Árshátíð JÖRFÍ – Miðasala hafin

Árshátíð JÖRFÍ verður haldin með sérstökum hátíðarbrag laugardaginn 13. nóvember, en tilefnið er að fagna 70 (og 71 árs) afmæli félagsins.

Dagskráin hefst í Perlunni kl. 17 á árshátíðardaginn, með opnun á sýningunni VORFERÐ sem fjallar um starfssemi félagsins og verður sýnd í “Dropanum“, sýningarrými Náttúruminjasafnsins á 2. hæð.

Frá Perlunni verður gestum boðið uppá rútuferð á veislustaðinn sjálfan, sal Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í Leirdalnum. Boðið verður upp á spennandi þriggja rétta matseðil, þar á meðal grænmetisrétti. Aðgengi að veislusalnum er mjög gott og nægt pláss til þess að ræða málin og dansa af sér skóna. Krapablár fordrykkur, lifandi tónlist, myndasýning og skelegg veislustjórn í höndum Bryndísar Brands.

Miðaverð er kr. 9.000,- fyrir almenna félaga og sérstakt verð fyrir nemendur er kr. 6.000,-. Miðasala er hjá Tollý og Dísu í Öskju, Hrafnhildi og Bergi á Veðurstofunni og Garðari Briem.

Takið daginn frá og pússið dansskóna, við hlökkum til að samfagna með ykkur öllum.