Vorfundur og nýtt fréttabréf

Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, næstkomandi þriðjudag 26. apríl kl. 20:00.

Eyjólfur Magnússon mun segja frá hlaupi úr Hamarskatli í júlí 2011 og Anna Líndal mun sýna myndir og myndbönd úr vorferðum og starfi JÖRFÍ. Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.