Dagskrá JÖRFÍ

Á síðasta stjórnarfundi voru ákveðnar dagsetningar fyrir ferðir og aðra viðburði sem eru á dagskrá hjá félaginu. Haustgönguferðir í aflestur á sumarleysingu í samstarfi við 66°Norður eru settar fram með bráðabirgðadagsetningum, enda mjög háðar veðri. Einnig þarf gott veður og skyggni til þess að fara í Þórsmörk í ljósmyndaleiðangur, hér má skoða myndirnar sem fyrirhugað er að endurgera https://islenskirjoklar.is/#/page/picturedetail?location=tungnakvislarj.

Afkomumælingaferð á Mýrdalsjökul 15. maí frestað

Í ljósi lélegrar veðurspár fyrir bæði laugardag og sunnudag, þar sem stefnir í talsverða ofankomu og hvassviðri höfum við ákveðið að fresta ferð á Mýrdalsjökul sem fyrirhuguð var um helgina. Við munum endurmeta stöðuna í byrjun næstu viku og horft til þess að reyna við næsta góða veðurglugga. Við sendum svo í framhaldinu nýja ferðáætlun!

Undirbúningsnefndin,
Andri, Eyjólfur og Hrafnhildur