Afmælisferð í Jökulheima fellur niður vegna nýrra samkomutakmarkanna

Vegna hertra aðgerða yfirvalda til að hindra útbreiðslu Covid-19 eigum við ekki annan kost en að fresta afmælisferðinni í Jökulheima um óákveðinn tíma.  Á hádegi föstudag 31. júlí gengur aftur í gildi 2ja metra reglan.  Engin raunhæf leið er að framfylgja henni í skálum JÖRFÍ fyrir hópa sem eru stærri en e.t.v. 10 manns.   Jafnframt kallar reglan á að ekki séu fleiri en tveir í bíl nema um sé að ræða fjölskyldu eða sambýlisfólk. 

Það eru mikil vonbrigði að svona skuli vera komið, en við þessu er ekkert að gera nema að fylgja fyrirmælum yfirvalda.  Á þessari stundu er óljóst hvenær hægt verður að fara í ferðina, en vonandi næst að sameina hana seinni Jökulheimaferðinni sem áformuð er 11.-13. september.


Með jöklakveðju – og munum að við erum öll almannavarnir,
Stjórn JÖRFÍ