Skálar og ferðalög

Bókunarsíða fyrir gistingu í skálum félagsins er aðgengileg hér eða úr undirsíðu úr dálki til hægri.

Skálar Jöklarannsóknafélagsins hafa verið byggðir með þarfir rannsókna á jöklum að leiðarljósi. Fyrstu skálarnir, á Breiðamerkursandi og í Esjufjöllum voru reistir sumarið 1951. Síðan hafa bæst við fleiri skálar en aðalaðstaða félagsins er á Grímsfjalli við Grímsvötn og í Jökulheimum við Tungnaárjökul. Alls á félagið 12 hús á 7 stöðum. Öll húsin utan eitt eru á eða við Vatnajökul, en staðsetning þeirra sést á kortinu hér að neðan. Nánari upplýsingar um hvern skála fást á undirsíðunum hér til hægri eða með því að smella á skálann á kortinu.