Árshátíð JÖRFÍ – Miðasala er hafin

Nú er miðasala hafin á árshátíð JÖRFÍ sem haldin verður að viku liðinni. Ekki bíða fram á síðustu stundu með að tryggja þér miða!


Árshátíð JÖRFÍ

Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldin laugardaginn 16. nóvember næstkomandi og hefst með fordrykk kl. 18:00. Miðaverð og miðasala verður með hefðbundnum hætti og verður auglýst síðar. Takið daginn frá fyrir mesta fjör ársins. Í millitíðinni er hægt að hafa samband við skemmtinefndarfólk; Önnu Líndal s: 8926357, Ágúst Þór s: 6953310, Tollý s: 6129690 / 5254489 og […]


Haustfundur og nýtt fréttabréf

Nýtt fréttabréf Jöklarannsóknafélagsins er komið út og er aðgengilegt hér. Haustfundur félagsins verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans þriðjudaginn 22. október kl. 20. Í tilefni útgáfu bókarinnar „Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar“ þá verður fjallað um vá af völdum jarðskjálfta og eldgosa á Íslandi og sýndar myndir af eldstöðvum og gosum í jöklum. Nánar […]


Bráðnun jökla og hækkun sjávarborðs

Opinn fundur – Bráðnun jökla og hækkun sjávarborðs 11. október kl. 12–13 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Jöklafélögum er boðið á opinn fund þar sem stjórnendur og íslenskir þátttakendur evrópska rannsóknarverkefnisins ice2sea kynna niðurstöður sínar. Markmið verkefnisins var að endurbæta spár um þau áhrif sem bráðnun jökla hefur á hækkun sjávarborðs. Dagskrá: 12.00 – Ari Trausti […]


Gönguferðir GJÖRFÍ

Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern þriðjudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson, Jósef Hólmjárn og Þóra Karlsdóttir. Dagskráin fram yfir áramót er hér að neðan. Munið ennisljósin! Dags. Áfangastaður Brottför 1. okt. Urriðavatn Toyota hjá IKEA 15. okt. Ástjörn N1, Hafnarfirði 29. […]