Sumarferð JÖRFÍ 2.-4. júlí

Sumarferð Jöklarannsóknafélagsins verður farin í Þórsmörk 2.- 4.júlí.  Skoðuð verða ummerkin um gosið við Fimmvörðuháls og í Eyjafjallajökli undir styrkri leiðsögn Jósefs Hólmjárn sem þekkir svæðið eins og lófann á sér.

Lagt verður af stað frá Select við Vesturlandsveg kl.19:00. Farið verður á eigin bílum og reynt að raða þeim sem ekki ráða yfir fararskjótum í laus sæti hjá öðrum. Samkvæmt upplýsingum frá Útivist er vegurinn í Þórsmörk í ágætu standi og fær venjulegum jeppum en talsvert vatn við Gígjökullinn.

Á laugardeginum verður gengið upp að nýju gígunum við Fimmvörðuháls. Gera má ráð fyrir að ferðin taki 6-8 tíma.  Grillað saman um kvöldið.  Á sunnudeginum verða skoðaðar breytingarnar sem orðið hafa við Gígjökulinn eftir gosið og hlaupin úr Eyjafjallajökli.

Gist verður í tjöldum í Strákagili en þar er prýðileg aðstaða.  Þeir sem vilja vera í skála verða sjálfir að sjá um að panta gistingu hjá Útivist.

Nánari upplýsingar og skráning er hjá Ágústi Hálfdánssyni (894-5257) eða á sumarferd(hjá)gmail.com.