Sumarferð JÖRFÍ 10.-12. ágúst

Sumarferð JÖRFÍ verður farin helgina 10. – 12. ágúst.

Brottför verður úr bænum kl. 13 á föstudeginum fyrir þá sem komast svo snemma annars kl. 17. Ekið verður um Skeið, Flúðir, Tungufell, Svínanes, Kerlingafjöll og þaðan í Setrið en þeir sem leggja síðar af stað fara sem leið liggur um Kjöl og Kerlingafjöll í Setur. Á laugardegi verður farið í göngu og skoðunarferð um nágrenni Kerlingafjalla austanverðra, og endað í sameiginlegri grillmáltíð að kvöldi dags. Á sunnudegi verður farið niður með Þjórsá um Gljúfurleit, og Gljúfurleitarfoss og/eða Dynkur skoðaðir.

Skáli 4×4 í Setri er frátekinn fyrir Jörfí þessa helgi og þar er öll aðstaða hin besta. Verð vegna gistingar verður tilkynnt síðar. Þátttaka í sumarferð tilkynnist Þóru Karlsdóttur, thorakarls@gmail.com.

Vorfundur og nýtt fréttabréf JÖRFÍ

Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 17. apríl kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Á fundinum flytur Ólafur Ingólfsson erindi um ísaldarjökulinn á Íslandi og Hallgrímur Magnússon segir frá fjögurra vikna skíðaferð um austurfjöll Grænlands.

Nánar um efni vorfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Dagskrá GJÖRFÍ fram á sumar

Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og verða nú jafnaði farnar annan hvern þriðjudag kl. 17:30. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson og Þóra Karlsdóttir. Dagskráin fram á haust er hér að neðan.

Dags. Áfangastaður Brottför
6. mars Kópavogsdalur Digraneskirkja
20. mars Laugardalur Áskirkja
3. apríl Elliðaárdalur Rafveituheimilið
17. apríl Hvaleyrarvatn N1 Hafnarfirði
1. maí Húsfell/Kaldársel N1 Hafnarfirði
15. maí Búrfellsgjá Heiðmörk
29. maí Helgufoss Shell Select
12. júní Mosfell Shell Select
Sumarfrí
21. ágúst Tröllafoss Shell Select
4. sept. Hafnarfjörður N1 Hafnarfirði

Árshátíð JÖRFÍ 2017

Dagskrá GJÖRFÍ í vetur

Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra
færi og eru að jafnaði farnar annan hvern fimmtudag kl. 17:30. Í forsvari
fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson og Þóra Karlsdóttir.

Dagskrá vetrarins, til febrúar 2018 er hér að neðan. Skammdegis-
göngurnar verða aðallega á upplýstum göngustígum, en þó gott að hafa
ennisljós og hálku-/mannbrodda með í för.

Dags. Áfangastaður Brottför
2. nóv. Fossvogsdalur Borgarspítali að austan
16. nóv. Vatnsmýri og tjörnin Norræna húsið
30. nóv. Laugarnes Íslandsbanki Kirkjusandi
14. des. Álafosskvosin Shell Select
4. jan. Laugardalur Áskirkja
18. jan. Kópavogsdalur Digraneskirkja
1. feb. Nauthólsvík Nauthóll
15. feb. Korpúlfsstaðir Korpúlfsstaðir