Aðalfundur og nýtt fréttabréf

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 23. febrúar kl. 20:00. Að loknum aðalfundarstörfum mun Valdimar Leifsson sýna stutta kvikmynd um Esjufjöll en myndin heitir „Blómagarður jökulsins“ og er ein af fjórum stuttum myndum um Vatnajökul sem Valdimar hefur gert fyrir sjónvarp.

Nánar um efni aðalfundar í nýju fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins.