Vorfundur, nýtt fréttabréf og GJÖRFÍ-ferð felld niður

Vorfundur Jöklarannsóknafélagsins verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 6. maí í Öskju. Á fundinum flytur Helgi Björnsson erindi um leit að týndum flugvélum á Grænlandsjökli og Sverrir Hilmarsson sýnir myndir frá Suðurskautslandinu. Nánar um fundinn í nýútkomnu fréttabréfi JÖRFÍ sem aðgengilegt er hér á vef félagsins: „Fréttabréf apríl 2014“.

Jafnframt bendum við á að fyrirhuguð GJÖRFÍ-ferð næstkomandi laugardag, 3. maí, fellur niður. Jafnframt hafa verið gerðar tvær breytingar á GJÖRFÍ-dagskrá sumarsins, 10. júní og 19. ágúst.