Myndbönd úr vefmyndavél í Kverkfjöllum

Á vefslóðinni https://vimeo.com/icevolcano eru áhugaverð myndbönd úr vefmyndavélum sem settar voru upp í Kverkfjöllum í byrjun júní. Myndböndin sýna m.a. myndir síðustu þriggja vikna á 1-3 mínútum. Áhugavert er að fylgjast með hvernig ísinn brotnar upp í Hveradal, stækkandi vök og breytilegri gufuvirkni auk reglulegrar snjókomu. Eins má sjá gífurlegt sandfok á flæðunum norðan Dyngjujökuls og áhugavert skýjafar.