Haustfundur annað kvöld

Við minnum á haustfund félagsins sem haldinn verður í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans, annað kvöld, þriðjudaginn 30. október kl. 20. Í tilefni af því að á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings þá er haustfundurinn helgaður minningu hans. Á fundinum mun Sigurður Steinþórsson segja frá ævi og störfum Sigurðar Þórarinssonar og Halldór Ólafsson segja frá jökla- og fjallaferðum með Sigurði (ranghermt var um myndasýningu í fréttabréfi).

Nánar um efni haustfundarins í nýútkomnu fréttabréfi.

GJÖRFÍ

Gönguferðir GJÖRFÍ eru hafnar aftur að hausti. Ferðirnar eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern þriðjudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson, Jósef Hólmjárn og Þóra Karlsdóttir. Dagskrá haustsins er hér að neðan. Munið ennisljósin!

Dags. Áfangastaður Brottför
23. okt. Heiðmörk Borgarstjóraplan
6. nóv. Fossvogsdalur Borgarspítalinn, þyrlupallsmegin
20. nóv. Laugardalur Gló á Engjateig
4. des. Grafarvogur Grafarvogskirkja
18.des Öskjuhlíð Hótel Loftleiðir. Biti á Hótel Natura að göngu lokinni
8. jan. Rauðavatn Morgunblaðshöllin
22. jan. Seltjarnarnes og Grótta Bílastæði við Gróttugranda

Nýtt fréttabréf og haustfundur

Nýtt fréttabréf Jöklarannsóknafélagsins er komið út og er aðgengilegt hér.

Haustfundur félagsins verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans þriðjudaginn 30. október kl. 20. Í tilefni af því að á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings þá er haustfundurinn helgaður minningu hans. Nánar um efni haustfundarins í nýútkomnu fréttabréfi.

GJÖRFÍ um Gálgahraun

Næsta ganga GJÖRFÍ er um Gálgahraun.  Brottför er kl. 18 í kvöld frá hringtorgi við Hraunsvík.