Sumarferð á Ok-ið og ágústferð að nýja hrauninu

Ágústferð
Jöklarannsóknafélagið fer 7.-9. ágúst í skemmtiferð inn á Dyngjusand að skoða nýja hraunið norðan Vatnajökuls. Ferðalangar munu hittast í Mývatnssveit og fara þaðan í rútu að morgni föstudags en komið verður aftur tilbaka á sunnudegi. Gert er ráð fyrir að gista í Herðubreiðarlindum og þaðan verður haldið í skoðunarferðir um nýja hraunið og Öskju. Nánari upplýsingar berast síðar, þ.m.t. varðandi kostnað og aðra tilhögun. Magnús Tumi verður fararstjóri ferðarinnar en Þóra Karlsdóttir svarar fyrirspurnum og tekur við skráningum í síma 8663370 og í netfanginu: „thorakarls hjá gmail.com“.

Sumarferð
Jafnframt er minnt á áður auglýsta sumarferð en afráðið hefur verið að gera lokatilraun við Ok-ið eftir að aftakaveður setti slík plön tvívegis úr skorðum. Eins og jafnan er ferðin fyrirhuguð fyrstu helgina í júlí (3.-5.). Verði veðurguðirnir okkur enn óhliðhollir þá verður ferðaáætlun breytt og haldið í Þakgil undir Mýrdalsjökli.