Haustferð JÖRFÍ

Haustferð Jörfí verður að þessu sinni farin í Nauthaga. Slegist verður í
för með Leifi Jónssyni lækni og jöklafara og félögum inn að Hofsjökli
til sporðamælinga fyrstu helgi októbermánaðar. Lagt verður af stað
föstudagsmorguninn 3.október og haldið tilbaka á sunnudagseftirmiðdegi.
Hafst verður við í tjöldum fyrri nóttina og líklega gist í
góðum fjallaskála á laugardagskvöld – en ferðatilhögun og gististaðir
eru háðir veðri og aðstæðum. Góðir gönguskór og viðlegubúnaður eru
nauðsyn. Þar sem ekið verður um fáfarnar slóðir og á köflum erfiða
fjallvegi verða bílar að vera vel útbúnir og eru þátttakendur alfarið á
eigin ábyrgð á eigin farartækjum. Eins verða bíllausir sjálfir að finna sér
sæti. Þeir sem vilja fara í ferðina vinsamlegast hafi samband við Ágúst
Hálfdánsson í síma 894-5257.

Árshátíð JÖRFÍ

Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldin laugardaginn 8. nóvember næstkomandi. Gleðin hefst kl. 17.30, nánara fyrirkomulag auglýst á haustfundi þann 21. október. Takið dagana frá!