiðara á Grímsfjalli. Í upphafi fundarins verður nýr vefur tímaritsins Jökuls formlega opnaður og virkni hans kynnt. Nánari upplýsingar […]