Jöklar á Íslandi – Helgi Björnsson

joklar_hb

Í tilefni af nýútkominni bók Helga Björnssonar Jöklar á Íslandi munu Jöklarannsóknafélag Íslands og Hið íslenska náttúrufræðafélag standa að sameiginlegum fundi mánudaginn 30. nóvember. Þar mun Helgi Björnsson jöklafræðingur halda fyrirlestur undir yfirskriftinni Jöklar á Íslandi við upphaf 21. aldar og framtíðarhorfur. Fundurinn verður haldinn í Salnum í Kópavogi og hefst klukkan 17:15.

Bókin verður seld á staðnum og stendur félögum JÖRFÍ til boða með veglegum afslætti.