Árshátíð JÖRFÍ 5. nóvember!

Nú styttist í árshátíðina, en hún verður haldinn laugardaginn 5. nóvember, og ekki seinna vænna en að ná sér í miða.

Hátíðin hefst kl.18:00 með fordrykk í Garminbúðinni. Önnur drykkjarföng eru á ábyrgð hvers og eins

Miðasala er sem áður hjá Ástvaldi Guðmundssyni á rakarastofunni á Dalbraut (s: 568-6312), Finni Pálssyni í Öskju (s: 525-4936), Hálfdáni Ágústssyni á Veðurstofu Íslands / Orkugarði (s: 865-9551) og Grétari Má Þorvaldssyni í Málmsteypunni Hellu hf, Kaplahrauni 5 í Hafnarfirði (s: 898-5988)